Lífið

Vígðu bleikan bekk við skólann til minningar um Bryn­dísi Klöru

Lovísa Arnardóttir skrifar
Bekkurinn var málaður bleikur fyrir Bryndísi Klöru en það var uppáhalds liturinn hennar.
Bekkurinn var málaður bleikur fyrir Bryndísi Klöru en það var uppáhalds liturinn hennar. Vísir/Bjarni

Bleikur bekkur til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur sem lést eftir stunguáras á menningarnótt var vígður við Salaskóla í Kópavogi síðdegis í dag. 

Bryndís gekk í Salaskóla í Kópavogi og var bekkurinn sem er fyrir utan skólann málaður í hennar uppáhalds lit. 

Samnemendur minnast hennar með hlýju.Vísir/Bjarni

Efnt var til ljósagöngu við skólann þar sem starfsfólk, nemendur og foreldrar Bryndísar Klöru komu saman.

Bryndís Klara var aðeins sautján ára þegar hún lést. Sextán ára drengur sem er grunaður um að hafa stungið hana hefur verið ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps, fyrir að hafa stungið tvö önnur ungmenni í sömu árás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.