Sigurvegari mótsins hlýtur nafnbótina Atskákmeistari Íslands 2024. Núverandi íslandsmeistari er alþjóðlegi meistarinn Hilmir Freyr Heimisson. Efsta konan verður Íslandsmeistari kvenna í atskák.
Mótið er haldið í Bankanum vinnustofu. Um er að ræða næst stærsta titil sem hægt er að vinna á Íslandi.
Tefldar verða níu umferðir með tímamörkunum 10 + 3. Vegleg verðlaun eru í boði, en sá sem sigrar fer heim með 115 þúsund krónur. Þá hreppir hann titilinn atskákmeistari Íslands 2024.