Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2024 07:01 Ragnheiður Jónsdóttir á í nokkrum erfiðleikum með að skilgreina nýja bók sína sem á yfirborðinu er glæpasaga. En ekki dæmigerð samt sem slík. vísir/vilhelm Ragnheiður Jónsdóttir fékk Svartfugl verðlaun fyrir Blóðmjólk, sína fyrstu glæpasögu. Þetta var í fyrra og hún er mætt með sína aðra glæpasögu. Eða er þetta glæpasaga? Við erum lent í nokkrum skilgreiningarvanda. Svikaslóð er bók sem rennur alveg einstaklega vel og þar hefur þaulhugsaður frásagnarhátturinn sitt að segja. Þar segir af Sverri og Lísu sem tilheyra listalífinu í Reykjavík. Hann er leikstjóri og höfundur, reglulegur gestur hjá í sófanum hjá Gísla Marteini en hún er leikkona sem hverfur gjarnan í skuggann. Þegar sonur Sverris úr fyrra sambandi finnst myrtur tekur líf hjónanna óvænta stefnu og margt misjafnt kemur í ljós. Þau hjónin taka til við að kanna málin, hvort með sínu nefi og um leið kemur ýmislegt í ljós um samband þeirra. Góður mórall meðal glæpasagnahöfunda Þetta er spennandi og um að gera að heyra í höfundinum en það kemur á daginn að Ragnheiður starfar nú sem stendur sem málfarsráðunautur hjá Ríkisútvarpinu. Hún segir að sig hafi langað til að reyna eitthvað nýtt. Þó undirliggjandi sé glæpur er sagan meira en bara glæpasaga. Ragnheiði vefst tunga um tönn þegar hún er spurð hvers vegna hún vilji vera að fást við krimma? „Mér finnst alltaf gaman að lesa góða krimma. Ég hef til dæmis alltaf gaman af bókunum hennar Evu Bjargar en annars les ég allt mögulegt, alls ekki bara glæpasögur. Mig langaði til að prófa að brjóta aðeins upp formúluna - gera eitthvað nýtt.“ Morðið sem er undirliggjandi var framið við Laufaásveg. Ragnheiður þarna á söguslóð.vísir/vilhelm En er ekki svakaleg samkeppni í glæpasagnagerðinni? „Það eru auðvitað mjög margir að skrifa glæpasögur en ég upplifi samt ekki beint samkeppni. Það er auðvitað hver með sinn stíl.“ Ragnheiður segir góðan móral meðal glæpasagnahöfunda. En glæpasögurnar eru, þó ýmsir vilji flokka þær sem formúlubækur, hver með sínu sniði. Eins og áður sagði er frásagnarhátturinn sérstakur. Ragnheiður segist pæla mikið í sjónarhorninu. „Já, ég geri það. Mér finnst gaman að hafa þetta fyrstu persónu frásögn því þannig finnst mér lesandinn kannski geta enn betur sett sig í spor sögupersóna.“ Frásagnarhátturinn drífur söguna áfram Aðalpersónur sögunnar eru jafnframt sögumenn og er klippt stöðugt á milli þeirra. Um leið er hlaupið fram í tíma þannig að frásögnin kippist áfram. Þetta er einstaklega vel gert, verður að segjast. „Já, takk. Þetta minnir kannski svolítið á kvikmynd þar sem sjónarhornið færist á milli og mér finnst mikilvægt að hafa tempó - mikið og stöðugt samtal er í gangi milli aðalpersóna.“ Með því að skipta stöðug milli sjónarhorna nær Ragnheiður talsverðum hraða í frásögnina og hún verður kvikmyndaleg.vísir/vilhelm Nákvæmlega það sem mér datt í hug, þetta er bíólegt. Þegar mismunandi sjónarhorn er það oft notað til að sjá á sama atburðinn með ólíkum augum en því er ekki til að dreifa hér. „Einmitt. Við erum þarna að fylgjast með hjónum sem tilheyra listalífinu í Reykjavík og þegar þau kynnast er hann orðinn þekktur leikari. Hann er eldri en hún bara nýútskrifuð leikkona. Þannig að frá upphafi er ákveðið valdaójafnvægi í sambandinu og mér finnst áhugavert að fylgjast með dýnamíkinni í sambandinu og það hvaða áhrif glæpurinn hefur á hjónabandið; hvað þessi atburður dregur fram í persónunum.“ Og varstu lengi að vinna þessa bók? „Kveikjan kom um síðustu áramót þegar ég var stödd í fjölskyldufríi á Costa Rica. Svo byrjaði ég að skrifa og kláraði söguna í apríl. En svo tók auðvitað við ritstjórnarvinna.“ Sverrir er ekki eiginmaður höfundar, vel að merkja Morðið sem er undirliggjandi er framið í húsi við Laufaásveginn. Ragnheiður segist hafa verið að vinna á Árnastofnun áður en hún og fjölskyldan fluttu út. „Þar var ég einkum að rannsaka íslenskt unglingamál. Og það var örugglega meðal þess sem kveikti hjá mér áhuga á að skrifa – það að skoða og greina samtöl ofan í kjölinn hefur sjálfsagt haft áhrif á það hvað ég skrifa mikið samtöl milli sögupersóna og velti fyrir mér mismunandi málnotkun og málsniði.“ En þú notar sem sagt þætti úr eigin lífi í söguna? „Ekki mikið reyndar en eitthvað. Allavega eru staðir þarna í bókinni sem ég var nýbúin að fara á þegar ég skrifaði þetta.“ Ragnheiður segist stundum óttast það að fólk í kringum hana fari að lesa aðstæður hennar inn í söguefnið en þetta er allt skáldskapur.vísir/vilhelm Jú, ég er öðrum þræði að stríða þér. Að fólk fari að lesa til dæmis í karakter Sverris og bera saman við þinn mann? Ragnheiður hlær við. „Akkúrat. Ég óttast einmitt alltaf að fólk í kringum mig fari að reyna að lesa eitthvað í það sem ég skrifa, hver sé hver og svo framvegis.“ Þannig er nú bókmenntafræðin á Íslandi. „Þetta er allt skáldskapur en auðvitað notar maður ýmislegt sem maður heyrir og sér. Krimmarnir fljúga ekki beint í Kiljuna Vitaskuld. En talandi um krimma, hvað sýnist þér um stöðu glæpasagna almennt í samanburði við aðrar bókmenntir? Margir krimmahöfundar hafa kvartað í mín eyru yfir því að litið sé niður á glæpasöguna? „Já, ég held að það sé alveg rétt. Mér finnst ég stundum þurfa að bæta því við að þó þetta sé glæpasaga þá sé hún vel skrifuð,“ segir Ragnheiður og bendir á að hún sé með MA í íslensku og pæli mikið í texta og persónusköpun. „En kannski er það bara ég! Og kannski sérstaklega í fyrra því þá var fyrsta bókin mín auglýst sem skvísukrimmi (!) – sem kannski setti hana mögulega aðeins niður. Skvísukrimmi og formúlubók? „Já - þetta eru kannski ekki bókmenntirnar sem fljúga inn í Kiljuna.“ Nefnilega. Meðan krimmarnir hafa dómínerað sölulista að undanförnu er sem „elítan“ gefi þeim hornauga? Við sjáum þetta á bókmenntaverðlaununum þar sem brugðið var á það ráð að hafa bara sérflokk fyrir glæpasögur? Kósíkrimmi eða fjölskyldurama? Hvaða saga er ekki saga um glæp. „Einmitt. Kannski erum við að gera of mikið úr þessum svokölluðu fordómum, ég veit það ekki. En glæpasögur geta verið alls konar. Og mig langaði til að skrifa glæpasögu sem væri ekki um rannsóknarlögreglumann eða -konu heldur um venjulegt fólk í venjulegum aðstæðum. Í Svikaslóð er ég ekki að reyna að vekja viðbjóð eða óhug hjá lesendum með rosalegum lýsingum á ofbeldi, misnotkun eða neinu slíku eins og hefur kannski verið svolítið vinsælt í glæpasögum.“ Ragnheiður segir söguna ekki vera kósíkrimma, ekki fjölskyldudrama ... kannski er þetta bara glæpasaga?vísir/vilhelm Ragnheiður hugsar sig um. „ En ég vil samt kannski ekki skilgreina þetta sem kósíkrimma,“ segir hún og hlær. Hvernig vilt þú skilgreina söguna? „Hmm… góð spurning. Þetta er svona raunsæisleg samtímasaga um hjón sem verða fyrir áfalli. En sjálfsagt er hún bara glæpasaga í stuttu máli. Hefur þú betri hugmynd? Fjölskyldudrama gefur kannski aðeins of mikið upp?“ Ragnheiði er greinilega skemmt yfir þessum vangaveltum. Og blaðamaður verður að játa að sjálfur á hann í skilgreiningarvanda. Í bókinni vitnar Ragnheiður reglulega í höfðuskáldin, Davíð, Stein og fleiri. Lestu mikið lesa ljóð? „Svona stundum, já. En mér fannst það líka lýsa karakternum, Sverri, að vera stöðugt að vitna í gömlu meistarana sem allt eru karlmenn vel að merkja. Því honum finnst hann sjálfur svolítið tilheyra þessum hópi snillinga.“ Rithöfundum ætlað að breytast í extróverta Þannig er þessi saga úthugsuð. Þú sendir þú frá þér þína fyrstu bók í fyrra og óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar, verðlaun og læti og nú kemur þessi. Hvernig líður þér að vera í jólabókaflóði með bók? „Mér finnst rosalega gaman að fá að taka þátt í því en á sama tíma er það krefjandi því það er svo margt um að vera á þessum tíma og margir frábærir höfundar að gefa út bækur. Sjálfri finnst mér svo gaman að skrifa en er lítið fyrir að kalla á athygli, kynna mig og selja – ég er ekkert sérstaklega góð í því – ekki ennþá að minnsta kosti,“ segir Ragnheiður og hlær. Ragnheiður starfar nú sem málfarsráðunautur hjá Ríkisútvarpinu. Það er tímabundið og þegar því starfi lýkur vonast hún til að komast aftur til að skrifa. Hún skilur ekki fólk sem getur skrifað bækur og verið í fullri vinnu.vísir/vilhelm Mér skilst að til séu höfundar sem hreinlega neita að mæta í viðtöl. Þeir bara hreinlega meika það ekki. Og því síður að lesa upp og taka þátt í því sem fylgir nútíma bókaútgáfu? „Já, ég hef reyndar alveg gaman af þessu stússi þegar ég er beðin um það en mér finnst erfiðara að biðja sjálf um að fá að troða upp eða mæta í viðtöl. Sumir eru mjög góðir í því en upp til hópa held ég að rithöfundar séu meira fyrir að sitja og skrifa.“ Nákvæmlega. Þeir eru að fást við þessa „einsemd“ af ástæðu? „Það má kannski segja það, já!“ Þeir hafa valið sér að sitja einir yfir sínum texta en og svo eiga þeir bara að birtast sem extróvertar þegar hentar? „Akkúrat.“ En hvað geturðu sagt mér um þig sjálfa? „Ég er fædd 1989. Uppalin í Vesturbænum og bý núna í miðbænum (þess vegna skrifa ég kannski sögur sem gerast í Reykjavík, ólíkt mörgum glæpasagnahöfundum, því þar þekki ég mig.“ Er illa við hugtakið „ofurkona“ Ragnheiður er gift Benedikt Skúlasyni forstjóra Lauf Cycles og eiga þau tvö börn. „Ég var í MR og er, eins og áður sagði, með MA-gráðu í íslensku. Ég lærði myndlist í mörg ár og stefndi frekar á að verða barnabókahöfundur en að fara í glæpaáttina. Svo lærði ég á píanó í mörg ár – er á 7. stigi. Við fjölskyldan fluttum til Bandaríkjanna fyrir tæpum þremur árum og erum nýlega flutt heim aftur. Maðurinn minn var að setja á fót verksmiðju fyrir Lauf í Virginíu. Og þá gafst mér tími til að prófa að setjast niður og skrifa.“ Ragnheiður segir suma rithöfunda góða í viðtölum og slíku en hún telur að þeir vilji frekar sitja við og skrifa.vísir/vilhelm Ók. Og ert nú starfandi sem málfarsráðunautur hjá RÚV og ert að senda frá þér þína aðra bók? Hverskonar ofurkona ertu eiginlega? „Hahaha, mér hefur alltaf verið frekar illa við þetta hugtak, ofurkona, því við erum alltaf bara að gera okkar besta.“ En sama samt, þetta hlýtur að krefjast mikils aga? „Tjahh … ég skrifaði bókina í byrjun árs þegar ég var ennþá úti. Ég hef ekki haft neinn tíma til að skrifa núna í haust meðan ég hef verið að vinna. Ég skil ekki þegar fólk getur bæði verið í fullri vinnu og skrifað bækur. Ég er að leysa af hér á Ríkisútvarpinu. Í hálft ár en svo langar mig að fara aftur að skrifa.“ Konurnar kaupa bækurnar og leikhúsmiðana Ég er ekki að spyrja út í fjölskylduástæður þínar af því að ég sé svona hnýsinn (sem ég náttúrlega er) heldur er ég að velta fyrir mér aðstæðum sem til að mynda femínistar hafa skrifað mikið um: Að konur þurfi að skrifa á nóttunni þegar börnin eru sofnuð? Jakobína Sigurðardóttir og öll sú kynslóð. Konur halda menningarlífinu uppi. vísir/vilhelm Mér sýnist álagið ekki minna núna þegar gerð er sú krafa að konur séu einnig úti á vinnumarkaði auk þess að annast heimilið? „Já, akkúrat. Ég skil hvað þú átt við. Það er auðvitað mjög mikið álag og kannski sérstaklega á ungum konum í dag.“ Mér sýnist þær reyndar vera að taka yfir menninguna? „Já, einmitt. Stundum er sagt að konur haldi uppi menningarlífinu í landinu. Þær kaupi bækurnar og leikhúsmiðana.“ Að sjötíu prósentum. „Vá!“ En, hvað með framhaldið? Ertu byrjuð að leggja drög að næstu bók og verður það „glæpasaga“? „Ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum og langar mjög til að halda áfram að skrifa. Það verður þá sennilega bók í svipuðum stíl en með nýjum persónum. Það er svo gaman að hafa einhverja ráðgátu í sögunni sem kveikir forvitni og dregur lesandann áfram.“ Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Friðsemd fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur hlýtur að teljast ein af uppgötvunum þessa árs. Bókin er sprúðlandi af frásagnargleði og lesandinn uppgötvar fljótlega að hann má ekki missa af einni einustu setningu. Hér dugar ekki að skima. 30. nóvember 2024 08:01 Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt… 15. nóvember 2024 08:01 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Svikaslóð er bók sem rennur alveg einstaklega vel og þar hefur þaulhugsaður frásagnarhátturinn sitt að segja. Þar segir af Sverri og Lísu sem tilheyra listalífinu í Reykjavík. Hann er leikstjóri og höfundur, reglulegur gestur hjá í sófanum hjá Gísla Marteini en hún er leikkona sem hverfur gjarnan í skuggann. Þegar sonur Sverris úr fyrra sambandi finnst myrtur tekur líf hjónanna óvænta stefnu og margt misjafnt kemur í ljós. Þau hjónin taka til við að kanna málin, hvort með sínu nefi og um leið kemur ýmislegt í ljós um samband þeirra. Góður mórall meðal glæpasagnahöfunda Þetta er spennandi og um að gera að heyra í höfundinum en það kemur á daginn að Ragnheiður starfar nú sem stendur sem málfarsráðunautur hjá Ríkisútvarpinu. Hún segir að sig hafi langað til að reyna eitthvað nýtt. Þó undirliggjandi sé glæpur er sagan meira en bara glæpasaga. Ragnheiði vefst tunga um tönn þegar hún er spurð hvers vegna hún vilji vera að fást við krimma? „Mér finnst alltaf gaman að lesa góða krimma. Ég hef til dæmis alltaf gaman af bókunum hennar Evu Bjargar en annars les ég allt mögulegt, alls ekki bara glæpasögur. Mig langaði til að prófa að brjóta aðeins upp formúluna - gera eitthvað nýtt.“ Morðið sem er undirliggjandi var framið við Laufaásveg. Ragnheiður þarna á söguslóð.vísir/vilhelm En er ekki svakaleg samkeppni í glæpasagnagerðinni? „Það eru auðvitað mjög margir að skrifa glæpasögur en ég upplifi samt ekki beint samkeppni. Það er auðvitað hver með sinn stíl.“ Ragnheiður segir góðan móral meðal glæpasagnahöfunda. En glæpasögurnar eru, þó ýmsir vilji flokka þær sem formúlubækur, hver með sínu sniði. Eins og áður sagði er frásagnarhátturinn sérstakur. Ragnheiður segist pæla mikið í sjónarhorninu. „Já, ég geri það. Mér finnst gaman að hafa þetta fyrstu persónu frásögn því þannig finnst mér lesandinn kannski geta enn betur sett sig í spor sögupersóna.“ Frásagnarhátturinn drífur söguna áfram Aðalpersónur sögunnar eru jafnframt sögumenn og er klippt stöðugt á milli þeirra. Um leið er hlaupið fram í tíma þannig að frásögnin kippist áfram. Þetta er einstaklega vel gert, verður að segjast. „Já, takk. Þetta minnir kannski svolítið á kvikmynd þar sem sjónarhornið færist á milli og mér finnst mikilvægt að hafa tempó - mikið og stöðugt samtal er í gangi milli aðalpersóna.“ Með því að skipta stöðug milli sjónarhorna nær Ragnheiður talsverðum hraða í frásögnina og hún verður kvikmyndaleg.vísir/vilhelm Nákvæmlega það sem mér datt í hug, þetta er bíólegt. Þegar mismunandi sjónarhorn er það oft notað til að sjá á sama atburðinn með ólíkum augum en því er ekki til að dreifa hér. „Einmitt. Við erum þarna að fylgjast með hjónum sem tilheyra listalífinu í Reykjavík og þegar þau kynnast er hann orðinn þekktur leikari. Hann er eldri en hún bara nýútskrifuð leikkona. Þannig að frá upphafi er ákveðið valdaójafnvægi í sambandinu og mér finnst áhugavert að fylgjast með dýnamíkinni í sambandinu og það hvaða áhrif glæpurinn hefur á hjónabandið; hvað þessi atburður dregur fram í persónunum.“ Og varstu lengi að vinna þessa bók? „Kveikjan kom um síðustu áramót þegar ég var stödd í fjölskyldufríi á Costa Rica. Svo byrjaði ég að skrifa og kláraði söguna í apríl. En svo tók auðvitað við ritstjórnarvinna.“ Sverrir er ekki eiginmaður höfundar, vel að merkja Morðið sem er undirliggjandi er framið í húsi við Laufaásveginn. Ragnheiður segist hafa verið að vinna á Árnastofnun áður en hún og fjölskyldan fluttu út. „Þar var ég einkum að rannsaka íslenskt unglingamál. Og það var örugglega meðal þess sem kveikti hjá mér áhuga á að skrifa – það að skoða og greina samtöl ofan í kjölinn hefur sjálfsagt haft áhrif á það hvað ég skrifa mikið samtöl milli sögupersóna og velti fyrir mér mismunandi málnotkun og málsniði.“ En þú notar sem sagt þætti úr eigin lífi í söguna? „Ekki mikið reyndar en eitthvað. Allavega eru staðir þarna í bókinni sem ég var nýbúin að fara á þegar ég skrifaði þetta.“ Ragnheiður segist stundum óttast það að fólk í kringum hana fari að lesa aðstæður hennar inn í söguefnið en þetta er allt skáldskapur.vísir/vilhelm Jú, ég er öðrum þræði að stríða þér. Að fólk fari að lesa til dæmis í karakter Sverris og bera saman við þinn mann? Ragnheiður hlær við. „Akkúrat. Ég óttast einmitt alltaf að fólk í kringum mig fari að reyna að lesa eitthvað í það sem ég skrifa, hver sé hver og svo framvegis.“ Þannig er nú bókmenntafræðin á Íslandi. „Þetta er allt skáldskapur en auðvitað notar maður ýmislegt sem maður heyrir og sér. Krimmarnir fljúga ekki beint í Kiljuna Vitaskuld. En talandi um krimma, hvað sýnist þér um stöðu glæpasagna almennt í samanburði við aðrar bókmenntir? Margir krimmahöfundar hafa kvartað í mín eyru yfir því að litið sé niður á glæpasöguna? „Já, ég held að það sé alveg rétt. Mér finnst ég stundum þurfa að bæta því við að þó þetta sé glæpasaga þá sé hún vel skrifuð,“ segir Ragnheiður og bendir á að hún sé með MA í íslensku og pæli mikið í texta og persónusköpun. „En kannski er það bara ég! Og kannski sérstaklega í fyrra því þá var fyrsta bókin mín auglýst sem skvísukrimmi (!) – sem kannski setti hana mögulega aðeins niður. Skvísukrimmi og formúlubók? „Já - þetta eru kannski ekki bókmenntirnar sem fljúga inn í Kiljuna.“ Nefnilega. Meðan krimmarnir hafa dómínerað sölulista að undanförnu er sem „elítan“ gefi þeim hornauga? Við sjáum þetta á bókmenntaverðlaununum þar sem brugðið var á það ráð að hafa bara sérflokk fyrir glæpasögur? Kósíkrimmi eða fjölskyldurama? Hvaða saga er ekki saga um glæp. „Einmitt. Kannski erum við að gera of mikið úr þessum svokölluðu fordómum, ég veit það ekki. En glæpasögur geta verið alls konar. Og mig langaði til að skrifa glæpasögu sem væri ekki um rannsóknarlögreglumann eða -konu heldur um venjulegt fólk í venjulegum aðstæðum. Í Svikaslóð er ég ekki að reyna að vekja viðbjóð eða óhug hjá lesendum með rosalegum lýsingum á ofbeldi, misnotkun eða neinu slíku eins og hefur kannski verið svolítið vinsælt í glæpasögum.“ Ragnheiður segir söguna ekki vera kósíkrimma, ekki fjölskyldudrama ... kannski er þetta bara glæpasaga?vísir/vilhelm Ragnheiður hugsar sig um. „ En ég vil samt kannski ekki skilgreina þetta sem kósíkrimma,“ segir hún og hlær. Hvernig vilt þú skilgreina söguna? „Hmm… góð spurning. Þetta er svona raunsæisleg samtímasaga um hjón sem verða fyrir áfalli. En sjálfsagt er hún bara glæpasaga í stuttu máli. Hefur þú betri hugmynd? Fjölskyldudrama gefur kannski aðeins of mikið upp?“ Ragnheiði er greinilega skemmt yfir þessum vangaveltum. Og blaðamaður verður að játa að sjálfur á hann í skilgreiningarvanda. Í bókinni vitnar Ragnheiður reglulega í höfðuskáldin, Davíð, Stein og fleiri. Lestu mikið lesa ljóð? „Svona stundum, já. En mér fannst það líka lýsa karakternum, Sverri, að vera stöðugt að vitna í gömlu meistarana sem allt eru karlmenn vel að merkja. Því honum finnst hann sjálfur svolítið tilheyra þessum hópi snillinga.“ Rithöfundum ætlað að breytast í extróverta Þannig er þessi saga úthugsuð. Þú sendir þú frá þér þína fyrstu bók í fyrra og óhætt að segja að viðtökur hafi verið góðar, verðlaun og læti og nú kemur þessi. Hvernig líður þér að vera í jólabókaflóði með bók? „Mér finnst rosalega gaman að fá að taka þátt í því en á sama tíma er það krefjandi því það er svo margt um að vera á þessum tíma og margir frábærir höfundar að gefa út bækur. Sjálfri finnst mér svo gaman að skrifa en er lítið fyrir að kalla á athygli, kynna mig og selja – ég er ekkert sérstaklega góð í því – ekki ennþá að minnsta kosti,“ segir Ragnheiður og hlær. Ragnheiður starfar nú sem málfarsráðunautur hjá Ríkisútvarpinu. Það er tímabundið og þegar því starfi lýkur vonast hún til að komast aftur til að skrifa. Hún skilur ekki fólk sem getur skrifað bækur og verið í fullri vinnu.vísir/vilhelm Mér skilst að til séu höfundar sem hreinlega neita að mæta í viðtöl. Þeir bara hreinlega meika það ekki. Og því síður að lesa upp og taka þátt í því sem fylgir nútíma bókaútgáfu? „Já, ég hef reyndar alveg gaman af þessu stússi þegar ég er beðin um það en mér finnst erfiðara að biðja sjálf um að fá að troða upp eða mæta í viðtöl. Sumir eru mjög góðir í því en upp til hópa held ég að rithöfundar séu meira fyrir að sitja og skrifa.“ Nákvæmlega. Þeir eru að fást við þessa „einsemd“ af ástæðu? „Það má kannski segja það, já!“ Þeir hafa valið sér að sitja einir yfir sínum texta en og svo eiga þeir bara að birtast sem extróvertar þegar hentar? „Akkúrat.“ En hvað geturðu sagt mér um þig sjálfa? „Ég er fædd 1989. Uppalin í Vesturbænum og bý núna í miðbænum (þess vegna skrifa ég kannski sögur sem gerast í Reykjavík, ólíkt mörgum glæpasagnahöfundum, því þar þekki ég mig.“ Er illa við hugtakið „ofurkona“ Ragnheiður er gift Benedikt Skúlasyni forstjóra Lauf Cycles og eiga þau tvö börn. „Ég var í MR og er, eins og áður sagði, með MA-gráðu í íslensku. Ég lærði myndlist í mörg ár og stefndi frekar á að verða barnabókahöfundur en að fara í glæpaáttina. Svo lærði ég á píanó í mörg ár – er á 7. stigi. Við fjölskyldan fluttum til Bandaríkjanna fyrir tæpum þremur árum og erum nýlega flutt heim aftur. Maðurinn minn var að setja á fót verksmiðju fyrir Lauf í Virginíu. Og þá gafst mér tími til að prófa að setjast niður og skrifa.“ Ragnheiður segir suma rithöfunda góða í viðtölum og slíku en hún telur að þeir vilji frekar sitja við og skrifa.vísir/vilhelm Ók. Og ert nú starfandi sem málfarsráðunautur hjá RÚV og ert að senda frá þér þína aðra bók? Hverskonar ofurkona ertu eiginlega? „Hahaha, mér hefur alltaf verið frekar illa við þetta hugtak, ofurkona, því við erum alltaf bara að gera okkar besta.“ En sama samt, þetta hlýtur að krefjast mikils aga? „Tjahh … ég skrifaði bókina í byrjun árs þegar ég var ennþá úti. Ég hef ekki haft neinn tíma til að skrifa núna í haust meðan ég hef verið að vinna. Ég skil ekki þegar fólk getur bæði verið í fullri vinnu og skrifað bækur. Ég er að leysa af hér á Ríkisútvarpinu. Í hálft ár en svo langar mig að fara aftur að skrifa.“ Konurnar kaupa bækurnar og leikhúsmiðana Ég er ekki að spyrja út í fjölskylduástæður þínar af því að ég sé svona hnýsinn (sem ég náttúrlega er) heldur er ég að velta fyrir mér aðstæðum sem til að mynda femínistar hafa skrifað mikið um: Að konur þurfi að skrifa á nóttunni þegar börnin eru sofnuð? Jakobína Sigurðardóttir og öll sú kynslóð. Konur halda menningarlífinu uppi. vísir/vilhelm Mér sýnist álagið ekki minna núna þegar gerð er sú krafa að konur séu einnig úti á vinnumarkaði auk þess að annast heimilið? „Já, akkúrat. Ég skil hvað þú átt við. Það er auðvitað mjög mikið álag og kannski sérstaklega á ungum konum í dag.“ Mér sýnist þær reyndar vera að taka yfir menninguna? „Já, einmitt. Stundum er sagt að konur haldi uppi menningarlífinu í landinu. Þær kaupi bækurnar og leikhúsmiðana.“ Að sjötíu prósentum. „Vá!“ En, hvað með framhaldið? Ertu byrjuð að leggja drög að næstu bók og verður það „glæpasaga“? „Ég er með nokkrar hugmyndir í kollinum og langar mjög til að halda áfram að skrifa. Það verður þá sennilega bók í svipuðum stíl en með nýjum persónum. Það er svo gaman að hafa einhverja ráðgátu í sögunni sem kveikir forvitni og dregur lesandann áfram.“
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Tengdar fréttir Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Friðsemd fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur hlýtur að teljast ein af uppgötvunum þessa árs. Bókin er sprúðlandi af frásagnargleði og lesandinn uppgötvar fljótlega að hann má ekki missa af einni einustu setningu. Hér dugar ekki að skima. 30. nóvember 2024 08:01 Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt… 15. nóvember 2024 08:01 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Friðsemd fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur hlýtur að teljast ein af uppgötvunum þessa árs. Bókin er sprúðlandi af frásagnargleði og lesandinn uppgötvar fljótlega að hann má ekki missa af einni einustu setningu. Hér dugar ekki að skima. 30. nóvember 2024 08:01
Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Sunna Dís Másdóttir var að senda frá sér sína fyrstu bók, en samt ekki. Kul. Ekkert í þessari bók ber þess merki að um byrjendaverk sé að ræða. Þvert á móti ætlar blaðamaður Vísis að ganga svo langt að fullyrða að þessi bók sé uppgötvun ársins. Söguhetjan heitir Una sem er bæði viðkvæm og grjóthörð. Eins og Sunna. Er Una Sunna? Nei, auðvitað ekki. En samt… 15. nóvember 2024 08:01