Körfubolti

Leikurinn í Kefla­vík loks hafinn eftir klukkuvandræði

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Halldór Garðar Hermannsson og félagar í Keflavík vilja komast aftur á sigurbraut.
Halldór Garðar Hermannsson og félagar í Keflavík vilja komast aftur á sigurbraut. vísir/anton

Eftir næstum fimmtíu mínútna töf er leikur Keflavíkur og Tindastóls í Bónus deild karla í körfubolta hafinn. Vandræði með skot- og leikklukku komu í veg fyrir að leikurinn gæti hafist á réttum tíma.

Leikurinn átti að hefjast klukkan 19:30 en það rættist ekki. Fyrst voru vandræði með skotklukkuna og síðan datt leikklukkan út.

Eftir talsverða rekistefnu tókst að koma skot- og leikklukkunni í lag og leikurinn gat hafist.

Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir hann verður 9. umferð Bónus deildarinnar gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×