Leikurinn átti að hefjast klukkan 19:30 en það rættist ekki. Fyrst voru vandræði með skotklukkuna og síðan datt leikklukkan út.
Eftir talsverða rekistefnu tókst að koma skot- og leikklukkunni í lag og leikurinn gat hafist.
Leikurinn er í beinni textalýsingu á Vísi og sýndur beint á Stöð 2 Sport. Eftir hann verður 9. umferð Bónus deildarinnar gerð upp í Bónus Körfuboltakvöldi.