Handbolti

Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Hergeirsson hefur komið norska kvennalandsliðinu í undanúrslitin á sjö af átta Evrópumótum sínum.
Þórir Hergeirsson hefur komið norska kvennalandsliðinu í undanúrslitin á sjö af átta Evrópumótum sínum. Getty/Sanjin Strukic

Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum.

Norsku stelpurnar unnu Þýskaland 32-27 eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik, 19-13.

Henny Reistad var frábær í norska liðinu í kvöld með níu mörk og fjórar stoðsendingar. Kari Brattset Dale, Sanna Solberg-Isaksen, Thale Rushfeldt Deila og Stine Skogrand skoruðu allar fjögur mörk.

Norska liðið tók völdin snemma leiks, komst í 7-2 eftir tíu mínútur og var 12-5 yfir um miðjan hálfleikinn.

Þýska liðið skoraði beint úr aukakasti í lok fyrri hálfleiks og minnkaði muninn þá í sex mörk.

Þýska liðið gafst heldur ekki upp, náði að minnka muninn í þrjú mörk í seinni hálfleik og setja smá spennu í leikinn í lokin. Norsku stelpurnar hleyptu þeim ekki of nálægt og lönduðu góðum sigri.

Noregur mætir annað hvort Ungverjalandi eða Frakklandi í undanúrslitum en þau hafa þegar tryggt sig áfram úr hinum milliriðlinum.

Norska liðið er á sínu síðasta móti undir stjórn Þóris Hergeirssonar og hefur unnið sex fyrstu leiki sína á mótinu.

Þetta er sjöunda Evrópumótið þar sem liðið fer alla í undanúrslit síðan Þórir tók við liðinu árið 2009. Hann hefur gert þær norsku fimm sinnum að Evrópumeisturum. Liðið hefur spilað um verðlaun á sjö af átta Evrópumótum sínum undir stjórn Íslendingsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×