Bríet olli vonbrigðum Jónas Sen skrifar 11. desember 2024 07:02 Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu sunnudaginn 8. desember kl. 18.00. JS Söngkonan Bríet hélt hátíðartónleika í Silfurbergi í Hörpu á sunnudagskvöldið. Hún hefur flotta rödd, sem er bæði tær og hljómmikil. Hún söng líka allt af tilfinningu og lagði auðheyrilega sál sína í flutninginn. En betur má ef duga skal. Söngstíllinn var undarlegur, það var nánast eins og Bríet opnaði aldrei almennilega munninn þegar hún söng. Samhljóðar voru linir og loðnir og stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið. Útkoman var sú að maður skildi varla nokkuð sem hún söng. Fyrir bragðið fór inntak laganna – sem voru fjölmörg – fyrir ofan garð og neðan. Keimlík lög Tónlistin sem slík var ágæt, yfirleitt í ballöðustíl og fremur innhverf. Lögin voru þó dálítið keimlík, komu sjaldnast á óvart og risu ekki hátt. Ekki var heldur mikil fjölbreytni í útsetningunum hjá fimm manna hljómsveitinni. Það var helst að sellóleikur hér og þar skapaði stemningu, en annars var fátt í hljómsveitarleiknum sem bar til tíðinda. Hljóðið var yfirleitt flott á tónleikunum. Hljómurinn var skýr og jafnvægið á milli hljóðfæra og söngs var aðdáunarvert. Af einhverjum ástæðum var þó einskonar skítur á rödd Bríetar í byrjun, sem var kannski ákveðið stílbragð. Það var eins og það urgaði í hátölurunum, sem var ekki fallegt. Sem betur fer lagaðist þetta fljótt. Barnakór í hvítum kuflum tróð upp með Bríeti í nokkrum lögum.JS Góðir gestir Nokkrir gestir komu fram með Bríeti. Fyrstur steig á svið Högni Egilsson. Hann spilaði á píanó um leið og hann söng og gerði það prýðilega. Söngurinn var hlýr og notalegur og hvert orð var auðskilið. Ásgeir Trausti kom líka fram og söng í falsettu eins og hans er von og vísa. Það var skemmtilegt, sem og frammistaða Valdimars og Birnis, en þeir voru með allt á hreinu. Barnakór í hvítum kuflum tróð upp með Bríeti í nokkrum lögum. Hann söng hreint og af öryggi, en var dálítið bældur. Spurning var afhverju kórinn var ekki notaður meira. Söngur hans var of lágstilltur og sennilega hefði mátt hækka í honum í hljóðkerfinu. Ragga Gísla sló hins vegar í gegn með brjáluðu rokklagi. Ég hef heyrt hana syngja mjög fínlega en hér var allt á útopnu. Kannski var þetta besta atriði tónleikanna. Lítil stemning á tónleikunum Heildarútkoman var ekkert sérstök. Enda var aldrei rífandi stemning. Áheyrendur klöppuðu yfirleitt bara pent á eftir hverju lagi og húrrahróp hér og þar voru fyrst og fremst kurteisleg. Enginn stóð upp og dansaði. Manni leið eins og á virðulegum kammertónleikum. Skipti þá engu þótt tónleikarnir væru töluverð sýning. Innkoma Bríetar í byrjun var t.d. eftirminnileg. Hún var í svörtum kjól og í risavaxinni svartri skikkju sem hún hálfpartinn dansaði við í fyrstu lögunum. Lýsingin var líka flott og búningar stílhreinir. Því miður dugði ekkert af þessu til að lyfta tónleikunum upp úr meðalmennskunni. Niðurstaða: Rislitlir tónleikar sem liðu fyrir einkennilegan söng og tónlistin var sjaldnast spennandi. Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
En betur má ef duga skal. Söngstíllinn var undarlegur, það var nánast eins og Bríet opnaði aldrei almennilega munninn þegar hún söng. Samhljóðar voru linir og loðnir og stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið. Útkoman var sú að maður skildi varla nokkuð sem hún söng. Fyrir bragðið fór inntak laganna – sem voru fjölmörg – fyrir ofan garð og neðan. Keimlík lög Tónlistin sem slík var ágæt, yfirleitt í ballöðustíl og fremur innhverf. Lögin voru þó dálítið keimlík, komu sjaldnast á óvart og risu ekki hátt. Ekki var heldur mikil fjölbreytni í útsetningunum hjá fimm manna hljómsveitinni. Það var helst að sellóleikur hér og þar skapaði stemningu, en annars var fátt í hljómsveitarleiknum sem bar til tíðinda. Hljóðið var yfirleitt flott á tónleikunum. Hljómurinn var skýr og jafnvægið á milli hljóðfæra og söngs var aðdáunarvert. Af einhverjum ástæðum var þó einskonar skítur á rödd Bríetar í byrjun, sem var kannski ákveðið stílbragð. Það var eins og það urgaði í hátölurunum, sem var ekki fallegt. Sem betur fer lagaðist þetta fljótt. Barnakór í hvítum kuflum tróð upp með Bríeti í nokkrum lögum.JS Góðir gestir Nokkrir gestir komu fram með Bríeti. Fyrstur steig á svið Högni Egilsson. Hann spilaði á píanó um leið og hann söng og gerði það prýðilega. Söngurinn var hlýr og notalegur og hvert orð var auðskilið. Ásgeir Trausti kom líka fram og söng í falsettu eins og hans er von og vísa. Það var skemmtilegt, sem og frammistaða Valdimars og Birnis, en þeir voru með allt á hreinu. Barnakór í hvítum kuflum tróð upp með Bríeti í nokkrum lögum. Hann söng hreint og af öryggi, en var dálítið bældur. Spurning var afhverju kórinn var ekki notaður meira. Söngur hans var of lágstilltur og sennilega hefði mátt hækka í honum í hljóðkerfinu. Ragga Gísla sló hins vegar í gegn með brjáluðu rokklagi. Ég hef heyrt hana syngja mjög fínlega en hér var allt á útopnu. Kannski var þetta besta atriði tónleikanna. Lítil stemning á tónleikunum Heildarútkoman var ekkert sérstök. Enda var aldrei rífandi stemning. Áheyrendur klöppuðu yfirleitt bara pent á eftir hverju lagi og húrrahróp hér og þar voru fyrst og fremst kurteisleg. Enginn stóð upp og dansaði. Manni leið eins og á virðulegum kammertónleikum. Skipti þá engu þótt tónleikarnir væru töluverð sýning. Innkoma Bríetar í byrjun var t.d. eftirminnileg. Hún var í svörtum kjól og í risavaxinni svartri skikkju sem hún hálfpartinn dansaði við í fyrstu lögunum. Lýsingin var líka flott og búningar stílhreinir. Því miður dugði ekkert af þessu til að lyfta tónleikunum upp úr meðalmennskunni. Niðurstaða: Rislitlir tónleikar sem liðu fyrir einkennilegan söng og tónlistin var sjaldnast spennandi.
Gagnrýni Jónasar Sen Tónleikar á Íslandi Harpa Mest lesið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Menning Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Gagnrýni Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið Jói Pé og Króli skrifa söngleik Menning Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira