Lífið

Höll sumar­landsins komin á sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Dóri DNA
Dóri DNA Vísir/Vilhelm

Grínistinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa sett íbuð sína við Skeljanes á sölu. Ásett verð er 108 milljónir.

Hjónin hafa búið sér og börnum sínum þremur afar fallegt og sjarmerandi heimili í Skerjafirðinum. 

„Höll sumarlandsins er komin á sölu. Ég sem hélt við yrðum hér að eilífu,“ skrifar Dóri og deilir eigninni á miðlinum X.

Um er að ræða 132 fermetra íbúð í reisulegu húsi sem var byggt árið 1940. Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og rúmgóðu rými með fallegu útsýni til suðurs í átt að Öskjuhlíð og Bláfjöllum. Frá eldhúsi er útgengt á suðvestur svalir. Samtals eru fjögur svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Djarf­ir lit­ir, falleg listaverk og form­fög­ur hús­gögn eru í for­grunni á heimilinu sem býr yfir miklum sjarma og karakter.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.