Bilbao Basket vann þá sjö stiga sigur á franska félaginu Cholet, 95-88. Bilbao menn voru einu stigi yfir í hálfleik, 49-48, en unnu þriðja leikhlutann 24-18.
Þetta var toppslagur í riðlinum því bæði liðin höfðu unnið fyrsta leikinn sinn í milliriðlinum.
Bilbao liðið hefur verið að gera mjög góða hluti í Evrópukeppninni í vetur en liðið hefur unnið fyrstu átta leiki sína á tímabilinu. Vann alla sex í riðlakeppninni og hefur síðan byrjað aðra umferðina á tveimur sigurleikjum.
Tryggvi var með átta stig og fimm fráköst á sextán mínútum í leiknum í kvöld en hann hitti úr þremur af fjórum skotum sínum.
Næststigahæstur á vellinum varð Norðmaðurinn Chris-Ebou Ndow í liði Cholet en hann skoraði 21 sitg.
Thijs De Ridder hjá Bilbao skoraði flest stig allra eða 22 stig.