Sport

Sonja og Róbert í­þrótta­fólk fatlaðra 2024

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Róbert Ísak Jónsson og Sonja Sigurðardóttir með verðlaunagripina sína.
Róbert Ísak Jónsson og Sonja Sigurðardóttir með verðlaunagripina sína. vísir/vilhelm

Sundfólkið Sonja Sigurðardóttir og Róbert Ísak Jónsson voru í dag útnefnd Íþróttafólk fatlaðra 2024.

Þetta er í fimmta sinn sem Sonja verður fyrir valinu og í þriðja sinn sem Róbert sem er valinn.

Sonja setti ellefu Íslandsmet á árinu; sex í 25 metra laug og fimm í fimmtíu metra laug. Á Norðurlandamótinu setti Sonja Íslandsmet í 25 metra laug í fimmtíu metra baksundi á tímanum 1:10,22, fimmtíu metra skriðsundi á 1:10,18 og hundrað metra baksundi á 2:31,86. 

Á EM setti hún Íslandsmet í hundrað metra skriðsundi (2:22,15) og fimmtíu metra skriðsundi (1:07,43) og endaði í 5. sæti í báðum greinum. Á Ólympíumóti fatlaðra í París setti Sonja einnig Íslandsmet þegar hún synti á 1:07,46 í úrslitum í fimmtíu metra baksundi. Hún keppti einnig í hundrað metra baksundi.

Róbert keppti á Evrópumeistaramóti IPC í apríl á þessu ári þar sem hann fékk bronsverðlaun í hundrað metra flugsundi. Róbert vann sér þáttökurétt á Ólympíumóti fatlaðra þar sem hann gerði sér lítið fyrir og komst í úrslit í hundrað metra flugsundi og endaði í 6 sæti á nýju Íslandsmeti (57,92 sekúndum). 

Róbert varð Norðurlandameistari, setti Íslands-, Norðurlanda- og Evrópumet í 50 bringusundi (S14) á tímanum 30,40 sekúndum, vann silfur í hundrða metra flugsundi á tímanum 57,19 sekúndum, rétt við Íslandmetið sitt, og brons í fimmtíu metra bringusundi á 26,09 sekúndum, eða 0,01 sekúndum frá Íslandsmetinu sínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×