Börn og foreldrar að bugast vegna jólaviðburða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 13. desember 2024 14:00 Kristín Björg hvetur til þess að jólahefðir verði hugsaðar upp á nýtt. Þriggja barna móðir segir álagið í desember verða sífellt meira fyrir börn og foreldra. Hún segir streituna óbærilega og hvetur yfirmenn skóla og frístundasviða til að beina tilmælum til skipuleggjenda tómstunda um að dreifa úr viðburðum og færa þá fram í janúar og febrúar og skapa þannig rólegri hefðir í desember. Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“ Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í aðsendri grein á Vísi. Þar heldur Kristín Björg Viggósdóttir á penna, þriggja barna móðir, iðjuþjálfi og uppeldisfræðingur. Hún segist á hverju ári heyra og finna það hvað álagið í desember eykst. Allar tómstundir, foreldrafélög og skólar vilji skipuleggja jólaviðburði fyrir börn og foreldra í fallegum tilgangi, álagið sé hinsvegar orðið vægast sagt óheilbrigt og streitan óbærileg. Viðburður á tveggja daga fresti „Tökum sem dæmi fjölskyldu með þrjú börn; hvert barn er í tveimur tómstundum og það er einhver jólasamkoma í hverri tómstund og skólanum fyrir hvert barn. Það þýðir níu samkomur þar sem foreldar þurfa að mæta og mögulega taka þátt í líka sem sjálfboðaliðar á uþb. þriggja vikna tímabili. Sem þýðir viðburður á tveggja daga fresti að meðaltali en oft eru þessir viðburðir líka á sama degi.“ Kristín Björg setur sig í stellingar og segist ímynda sér að einhver myndi spyrja hvort það megi ekki bara vera gaman? Hún segir að svo sé, ekki megi tapa gleðinni en orðið sé djúpt á henni þegar dagskráin sé stöðug. Spyrja megi hvort öll þessi dagskrá sé á endanum fyrir börnin. Fólk flykkist til útlanda til að forðast stressið „Mig langar því að biðla til ykkar sem yfirmenn skóla og frístundasviða að senda íþróttafélögum, tónlistarskólum og öðrum tómstundum í ykkar bæjarfélögum á næsta ári vinsamleg tilmæli um að dreifa þessum viðburðum og færa mögulega til janúar og febrúar sem oft eru tíðindalitlir mánuðir. Þetta yrðu bara sett fram sem tilmæli og ekki skylda.“ Kristín Björg bendir á að öll beri ábyrgð á því að búa til fjölskylduvænt samfélag. Oft geti verið erfitt að brjótast úr úr hefð sem þó engum eða fáum þjóni.„Allir eru að tala um hversu mikið álagið er en enginn þorir að breyta og við verðum þrælar hefðarinnar. Fólk flykkist í auknu mæli til útlanda til að forðast allt stressið.“ Hún bendir forsvarsmönnum skóla-og frístundasviða á að þeir gætu orðið brautryðjendur í því að skapa meiri ró og frið á heimilum. Það sé líka hægt að skapa jólastemningu með því að kveikja á kerti og syngja eitt jólalag á síðustu æfingunni fyrir jól. „Jólahefðin er hugarástand og þarf ekki að kosta mikið umstang. Það þarf oft að koma tilmæli að ofan til að fólk þori að breyta um takt og skapa rólegri hefðir.“
Jól Börn og uppeldi Streita og kulnun Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Lífið samstarf Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira