Sport

Baðst af­sökunar á að hafa kallað krikketspilara prímata

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Isa Guha varð á í messunni þegar hún lýsti leik Indlands og Ástralíu í krikket.
Isa Guha varð á í messunni þegar hún lýsti leik Indlands og Ástralíu í krikket. getty/Philip Brown

Krikketlýsarinn Isa Guha hefur beðist afsökunar á að hafa kallað leikmann indverska landsliðsins prímata.

Guha var að lýsa leik Indlands og Ástralíu á Fox Sports þegar hún lét ummælin um Jasprit Bumrah falla. Þau féllu í grýttan jarðveg og Guha hefur beðist afsökunar á þeim.

„Hann er verðmætasti leikmaðurinn (MVP), er það ekki? Verðmætasti prímatinn, Jasprit Bumrah. Hann er sá sem gerir allt fyrir Indland og þess vegna var svona mikil athygli á honum fyrir leikinn og umræða um hvort hann yrði heill,“ sagði Guha um Bumrah sem er dökkur á hörund.

Í dag baðst Guha afsökunar á ummælum sínum. Hún hafi reynt að ná utan um afrek Bumrahs en valið rangt orð og hafi nú beðist afsökunar á því.

„Verandi ættuð frá Suður-Asíu vona ég að fólk sjái að það var engin ill meining á bak við þetta,“ sagði Guha.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×