Jól

Að­ventan með Lindu Ben: Kalkúna­bringa með öllu til­heyrandi

Aníta Guðlaug Axelsdóttir skrifar
Linda Ben eldar dýrindis mat í fallega eldhúsinu sínu.
Linda Ben eldar dýrindis mat í fallega eldhúsinu sínu.

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Í þessum lokaþætti undirbýr Linda hátíðlegt jólakvöld. Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi og guðdómlegur jólaís. Lokaþáttinn í heild má sjá hér 

Klippa: Aðventan með Lindu Ben: Hátíðlegt jólakvöld

Sinnepsmarineruð kalkúnabringa

  • 1 kalkúnabringa
  • 2 msk Dijon sinnep
  • 1 msk balsamikedik
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • 1 msk ólífuolía
  • 2 msk ferst timjan, smátt skorið
  • 1 tsk ferskt oregano
  • ½ tsk salt
  • ½ tsk pipar

Aðferð

Þerrið kalkúnabringuna með eldhúspappír og setjið hana í fat.

Blandið saman Dijon sinnepi, balsamikediki og rifsberjahlaupi.

Setjið timían og oregano í mortel og hellið olíunni út á, merjið kryddjurtirnar vel í mortelnum og hellið kryddolíunni út í sinnepsblönduna. Hrærið saman.

Kryddið með salti og pipar.

Smyrjið marineringunni jafn yfir alla kalkúnabringuna, setjið matarfilmu yfir fatið og látið marinerast í minnst klukkutíma eða yfir nótt.

Stillið ofninn á 165ºC. Setjið kjöthitamæli inn í miðja bringuna og bakið bringuna þangað til kjarnhitastig mælist 72ºC.

Kalkúnabringan, fínt að skera í sneiðar.
Linda sýnir okkur líka hvernig hægt er að leggja fallega á borðið fyrir hátíðirnar.

Besta kalkúnasósan

  • 1/2 rauðlaukur
  • 2 msk Filippo Berio ólífu olía
  • 50 g smjör
  • 150 g sveppir
  • 2 dl vatn
  • 1 dl hvítvín
  • Soð af kalkúninum
  • 1 – 2 msk fljótandi kjúklingakraftur frá Oscar
  • 500 ml rjómi frá Örnu Mjólkurvörum
  • 1 msk rifsberjahlaup
  • Salt og pipar

Aðferð

Skerið rauðlaukinn fínt niður. Steikið laukinn upp úr olíu og smjöri þar til hann verður mjúkur.

Skerið sveppina frekar gróft niður og bætið þeim út á pönnuna og steikið þar til þeir verða mjúkir. Bætið vatni og hvítvíni út á sveppina og sjóðið í 1-2 mín.

Bætið því næst 1 msk af kjúklingakraftinum út í og soðinu af kalkúninum.

Bætið því næst rjómanum út á og náið upp suðunni.

Bragðbætið með rifsberjahlaupi, meiri kjúklingakrafti og salt og pipar eftir þörfum. Sjóðið saman í nokkrar mín þar til sósan hefur þykknað.

Sætkartöflumús

  • 2 sætar kartöflur
  • 1 tsk vanillusykur
  • 1 egg
  • 100 gr smjör
  • 1 msk púðursykur - til að setja ofan á músina
  • 1 dl kasjúhnetur
Sætkartöflumúsin.

Brokkolísalat

  • Brokkolíhaus smátt skorinn
  • 1 dl grískt jógúrt frá Örnu mjólkurvörum
  • 1 dl mæjónes
  • 1 msk hunangs Dijon sinnep
  • 7 döðlur
  • Granateplakjarnar
  • Lime safi
Hráefnin fyrir brokkolísalatið.
Ferskt og gott brokkolísalat.

Klassíski ísinn með Eitt sett súkkulaði og Nóa pralín súkkulaði

  • 6 eggjarauður
  • 170 g púðursykur
  • 500 ml rjómi
  • 150 g Eitt sett súkkulaði
  • 150 g Nóa pralín súkkulaði

Aðferð

Þeytið rjómann.

Þeytið eggjarauðurnar og púðursykurinn mjög vel saman í annari skál þar til létt, ljóst og blandan myndar borða ef þeytarinn er tekinn upp og deigið lekur aftur í skálina.

Blandið rjómanum varlega saman við eggjarauðu blönduna með sleikju.

Skerið hinberjatromps súkkulaðið niður og blandið því saman við.

Hellið ísnum í form, lokið því t.d. Með plastfilmu og frystið yfir nótt (eða lengur).

Fallegur ís á fallegum disk!

Tengdar fréttir

Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Vísi og Stöð 2 en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.

Aðventan með Lindu Ben: Pakka­skraut sem þú borðar

Matreiðsluþættirnir Aðventan með Lindu Ben verða á dagskrá í nóvember og desember á Stöð 2 og Vísi en í þeim býður hún áhorfendum heim og gefur góðar hugmyndir og ráð fyrir aðventuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×