Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 13:03 Theodór Francis biður pör um að setja sig í spor hver annarra. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi hvetur fólk í parasamböndum til þess að hafa í huga hver tilgangurinn sé með því að gagnrýna. Hann segir að fyrir sér snúist gagnrýni um að rýna til gagns en ekki um að ná höggstað á þeim sem gagnrýnin beinist gegn. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“ Bítið Ástin og lífið Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni. Þar hvetur Theodór fólk til þess að fara sér hægar um jólin, um sé að ræða gríðarlega streituvaldandi tíma. Hann segir að gagnrýni í dag snúist of oft um aðfinnslur gegn einstaklingum og það eigi við um parasambönd, vináttur og vinnustaði. Hvernig myndi maður sjálfur vilja heyra þetta „Þetta fer svolítið eftir því ekki síst hvernig við ætlum að gagnrýna og hver er tilgangurinn með því að gagnrýna. Ef tilgangurinn er bara að koma höggi á hinn aðilann þá þurfum við að spá í bíddu af hverju viljum við koma höggi á hinn aðilann?“ Theodór segir að hann hafi alltaf litið svo á að gagnrýni snúist um að rýna til gagns. „En gagnrýni eins og hún birtist í dag er oft bara aðfinnslur á jafnvel karakter einstaklings, ekki á það sem hann er að gera.“ Hann nefnir skáldað dæmi um bílastæði heima hjá sér, ef hann yrði að gagnrýna eiginkonu sína fyrir lagningu bíls hennar. „Ef ég ætla að tala um það við hana og ætla að rýna í það til gagns, þá myndi ég á hlýjan og notalegan hátt segja henni að mér þætti svo vænt um ef minn bíll kæmist líka inn á bílastæðið. Mér myndi finnast það vera gagn-rýni.“ Theodór segir mikilvægt að hugsa um það hvernig maður myndi sjálfur vilja heyra gagnrýni. „Hvernig myndi ég vilja að maki minn myndi biðja mig um að breyta einhverjum hlutum? Hvaða aðferðir vil ég að minn maki noti til þess að fá mig til að breyta einhverjum hlutum?“ Algengt að sumir heyri aldrei það góða Hann bendir á að öllum finnist óþægilegt að vera gagnrýndir, það sé í eðli mannsins. Hann segir það afar algengt þegar hann fái fólk í ráðgjöf til sín að það hnussi þegar maki þeirra nefnir ástæður sem honum þyki jákvæðir í fari þeirra. Það sé erfitt. „Þá er ekki ólíklegt að sami aðili stórefist sjálfur eða sjálf um eigið ágæti. Sem er mjög algengt, að einstaklingar eru ekki með sjálfsmatið sitt og sjálfsvirðingu sína á réttum stað.“ Theodór segir mikilvægt að muna að enginn sé fullkominn. Mikilvægt sé að finna fyrir þakklæti fyrir makann og annað fólk í lífi manns. „Maður þarf að velja baráttur. Og maður þarf líka að minna sig á og það gildir bæði í parasambandi, vinnustað og í vináttu, er ég þakklátur fyrir þann einstakling sem ég er að takast á við í það skiptið?“
Bítið Ástin og lífið Mest lesið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Halla forseti rokkar svart og hvítt Tíska og hönnun Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Lífið Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Drengurinn skal heita Ezra Lífið Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Lífið Fleiri fréttir „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Sjá meira