Prinsinn kom á undan Kónginum Jakob Bjarnar skrifar 19. desember 2024 13:50 Bubbi kampakátur. Um fimm ár eru frá því að honum datt í hug að setja textabrot á pappír, ramma inn og selja. Verkin hafa rokið út og eru uppseld. Nú vilja fleiri kasta flugu sinni í þann hyl. Tónlistarmenn eru nú hver um annan þveran að senda frá sér textaverk. Hendingar úr söngtextum eru teknar, settar á pappír, rammað inn og selt. Þetta hefur á fáeinum árum orðið að stórútgerð. Nema, sá sem reið á vaðið á síðustu árum þessum efnum er kóngurinn Bubbi Morthens. Í kjölfarið hafa svo fylgt Stebbi Hilmars, Emmsjé Gauti, Helgi Björns, Valgeir Guðjóns… „… Aron Can, Bríet,“ grípur Bubbi fram í og kímir. En hann ritaði á Facebook-vegg sinn „Allir vildu Lilju kveðið hafa,“ og lætur broskall fylgja. Hann var sem sagt að tala um þessa umfangsmiklu framleiðslu poppara á textaverkum. „Textaverk" hlýtur að vera orð ársins. Fólk er ekkert að grínast með þetta,“ segir Dr. Gunni á Facebook-síðu sinni. Þessi mikla framleiðsla hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá hinum glögga þjóðfélagsrýni og tónlistarspekúlant. Og hvað sem rannsóknarsetri verslunarinnar líður, þá er hér eflaust kominn verðskuldaður kandídat í jólagjöf ársins. „Jájá, ég er bara rosalega stoltur af því að vera trendsetter eins og ég hef reyndar verið í gegnum 45 ára feril minn í svo mörgu. Ég bara óska þeim alls hins besta. Kannski að menn mættu vera eitthvað aðeins frumlegri en maður getur ekki beðið um allt,“ segir Bubbi og hlær. „Mér þykir þetta bara fallegt að fólk vilji feta í fótspor mín og vilji verða eins stór og Bubbi. Og hana nú!“ Sjálfsbjargarviðleitnin kom Bubba til bjargar í Covid-inu eins og Vísir greindi skilmerkilega frá á sínum tíma. Þá rakst Hrafnhildur Hafsteindóttir eiginkona kóngsins á minningarbækur Bubba uppi á háalofti og hugmyndin kviknaði. Bubbi hefur nú selt heilan haug af þessum verkum, textabrot með stafsetningarvillum og öllu voru sett upp í sérstök verk. „Já, ég er rosalega glaður. Það hefur gengið vel hjá mér og ég er uppseldur. Ég held að galdurinn á bak við velgengni mína snúist um að til að búa til pening þarftu að leggja til mikinn pening. Verkin mín eru afar vönduð; rammi, gler og pappír … þetta er allt í hæsta gæðaflokki. Og kostar milljónir að framleiða.“ Bríet hefur að sjálfsögðu gefið út slitrur úr sinni textagerð. Hún kann að gera grín að sjálfri sér og segir þau sérstaklega fyrir þá sem ekki heyri textann. Bubbi segir að sem listamaður þá megi engan afslátt gefa. Verkin eru gerð til að lifa í hundrað ár í sól. „Þú verður alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum þér og leggja þig hundrað prósent fram. Öllum er sama hversu góður þú varst í fyrra, ef þú gefur afslátt hættir fólk að mæta. Í listinni þarf að leggja allt undir.“ Öll verk sem Bubbi framleiddi fyrir þetta ár eru uppseld en þau eru tölusett, hann gefur sömu verkin ekki út nema í takmörkuðu upplagi. Valgeir lætur ekki sitt eftir liggja og hefur gefið út veggspjöld þar sem finna má hendingar úr rómuðum textum hans. Hér eru meðal annars ummæli sem Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, eru töm. Bubbi segist í sjálfu sér ekki hafa „fattað uppá þessu“, hann nefnir myndlistarlistamanninn Birgi Andrésson í þessu samhengi, en hann vann með textabrot í myndum sínum. Enda ólst hann upp að hluta á blindrahæli, alsjáandi og leit á sig sem blindrahund. Hann leiddi hina blindu um og lýsti aðstæðum. Og Svavar Pétur heitinn – Prinsinn – vann einnig með sömu hugmynd og var þannig á undan Bubba. En nú hefur brotist út æði og hvað veldur því? Bubbi segir þetta ekki koma til af góðu. Tekjur tónlistarmanna hafa statt og stöðugt dregist saman. „Spotify skilur okkur eftir húðlausa. Þú þarft að vera stórstjarna sem streymir hundruðum milljónum til að fá einhvern pening út úr því. „Artistar“ á Íslandi fá engan pening og því eru allir með klærnar úti og gengur misjafnlega. Þegar bransinn tók eftir því hvað þetta gekk vel hjá mér þá reyna menn auðvitað að kasta í sama hyl.“ Stefán Hilmarsson er afkastamikill á sviði textagerðar, eftir hann liggja ókjör af söngtextum og hefur hann af nógu að taka. Bubbi segir að hann yrði ekki hissa þó á næsta ári kæmu fram fimm strákabönd. „Til að sigla í kjölfarið á Jóni Ragnari og félögum. Frábær bisnesshugmynd. Það eru ekkert svo margir sem geta lifað af því að vera tónlistarmenn á Íslandi. Þess vegna eru jólin orðin svona óþolandi; allir að semja jólalög eða með tökulög, strá glimmeri þar yfir og halda jólatónleika. Rapparinn Emmsjé Gauti fer létt með að fiska upp hendingar úr sinni textasúpu. Eins og Linda Blair í The Exorcist, hausinn snýst í heilan hring, það eru allir að reyna að búa sér til tekjur og það gengur misjafnlega.“ Bubbi hlær, hann segist í fámennum hópi sem eru að gera það gott. „Ég er „on top of my game“, hef verið í 45 ár og menn eru enn að elta mig. Ég vona að öllum gangi vel með þetta. Það meina ég innilega,“ segir Bubbi. Tónlist Myndlist Jól Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Nema, sá sem reið á vaðið á síðustu árum þessum efnum er kóngurinn Bubbi Morthens. Í kjölfarið hafa svo fylgt Stebbi Hilmars, Emmsjé Gauti, Helgi Björns, Valgeir Guðjóns… „… Aron Can, Bríet,“ grípur Bubbi fram í og kímir. En hann ritaði á Facebook-vegg sinn „Allir vildu Lilju kveðið hafa,“ og lætur broskall fylgja. Hann var sem sagt að tala um þessa umfangsmiklu framleiðslu poppara á textaverkum. „Textaverk" hlýtur að vera orð ársins. Fólk er ekkert að grínast með þetta,“ segir Dr. Gunni á Facebook-síðu sinni. Þessi mikla framleiðsla hefur að sjálfsögðu ekki farið fram hjá hinum glögga þjóðfélagsrýni og tónlistarspekúlant. Og hvað sem rannsóknarsetri verslunarinnar líður, þá er hér eflaust kominn verðskuldaður kandídat í jólagjöf ársins. „Jájá, ég er bara rosalega stoltur af því að vera trendsetter eins og ég hef reyndar verið í gegnum 45 ára feril minn í svo mörgu. Ég bara óska þeim alls hins besta. Kannski að menn mættu vera eitthvað aðeins frumlegri en maður getur ekki beðið um allt,“ segir Bubbi og hlær. „Mér þykir þetta bara fallegt að fólk vilji feta í fótspor mín og vilji verða eins stór og Bubbi. Og hana nú!“ Sjálfsbjargarviðleitnin kom Bubba til bjargar í Covid-inu eins og Vísir greindi skilmerkilega frá á sínum tíma. Þá rakst Hrafnhildur Hafsteindóttir eiginkona kóngsins á minningarbækur Bubba uppi á háalofti og hugmyndin kviknaði. Bubbi hefur nú selt heilan haug af þessum verkum, textabrot með stafsetningarvillum og öllu voru sett upp í sérstök verk. „Já, ég er rosalega glaður. Það hefur gengið vel hjá mér og ég er uppseldur. Ég held að galdurinn á bak við velgengni mína snúist um að til að búa til pening þarftu að leggja til mikinn pening. Verkin mín eru afar vönduð; rammi, gler og pappír … þetta er allt í hæsta gæðaflokki. Og kostar milljónir að framleiða.“ Bríet hefur að sjálfsögðu gefið út slitrur úr sinni textagerð. Hún kann að gera grín að sjálfri sér og segir þau sérstaklega fyrir þá sem ekki heyri textann. Bubbi segir að sem listamaður þá megi engan afslátt gefa. Verkin eru gerð til að lifa í hundrað ár í sól. „Þú verður alltaf að vera besta útgáfan af sjálfum þér og leggja þig hundrað prósent fram. Öllum er sama hversu góður þú varst í fyrra, ef þú gefur afslátt hættir fólk að mæta. Í listinni þarf að leggja allt undir.“ Öll verk sem Bubbi framleiddi fyrir þetta ár eru uppseld en þau eru tölusett, hann gefur sömu verkin ekki út nema í takmörkuðu upplagi. Valgeir lætur ekki sitt eftir liggja og hefur gefið út veggspjöld þar sem finna má hendingar úr rómuðum textum hans. Hér eru meðal annars ummæli sem Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, eru töm. Bubbi segist í sjálfu sér ekki hafa „fattað uppá þessu“, hann nefnir myndlistarlistamanninn Birgi Andrésson í þessu samhengi, en hann vann með textabrot í myndum sínum. Enda ólst hann upp að hluta á blindrahæli, alsjáandi og leit á sig sem blindrahund. Hann leiddi hina blindu um og lýsti aðstæðum. Og Svavar Pétur heitinn – Prinsinn – vann einnig með sömu hugmynd og var þannig á undan Bubba. En nú hefur brotist út æði og hvað veldur því? Bubbi segir þetta ekki koma til af góðu. Tekjur tónlistarmanna hafa statt og stöðugt dregist saman. „Spotify skilur okkur eftir húðlausa. Þú þarft að vera stórstjarna sem streymir hundruðum milljónum til að fá einhvern pening út úr því. „Artistar“ á Íslandi fá engan pening og því eru allir með klærnar úti og gengur misjafnlega. Þegar bransinn tók eftir því hvað þetta gekk vel hjá mér þá reyna menn auðvitað að kasta í sama hyl.“ Stefán Hilmarsson er afkastamikill á sviði textagerðar, eftir hann liggja ókjör af söngtextum og hefur hann af nógu að taka. Bubbi segir að hann yrði ekki hissa þó á næsta ári kæmu fram fimm strákabönd. „Til að sigla í kjölfarið á Jóni Ragnari og félögum. Frábær bisnesshugmynd. Það eru ekkert svo margir sem geta lifað af því að vera tónlistarmenn á Íslandi. Þess vegna eru jólin orðin svona óþolandi; allir að semja jólalög eða með tökulög, strá glimmeri þar yfir og halda jólatónleika. Rapparinn Emmsjé Gauti fer létt með að fiska upp hendingar úr sinni textasúpu. Eins og Linda Blair í The Exorcist, hausinn snýst í heilan hring, það eru allir að reyna að búa sér til tekjur og það gengur misjafnlega.“ Bubbi hlær, hann segist í fámennum hópi sem eru að gera það gott. „Ég er „on top of my game“, hef verið í 45 ár og menn eru enn að elta mig. Ég vona að öllum gangi vel með þetta. Það meina ég innilega,“ segir Bubbi.
Tónlist Myndlist Jól Mest lesið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira