Rak upp stór augu sökum lagavals á HM í pílukasti Aron Guðmundsson skrifar 20. desember 2024 17:32 Raymond van Barneveld (til vinstri) er einn keppenda á HM í pílukasti Vísir/Getty Deilumál utan sviðsljóssins og stóra sviðsins á HM í pílukasti hefur nú verið útkljáð en einn af reynsluboltum mótsins sakaði annan keppanda um að hafa stolið inngöngulagi sínu. Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars. Pílukast Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira
Það þykir vel þekkt innan pílukast heimsins að á stærstu mótum ársins er lagið Eye of the Tiger, með hljómsveitinni Survivor, inngöngulag Hollendingsins Raymond van Barneveld. Sá hefur gert sig gildandi í íþróttinni á undanförnum áratugum og stóð meðal annars uppi sem heimsmeistari árið 2007. Barneveld virðist hafa orðið mjög hissa, miðað við færslu sem hann setti inn á samfélagsmiðilinn X, er hann heyrði af því að lítt þekktur króatískur pílukastari að nafni Romeo Grbavac hefði labbað inn á stóra sviðið á HM í pílukasti undir Eye of the Tiger en Króatinn var að taka þátt á sínu fyrsta HM í pílukasti. 🤨Erm ….👁️🐅— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 19, 2024 Lagið virðist ekki hafa kveikt í Grbavac fyrir viðureign hans gegn Callan Rydz í fyrstu umferð HM því þeirri viðureign lauk með 3-0 sigri Rydz. Króatinn sá hins vegar eftir viðureignina að inngöngulag hans hafði farið á flug í tengslum við Raymond van Barneveld en skýring en Grbavac hafði svör á reiðum höndum. Það var ekki ákvörðun hans að nota Eye of the Tiger sem inngöngulag sitt. Grbavac send Barneveld einkaskilaboð á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem að hann útskýrði sína hlið á málinu. „Hæ Barney. Ég valdi ekki þetta lag sem inngöngulag og veit ekki hvers vegna þeir spiluðu það,“ stóð í skilaboðum Grbavac til Barneveld og virðist sem svo að um ruglning hafi verið að ræða hjá skipuleggjendum heimsmeistaramótsins. 😂👍🏼 Ok all is forgiven pal pic.twitter.com/AprAfqHiCS— Raymond van Barneveld (@Raybar180) December 20, 2024 Hollendingurinn reynslumikli tók vel í þessi skilaboð Grbavac. „Allt í góðu vinur. Þér er fyrirgefið,“ stóð í skilaboðunum og lítur Barneveld svo á að aðeins hann megi nota þetta þekkta lag Survivor. Sýnt er frá öllum keppnisdögum HM í pílukasti á Vodafone Sport rásinni. Raymond van Barneveld stígur á stokk annað kvöld undir ljúfum tónum Eye of the Tiger á móti hinum velska Nick Kenny. Sigurvegari þeirrar viðureignar mætir ríkjandi heimsmeistaranum Luke Humphries í þriðju umferð milli jóla og nýars.
Pílukast Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Fleiri fréttir „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Sjá meira