Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2024 10:31 Oleksandr Usyk hitti miklu fleiri höggum heldur en Tyson Fury og þar á meðal þessu. Getty/Richard Pelham Tyson Fury tapaði öðru sinni á árinu fyrir Úkraínumanninum Oleksandr Usyk þegar þeir mættust í hnefaleikabardaga í Riyadh í Sádi-Arabíu í gærkvöldi. Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Box Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
Allir þrír dómararnir dæmdu bardagann 116-112 Usyk í vil. Úkraínska þjóðin fagnaði þessum sigri en gríðarlegur áhugi var á bardaganum hjá þessari stríðshrjáðu þjóð. Hann er mikil þjóðhetja og ekki minnkaði það við þennan sigur. Fury er vissulega miklu stærri en Usyk var bara of snöggur fyrir hann. Bardaginn fór samt alla leið og mikil spenna var í loftinu þegar úrslitin voru tilkynnt. Stóri Bretinn var aftur á móti alls ekki sáttur. Hann strunsaði fyrst út úr hringum án þess að veita viðtal í sjónvarpsútsendingunni. Seinna ræddi hann þó við fjölmiðlafólk. „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma frá þessum dómurum,“ sagði Tyson Fury eftir bardagann. Hann tapaði líka fyrir Usyk í maí. „Mér finnst ég hafa unnið báða þessa bardaga. Ég mun trúa því þar til dagsins sem ég dey að ég hafi unnið þennan bardaga í kvöld,“ sagði Fury. Oleksandr Usyk tryggði sér með þessum þrjá titla því þetta var titilbardagi í WBC, WBA og WBO. Úkraínumaðurinn talaði vel um andstæðing sinn. „Ég ber mikla virðingu fyrir honum því hann er harður af sér. Tyson Fury gerir mig sterkan. Tyson er frábær andstæðingur. Stór maður. Hann er góður maður. Tyson talar kannski mikið en það bara sýningaleikur,“ sagði Usyk. Usyk þakkaði honum fyrir ótrúlegustu 24 loturnar á hans ferli. Hann segir Fury hafa verið besta mótherja sem hann hafi mætt. Usyk hitti 179 höggum á móti 144 hjá Fury. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Box Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira