Sport

White og Littler mætast í 16-manna úr­slitum

Siggeir Ævarsson skrifar
Ian White fagnaði sigrinum í dag af innlifun
Ian White fagnaði sigrinum í dag af innlifun vísir/Getty

Fyrri hluta áttunda keppnisdagsins á heimsmeistaramótinu í pílu er lokið og er því ljóst hver andstæðingur Luke Littler í 16-manna úrslitum verður.

Hinn 54 Ian White mun mæta hinum 17 ára Littler í næstu umferð eftir að hafa klárað sína viðureign gegn Ritchie Edhouse 3-1. Aðspurður um þá viðureign sagðist White vera í sjöunda himni. Hann væri mikill aðdáandi þess sem Littler hefur gert fyrir íþróttina, en sjálfur væri hann númer eitt frá Runcorn en Littler númer tvö.

Önnur úrslit dagsins

Ryan Searle - Matt Campbell 3-0

Dirk van Duijvenbode - Madars Razma 1-3

Joe Cullen - Wessel Nijman 3-0




Fleiri fréttir

Sjá meira


×