Andri stóð uppi sem sigurvegari á Viking Cup heimsbikarmótinu sem haldið var í Laugardal. Hann hafnaði í 35. sæti á Evrópumeistaramótinu í Sviss og 35. sæti á Grand Prix móti í Suður-Kóreu.

Enginn Íslendingur hefur náð eins góðum árangri á slíkum mótum og skilaði það karlalandsliði Íslands ellefta sæti á Evrópumeistaramótinu.
Árangur Andra á árinu færði hann upp í 90. sæti af 753 keppendum á heimslistanum en hann var í 185. sæti á síðasta ári. Á styrkleikalista evrópska skylmingasambandsins er Andri í 35. sæti.
Anna Edda var valin skylmingakona ársins í fjórða sinn. Hún varð Íslandsmeistari i kvennaflokki og fékk bronsverðlaun í keppni kvenna með höggsverði á Reykjavíkurleikunum í byrjun árs 2024.

Þá tók hún einnig þátt í sínu öðru heimsmeistaramóti þegar hún keppti fyrir Íslands hönd í skylmingum með höggsverði á HM í Sádi-Arabíu.
„Hún er án efa ein efnilegasta skylmingakona Íslands og hefur mikla möguleika í að ná langt í framtíðinni,“ segir Nikolay Ivanov Mateev, forseti Skylmingasambands Íslands.