Lífið

Marg­menni í Blá­fjöllum

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm

Fjölmargir skelltu á skíði í Bláfjöllum í dag enda bjart og heiðskírt þó kalt hafi verið í fjallinu. Tökumaður Stöðvar 2 myndaði stemninguna. 

Brekkurnar voru opnaðar klukkan tíu í morgun og var röð í lyfturnar og örtröð á bílastæðinu þegar Stefán Jón Ingvarsson, myndatökumaður, gerði sér ferð austur. Nýr snjór var yfir öllum brekkum og þrjár gönguleiðir opnar. 

Á Facebook síðu Bláfjalla segir að rúmlega 3200 manns hafi mætt í fjallið í dag. 

Stefnt er á að hafa skíðasvæðið opið um helgina og næstu daga að gamlársdegi utantöldum. Opnanir eru þó háðar aðstæðum hverju sinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.