Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 4. janúar 2025 10:01 Lífið færir okkur alls kyns áskoranir og í Áskorun á Vísi, deilir fólk með okkur einlægum en oft átakanlegum sögum um lífsins verkefni og miðla til okkar góðum ráðum um leið. Í dag rifjum við upp helstu viðtöl ársins í fyrra. Vísir/Vilhelm, neðri mynd tv. Einar Þær eru margvíslegar áskoranirnar sem fólk þarf að takast á við í lífinu. Því lífsins verkefni eru alls konar. Í Áskorun á Vísi ræðum við reglulega við fólk sem er tilbúið til að miðla af reynslu sinni. Deila erfiðum lífsreynslusögum en leggja öðru fólki lið með því að gefa góð ráð: Hvað hjálpaði mest? Hvað getur nýst okkur til að horfa fram á veginn? Þessi viðtöl eru einlæg, persónuleg og oft átakanlegar. Saga Boggu á Olís á Akureyri var í senn erfið en falleg. Dugnaðarforkur sem er engri lík. Óttinn við að deyja; að vera ungur og framsækinn atvinnurekandi með meiru, jafnvel smá vinnualki en lenda í veikindum sem umturna lífinu alveg: Saga Sindra í Tix er mjög skemmtileg saga en vonandi öðrum víti til varnaðar því Sindri var aðeins 43 ára þegar hann veiktist alvarlega og varð óvinnufær um tíma. Helena Jónsdóttir sálfræðingur og eigandi Mental ráðgjafar deildi með okkur sinni lífssögu; ótrúlega spennandi en átakanleg í senn. Helena hefur valið að lifa öðruvísi lífi. En skilur annað fólk það? Síðastliðið vor heyrðum við um krabbamein sem einfaldlega týndist hjá strætóbílstjóranum og mótorhjólakappanum Sigurvini Sæmundssyni. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri lýsti því fyrir okkur hvernig það er að lifa með krabbameini. Enda sífellt fleiri sem við heyrum af, sem þurfa að aðlaga sig slíku lífi. Á mæðradaginn fengum við að heyra af áralangri neyslusögu konu sem með eiturlyfjafíkn og spilafíkn missti allt frá sér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en endaði þó með að mennta sig, starfar í góðu starfi sem bókari og lét meira að segja draum rætast og flutti til Danmerkur. Jokka G. Birnudóttir sætti misnotkun af verstu gerð sem barn en miðlar nú af reynslu sinni til annarra þolenda. Því oft er best að tala við annað fólk sem hefur lent í sömu áföllum. Anna Marta Ásgeirsdóttir sagði okkur frá gallstasa á meðgöngu sem fáir þekkja en getur haft alvarlegar afleiðingar. Eins og reyndist í hennar tilfelli. Fyrr á árinu fengum við að innsýn í það hvernig upplifun það er að flýja stríð; Saga Yuliu Zhatkina segir frá ungri konu á framabraut í Úkraínu sem endaði óvænt á Blönduósi en fann síðan ástina í Reykjavík og stofnaði fyrirtæki á Íslandi. Um jólin deildi Karitas Nína Viðarsdóttir flóttakona frá Grindavík með okkur dagbókarfærslunum sínum, sem ekki aðeins verða að teljast sögulega verðmætar heimilidir heldur gefa okkur innsýn í það hvernig það er fyrir fólk á Íslandi að þurfa að flýja heimilin sín vegna náttúruhamfara. Geðheilbrigði Tengdar fréttir Áskorun '23: „Ég var búin að lifa það versta“ Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs. 10. janúar 2024 07:01 Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01 Óhamingjusamt hjónaband: Að hanga saman fyrir börnin Við þekkjum öll þessar sögur: Að foreldrar haldi hjónabandi gangandi „fyrir“ börnin. Óhamingjan samt einkennandi, jafnvel búin að vara í mörg ár. 15. apríl 2024 07:02 Sjö hættulegar gryfjur fyrir hjón og pör að falla í Ætli það komi ekki upp mismunandi atriði í huga fólks þegar það hugsar um hverjar séu algengustu gryfjurnar fyrir pör að falla í. Með þeim afleiðingum að sambandið liðast í sundur. 25. apríl 2024 07:00 Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ „Ég sótti um starfið en fæ það örugglega ekki.“ „Ég ákvað að slá til en veit auðvitað að það er vonlaust.“ „Ég get þetta pottþétt ekki.“ 8. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Í Áskorun á Vísi ræðum við reglulega við fólk sem er tilbúið til að miðla af reynslu sinni. Deila erfiðum lífsreynslusögum en leggja öðru fólki lið með því að gefa góð ráð: Hvað hjálpaði mest? Hvað getur nýst okkur til að horfa fram á veginn? Þessi viðtöl eru einlæg, persónuleg og oft átakanlegar. Saga Boggu á Olís á Akureyri var í senn erfið en falleg. Dugnaðarforkur sem er engri lík. Óttinn við að deyja; að vera ungur og framsækinn atvinnurekandi með meiru, jafnvel smá vinnualki en lenda í veikindum sem umturna lífinu alveg: Saga Sindra í Tix er mjög skemmtileg saga en vonandi öðrum víti til varnaðar því Sindri var aðeins 43 ára þegar hann veiktist alvarlega og varð óvinnufær um tíma. Helena Jónsdóttir sálfræðingur og eigandi Mental ráðgjafar deildi með okkur sinni lífssögu; ótrúlega spennandi en átakanleg í senn. Helena hefur valið að lifa öðruvísi lífi. En skilur annað fólk það? Síðastliðið vor heyrðum við um krabbamein sem einfaldlega týndist hjá strætóbílstjóranum og mótorhjólakappanum Sigurvini Sæmundssyni. Dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, íþróttagarpur, sauðfjárbóndi og skólastjóri lýsti því fyrir okkur hvernig það er að lifa með krabbameini. Enda sífellt fleiri sem við heyrum af, sem þurfa að aðlaga sig slíku lífi. Á mæðradaginn fengum við að heyra af áralangri neyslusögu konu sem með eiturlyfjafíkn og spilafíkn missti allt frá sér oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en endaði þó með að mennta sig, starfar í góðu starfi sem bókari og lét meira að segja draum rætast og flutti til Danmerkur. Jokka G. Birnudóttir sætti misnotkun af verstu gerð sem barn en miðlar nú af reynslu sinni til annarra þolenda. Því oft er best að tala við annað fólk sem hefur lent í sömu áföllum. Anna Marta Ásgeirsdóttir sagði okkur frá gallstasa á meðgöngu sem fáir þekkja en getur haft alvarlegar afleiðingar. Eins og reyndist í hennar tilfelli. Fyrr á árinu fengum við að innsýn í það hvernig upplifun það er að flýja stríð; Saga Yuliu Zhatkina segir frá ungri konu á framabraut í Úkraínu sem endaði óvænt á Blönduósi en fann síðan ástina í Reykjavík og stofnaði fyrirtæki á Íslandi. Um jólin deildi Karitas Nína Viðarsdóttir flóttakona frá Grindavík með okkur dagbókarfærslunum sínum, sem ekki aðeins verða að teljast sögulega verðmætar heimilidir heldur gefa okkur innsýn í það hvernig það er fyrir fólk á Íslandi að þurfa að flýja heimilin sín vegna náttúruhamfara.
Geðheilbrigði Tengdar fréttir Áskorun '23: „Ég var búin að lifa það versta“ Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs. 10. janúar 2024 07:01 Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01 Óhamingjusamt hjónaband: Að hanga saman fyrir börnin Við þekkjum öll þessar sögur: Að foreldrar haldi hjónabandi gangandi „fyrir“ börnin. Óhamingjan samt einkennandi, jafnvel búin að vara í mörg ár. 15. apríl 2024 07:02 Sjö hættulegar gryfjur fyrir hjón og pör að falla í Ætli það komi ekki upp mismunandi atriði í huga fólks þegar það hugsar um hverjar séu algengustu gryfjurnar fyrir pör að falla í. Með þeim afleiðingum að sambandið liðast í sundur. 25. apríl 2024 07:00 Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ „Ég sótti um starfið en fæ það örugglega ekki.“ „Ég ákvað að slá til en veit auðvitað að það er vonlaust.“ „Ég get þetta pottþétt ekki.“ 8. ágúst 2024 07:00 Mest lesið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Lífið samstarf Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Fleiri fréttir Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Áskorun '23: „Ég var búin að lifa það versta“ Það sem einkennir viðmælendur Áskorunar er styrkleiki. Enda fólk sem hefur farið í gegnum margt og er tilbúið til þess að miðla af reynslu sinni, öðrum til góðs. 10. janúar 2024 07:01
Fullorðin og feimin: Átta góð ráð Það er svo ömurlegt að upplifa sig einu manneskjuna í hópi sem þorir varla að segja eitt orð upphátt af feimni. Sérstaklega þegar svo virðist sem allir aðrir eigi svo auðvelt með þetta: Hlæja, tala saman. Spjalla í rólegheitunum. 8. apríl 2024 07:01
Óhamingjusamt hjónaband: Að hanga saman fyrir börnin Við þekkjum öll þessar sögur: Að foreldrar haldi hjónabandi gangandi „fyrir“ börnin. Óhamingjan samt einkennandi, jafnvel búin að vara í mörg ár. 15. apríl 2024 07:02
Sjö hættulegar gryfjur fyrir hjón og pör að falla í Ætli það komi ekki upp mismunandi atriði í huga fólks þegar það hugsar um hverjar séu algengustu gryfjurnar fyrir pör að falla í. Með þeim afleiðingum að sambandið liðast í sundur. 25. apríl 2024 07:00
Sjálfið okkar: „Mér tekst þetta örugglega ekki“ „Ég sótti um starfið en fæ það örugglega ekki.“ „Ég ákvað að slá til en veit auðvitað að það er vonlaust.“ „Ég get þetta pottþétt ekki.“ 8. ágúst 2024 07:00