Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Ágúst Orri Arnarson skrifar 1. janúar 2025 08:00 Gabriela Dabrowski dreifði bleikum boltum til áhorfenda áður en greindi frá brjóstakrabbameininu. Clive Brunskill/Getty Images Gabriela Dabrowski vann til verðlauna á Ólympíuleikunum og þrjú risamót í tvíliðaleik. Hún endaði árið á gullmedalíu á WTA lokamótinu og greindi svo frá því að hún hefði glímt við brjóstakrabbamein allt keppnistímabilið 2024. „Ég veit að þetta mun vera sjokk fyrir marga, en ég er í lagi og mun verða í lagi,“ skrifaði Gabriela í Instagram færslu þar sem hún sagði frá krabbameininu. View this post on Instagram A post shared by Gaby Dabrowski (@gabydabrowski) Hún fann hnúð í vinstra brjósti vorið 2023, en var ráðlagt af lækni að hafa ekki áhyggjur. Það var ekki fyrr en tæpu ári síðar sem læknir á vegum tennissambands kvenna (WTA) ráðlagði henni að fara í myndatöku. Þar fannst krabbamein og hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, en aldrei tekið sér frí frá tennisvellinum. Hún ákvað að gangast ekki undir fleiri aðgerðir þrátt fyrir ráðleggir lækna, svo hún gæti spilað á Wimbledon og Ólympíuleikunum í sumar. Á ÓL keppti hún fyrir Kanada og vann silfur í tvíliðaleik kvenna ásamt Erin Routliffe og brons í blönduðum flokki ásamt Felix Auger Aliassime. Felix og Gabriela á Ólympíuleikunum í París í sumar.Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images Undir lok árs stóð hún uppi sem sigurvegari á WTA lokamótinu í Sádi-Arabíu. Meðan mótinu stóð, áður en hún tilkynnti um krabbameinið, dreifði hún bleikum tennisboltum til áhorfenda til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. „Ef þú tókst eftir því að ég brosti meira en vanalega síðustu sex mánuði, þá var það ekta bros. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Þó ég hafi unnið markvisst að því síðustu ár að bæta viðhorfið inni á vellinum var það ekki fyrr en ég greindist með krabbamein sem ég gerði raunverulegar breytingar. Þegar ég sá fram á að tapa öllu sem ég hafði lagt svo hart að mér til fá, það var ekki fyrr en þá að ég fór að meta það sem ég átti.“ „Við krabbamein segi ég: Fokkaðu þér, en líka, takk“ skrifaði Gabriela að lokum. Tennis Ólympíuleikar Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Sjá meira
„Ég veit að þetta mun vera sjokk fyrir marga, en ég er í lagi og mun verða í lagi,“ skrifaði Gabriela í Instagram færslu þar sem hún sagði frá krabbameininu. View this post on Instagram A post shared by Gaby Dabrowski (@gabydabrowski) Hún fann hnúð í vinstra brjósti vorið 2023, en var ráðlagt af lækni að hafa ekki áhyggjur. Það var ekki fyrr en tæpu ári síðar sem læknir á vegum tennissambands kvenna (WTA) ráðlagði henni að fara í myndatöku. Þar fannst krabbamein og hún hefur síðan gengist undir tvær aðgerðir, en aldrei tekið sér frí frá tennisvellinum. Hún ákvað að gangast ekki undir fleiri aðgerðir þrátt fyrir ráðleggir lækna, svo hún gæti spilað á Wimbledon og Ólympíuleikunum í sumar. Á ÓL keppti hún fyrir Kanada og vann silfur í tvíliðaleik kvenna ásamt Erin Routliffe og brons í blönduðum flokki ásamt Felix Auger Aliassime. Felix og Gabriela á Ólympíuleikunum í París í sumar.Daniela Porcelli/Eurasia Sport Images/Getty Images Undir lok árs stóð hún uppi sem sigurvegari á WTA lokamótinu í Sádi-Arabíu. Meðan mótinu stóð, áður en hún tilkynnti um krabbameinið, dreifði hún bleikum tennisboltum til áhorfenda til að vekja athygli á brjóstakrabbameini. „Ef þú tókst eftir því að ég brosti meira en vanalega síðustu sex mánuði, þá var það ekta bros. Það hefur ekki alltaf verið þannig. Þó ég hafi unnið markvisst að því síðustu ár að bæta viðhorfið inni á vellinum var það ekki fyrr en ég greindist með krabbamein sem ég gerði raunverulegar breytingar. Þegar ég sá fram á að tapa öllu sem ég hafði lagt svo hart að mér til fá, það var ekki fyrr en þá að ég fór að meta það sem ég átti.“ „Við krabbamein segi ég: Fokkaðu þér, en líka, takk“ skrifaði Gabriela að lokum.
Tennis Ólympíuleikar Mest lesið „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters Golf VAR í Bestu deildina? Íslenski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Enski boltinn Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Fótbolti Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Golf Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Handbolti Fleiri fréttir VAR í Bestu deildina? Átti bestu byrjun á hring í sögu Masters „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Þórir Jóhann lagði upp í tapi Lecce gegn Juventus Börsungar sluppu með sigur eftir sjálfsmark Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Kristian lagði upp og Nökkvi snöggur að skora Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Skoraði sitt fyrsta mark til að tryggja stig gegn Bayern Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Ari og Arnór mættust á miðjunni Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Svaraði fyrir erfiðan landsleik og lagði upp mark í sætum sigri Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Adam Ægir á heimleið Mikael lagði upp sigurmark Venezia Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Landsliðsfyrirliðinn kom inn á í erfiðri stöðu Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Þremur mínútum frá mikilvægum sigri Sló kúluna í rassinn á starfsmanni Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn McIlroy stoltur af sjálfum sér Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Körfubolti