Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2025 07:31 Bjarki Már Elísson og Ómar Ingi Magnússon fagna góðum sigri íslenska handboltalandsliðsins sem hefur verið fastagestur á stórmótum undanfarin ár. HSÍ hefur notið góðs að því þegar kemur að styrkjum úr Afrekssjóði ÍSÍ. HSÍ Handknattleiksamband Íslands er áfram það sérsamband sem fær langmestu úthlutað úr Afrekssjóði Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands. Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2025, en úthlutun nemur alls 519,4 milljónum króna. Sagt er frá úthlutuninni í ár á heimasíðu sambandsins. Knattspyrnusamband Íslands er eina sambandið, af þeim sem sóttu um í ár, sem fær ekki krónu úthlutað en rökin eru sterk fjárhagsstaða sambandsins miðað við önnur sambönd. KSÍ gæti þó fengið styrk á endanum þökk sé nýjum samningi við ríkið um stærri styrk. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 milljónir króna vegna verkefna ársins 2025, en framlagið hefur verið óbreytt frá árinu 2019. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Von á viðbót í byrjun árs ÍSÍ skrifaði í nóvember undir samning við mennta- og barnamálaráðuneytið þar sem fram kemur að framlag ráðuneytisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá fyrra ári vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksmála sem byggir á áherslum í skýrslu starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. „Eru væntingar til þess að þetta nýja fjármagn verði fyrsta skrefið í að styrkja verulega umhverfi afreksíþróttastarfs á Íslandi. Verið er að vinna í skiptingu þessa nýja fjármagns miðað við þær áherslur sem koma fram í skýrslu starfshópsins og munu tillögur að skiptingu þess liggja fyrir snemma á nýju ári og stefnt að úthlutun viðbótarstuðnings til sérsambanda ÍSÍ strax í byrjun árs,“ segir í fréttinni á heimsíðu ÍSÍ. Alls sendu 33 sérsambönd umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. 32 sérsambönd hljóta styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ við þessa úthlutun fyrir árið 2025.' Aðeins fimmtán prósent af kostnaði Heildarkostnaður afreksstarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2025 er áætlaður um 3,4 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins um fimmtán prósent af áætluðum heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um. Við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2025 var í annað sinn unnið eftir þeirri reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ sem samþykkt var í nóvember 2023 þar sem sérsamböndum er skipt í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Við ákvörðun á styrkupphæðum til sérsambanda er horft til flokkunar þeirra í afreksflokka. Hljóta þau styrki vegna ákveðinna áhersluþátta eftir því hvaða flokki og þrepi þau tilheyra. Þannig hljóta sérsambönd styrk eftir fjölda stöðugilda í afreksstarfi, þátttöku og árangri fullorðinna og ungmenna í stórmótum, vegna hæfileikamótunar, heilbrigðisteymis og menntunar þjálfara og dómara. Að auki eru sérsamböndin styrkt vegna mögulegrar þátttöku á Ólympíuleikum og vegna framúrskarandi einstaklinga. Til viðbótar eru svo Afrekssérsambönd styrkt um hluta af ferðakostnaði þeirra í mót og keppnir þar sem styrkfjárhæð fer eftir stærð móta. Dómarar og þjálfarar með á ný Helstu breytingar á milli ára eru þær að við úthlutun vegna ársins 2025 er menntun dómara og þjálfara sérstaklega styrkt á ný en sérstakir styrkir vegna þessara afreksþátta höfðu verið veittir fram til ársins 2023 en felldir út árið 2024. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) sendi inn umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2025. Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku. KSÍ á enn von um að fá styrk Hvað varðar úthlutun á því fjármagni sem enn á eftir að úthluta vegna ársins 2025 og byggir á nýjum áherslum í afreksstarfi, samkvæmt skýrslu fyrrnefnds starfshóps, er horft til þessu að KSÍ muni njóta stuðnings. Enn á þó eftir að útfæra frekari styrkveitingar vegna ársins. Hér má sjá allan lista yfir styrk til ákveðinna íþróttasambanda. Samböndin sem fá hæstan styrk í ár: 1. Handknattleikssamband Íslands 72.542.905 2. Fimleikasamband Íslands 46.358.660 3. Skíðasamband Íslands 44.485.120 4. Körfuknattleikssamband Íslands 39.198.044 5. Golfsamband Íslands 34.690.423 6. Sundsamband Íslands 33.505.037 7. Frjálsíþróttasamband Íslands 33.065.133 8. Kraftlyftingasamband Íslands 24.786.230 9. Íþróttasamband fatlaðra 24.344.066 10. Lyftingasamband Íslands 16.968.633 ÍSÍ Tengdar fréttir Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands samþykkti fyrr í desember tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka. 30. desember 2024 15:17 KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. 28. september 2024 23:16 Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. 30. apríl 2024 16:31 HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. 6. febrúar 2024 13:16 HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. 26. janúar 2023 18:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Sjá meira
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um úthlutun úr sjóðnum fyrir árið 2025, en úthlutun nemur alls 519,4 milljónum króna. Sagt er frá úthlutuninni í ár á heimasíðu sambandsins. Knattspyrnusamband Íslands er eina sambandið, af þeim sem sóttu um í ár, sem fær ekki krónu úthlutað en rökin eru sterk fjárhagsstaða sambandsins miðað við önnur sambönd. KSÍ gæti þó fengið styrk á endanum þökk sé nýjum samningi við ríkið um stærri styrk. Framlag ríkisins til Afrekssjóðs ÍSÍ er 392 milljónir króna vegna verkefna ársins 2025, en framlagið hefur verið óbreytt frá árinu 2019. Afrekssjóður ÍSÍ er annars fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá samkvæmt ákvörðun Íþróttaþings ÍSÍ. Von á viðbót í byrjun árs ÍSÍ skrifaði í nóvember undir samning við mennta- og barnamálaráðuneytið þar sem fram kemur að framlag ráðuneytisins til ÍSÍ hækkar um 637 milljónir króna árið 2025 frá fyrra ári vegna innleiðingar á nýju fyrirkomulagi afreksmála sem byggir á áherslum í skýrslu starfshóps um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. „Eru væntingar til þess að þetta nýja fjármagn verði fyrsta skrefið í að styrkja verulega umhverfi afreksíþróttastarfs á Íslandi. Verið er að vinna í skiptingu þessa nýja fjármagns miðað við þær áherslur sem koma fram í skýrslu starfshópsins og munu tillögur að skiptingu þess liggja fyrir snemma á nýju ári og stefnt að úthlutun viðbótarstuðnings til sérsambanda ÍSÍ strax í byrjun árs,“ segir í fréttinni á heimsíðu ÍSÍ. Alls sendu 33 sérsambönd umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. 32 sérsambönd hljóta styrk úr Afrekssjóði ÍSÍ við þessa úthlutun fyrir árið 2025.' Aðeins fimmtán prósent af kostnaði Heildarkostnaður afreksstarfs hjá þeim sérsamböndum sem sóttu um til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna ársins 2025 er áætlaður um 3,4 milljarðar króna og er stuðningur sjóðsins um fimmtán prósent af áætluðum heildarkostnaði afreksstarfs þeirra sérsambanda sem sóttu um. Við úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ vegna ársins 2025 var í annað sinn unnið eftir þeirri reglugerð um Afrekssjóð ÍSÍ sem samþykkt var í nóvember 2023 þar sem sérsamböndum er skipt í tvo afreksflokka, Afrekssérsambönd og Verkefnasérsambönd. Við ákvörðun á styrkupphæðum til sérsambanda er horft til flokkunar þeirra í afreksflokka. Hljóta þau styrki vegna ákveðinna áhersluþátta eftir því hvaða flokki og þrepi þau tilheyra. Þannig hljóta sérsambönd styrk eftir fjölda stöðugilda í afreksstarfi, þátttöku og árangri fullorðinna og ungmenna í stórmótum, vegna hæfileikamótunar, heilbrigðisteymis og menntunar þjálfara og dómara. Að auki eru sérsamböndin styrkt vegna mögulegrar þátttöku á Ólympíuleikum og vegna framúrskarandi einstaklinga. Til viðbótar eru svo Afrekssérsambönd styrkt um hluta af ferðakostnaði þeirra í mót og keppnir þar sem styrkfjárhæð fer eftir stærð móta. Dómarar og þjálfarar með á ný Helstu breytingar á milli ára eru þær að við úthlutun vegna ársins 2025 er menntun dómara og þjálfara sérstaklega styrkt á ný en sérstakir styrkir vegna þessara afreksþátta höfðu verið veittir fram til ársins 2023 en felldir út árið 2024. Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) sendi inn umsókn til Afrekssjóðs ÍSÍ vegna verkefna ársins 2025. Þrátt fyrir að KSÍ sé flokkað sem afrekssérsamband ÍSÍ og fer þar fremst í flokki á mörgum sviðum fær sambandið ekki styrk við þessa úthlutun. Er þar, líkt og síðustu ár, horft til fjárhagslegrar stöðu sérsambandsins og vísað til heimilda sem eru í reglugerð sjóðsins varðandi slíka ákvörðunartöku. KSÍ á enn von um að fá styrk Hvað varðar úthlutun á því fjármagni sem enn á eftir að úthluta vegna ársins 2025 og byggir á nýjum áherslum í afreksstarfi, samkvæmt skýrslu fyrrnefnds starfshóps, er horft til þessu að KSÍ muni njóta stuðnings. Enn á þó eftir að útfæra frekari styrkveitingar vegna ársins. Hér má sjá allan lista yfir styrk til ákveðinna íþróttasambanda. Samböndin sem fá hæstan styrk í ár: 1. Handknattleikssamband Íslands 72.542.905 2. Fimleikasamband Íslands 46.358.660 3. Skíðasamband Íslands 44.485.120 4. Körfuknattleikssamband Íslands 39.198.044 5. Golfsamband Íslands 34.690.423 6. Sundsamband Íslands 33.505.037 7. Frjálsíþróttasamband Íslands 33.065.133 8. Kraftlyftingasamband Íslands 24.786.230 9. Íþróttasamband fatlaðra 24.344.066 10. Lyftingasamband Íslands 16.968.633
Samböndin sem fá hæstan styrk í ár: 1. Handknattleikssamband Íslands 72.542.905 2. Fimleikasamband Íslands 46.358.660 3. Skíðasamband Íslands 44.485.120 4. Körfuknattleikssamband Íslands 39.198.044 5. Golfsamband Íslands 34.690.423 6. Sundsamband Íslands 33.505.037 7. Frjálsíþróttasamband Íslands 33.065.133 8. Kraftlyftingasamband Íslands 24.786.230 9. Íþróttasamband fatlaðra 24.344.066 10. Lyftingasamband Íslands 16.968.633
ÍSÍ Tengdar fréttir Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands samþykkti fyrr í desember tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka. 30. desember 2024 15:17 KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. 28. september 2024 23:16 Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. 30. apríl 2024 16:31 HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. 6. febrúar 2024 13:16 HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. 26. janúar 2023 18:00 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Enski boltinn Meistararnir unnu annan leikinn í röð Enski boltinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Enski boltinn Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Enski boltinn Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Handbolti Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Fleiri fréttir Díana Dögg öflug í sigri Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Við eigum okkur allir drauma“ KA fær lykilmann úr Eyjum „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Ólafur Guðmundsson til Noregs Sjá meira
Júdó og karate ekki lengur með afrekssérsambönd að mati ÍSÍ Framkvæmdastjórn Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands samþykkti fyrr í desember tillögu stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka. 30. desember 2024 15:17
KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. 28. september 2024 23:16
Leggja til að stofna launasjóð afreksíþróttafólks á Íslandi Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, kynnti í dag niðurstöður úr starfshópi sínum um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks hér á landi. Þar má finna nýja framtíðarsýn á afreksíþróttastarfið á Íslandi. 30. apríl 2024 16:31
HSÍ fær 35 milljónum meira en næsta samband Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands hefur samþykkt tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ að úthlutun Afrekssjóðs ÍSÍ fyrir árið 2024 en styrkveitingar ÍSÍ til sambandsaðila nema alls rúmlega 512 milljónum króna. 6. febrúar 2024 13:16
HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. 26. janúar 2023 18:00