Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. janúar 2025 19:31 Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar lumar á á ýmsum góðum ráðum. Vísir/Vilhelm Of margir ruglast á áramótaheitum og markmiðum. Margir setja sér ekki nægilega sértæk markmið um áramótin, sem eru ekki heldur endilega besti tíminn fyrir slíkt þrátt fyrir allt. Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“ Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira
Þetta segir Ingrid Kuhlman framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar sem ræddi áramótaheitin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ingrid segir eðlilegt að flestir horfi til þess að gera upp gamla árið og líti til þess hvað það langi að gera öðruvísi á nýju ári. Mikilvægt sé þó að vera raunverulega tilbúinn í breytingar. Sértæk markmið skila árangri „Við megum heldur ekki rugla saman áramótaheitum og markmiðum af því að áramótaheit eru oft rosalega almenn og óljós. „Ég ætla að hreyfa mig meira“ og „ég ætla að vera betri manneskja eða kærleiksríkara foreldri,“ eða eitthvað slíkt. Það er ekki markmið það er ásetningur. Ingrid segir marga rugla þessu saman. Markmið séu sértækari. Í stað þess að heita því að hreyfa sig meira eigi að setja sér til dæmis það markmið að fara í ræktina þrisvar í viku. Hún segir það vera markmið, það sé hægt að mæla. Svo þurfi líka að huga að tilgangi markmiðanna. „Hver er tilganurinn? Ekki bara að setja sér markmið, eins og maður segir á þessum tíma ársins, þá flykkjast allir í ræktina, kaupa sér árskort. Það er kannski vegna þess að það er verið að auglýsa þetta en ekki endilega það sem mig langar að gera. Kannski er betra fyrir mig að fá mér hund, fara út í náttúruna og í göngutúr á hverjum degi. Maður þarf svolítið að hugsa: Af hverju er ég að gera þetta? Hefur þetta gildi fyrir mig?“ Óljósu markmiðin og of mörg markmið Ingrid segir algengustu mistökin sem fólk geri sé að setja sér óljós markmið sem ekki sé hægt að mæla. Svo geri margir þau mistök að setja sér of mörg markmið. „Ég ætla að hætta að drekka, hætta að reykja, byrja í ræktinni, líka að fara í nám. Það er of mikið, því markmiðasetning innifelur breytingu. Við þurfum að fórna einhverju, við þurfum að leggja eitthvað á okkur til að ná markmiði þannig það er fínt að taka bara eitt markmið fyrir í einu, ná því og setja sér síðan næsta markmið.“ Ingrid segir ýmsar leiðir til í myndinni. Sumir setji sér markmið eftir ársfjórðungum. Ein leið sé svo að minnka stóru markmiðin, gera minna í einu. „Við skrifum ekki bók í einu lagi. Við skrifum einn kafla eða eina blaðsíðu. Þannig það er líka hægt að taka stórt markmið og skipta því þá niður í minni einingar, viðráðanlegri einingar. Þannig að þá verður þetta stóra fjall sem er óviðráðanlegt allt í einu að góðu markmiði, af því að ég ætla að gera eitthvað lítið á hverjum degi eða hverri viku eða hverjum mánuði.“
Tímamót Heilsa Áramót Bítið Mest lesið „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Lífið „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Lífið „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ Lífið „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ Lífið Slasaðist við tökur í Bretlandi Lífið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Lífið Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Lífið Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Menning Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Lífið Fleiri fréttir Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Í beinni með Tom Holland í nokkrar góðar sekúndur Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Sjá meira