„Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Andri Már Eggertsson skrifar 2. janúar 2025 22:24 Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir tap kvöldsins Vísir/Anton Brink Keflavík tapaði gegn Álftanesi á heimavelli 87-89 í spennandi leik. Pétur Ingvarsson, þjálfari Keflavíkur, var svekktur eftir leik. „Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum. Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
„Það var súrt að tapa þessu í lokin en við vorum sjálfum okkur verstir. Við fengum á okkur mikið af sóknarfráköstum, töpuðum boltanum mikið og við þurfum að skora meira en 87 stig ef við ætlum að vinna körfuboltaleiki,“ sagði Pétur Ingvarsson ósáttur með margt í spilamennsku Keflavíkur. Staðan var jöfn í hálfleik en Álftanes byrjaði síðari hálfleik á að gera fyrstu sautján stigin sem gerði Keflavík mjög erfitt fyrir. „Þeir gerðu sautján stig í röð og við áttum lítil svör. Það var grunnurinn að þessum sigri hjá þeim og þeir settu stór skot þegar við vorum að nálgast þetta. Þó það hafi munað litlu að við hefðum jafnað undir lokin þá töpuðum við of mörgum boltum og fengum á okkur of mikið af sóknarfráköstum.“ „Jarell fékk tvær ódýrar villur og við þurftum að taka hann út af því hann var kominn með fjórar villur sem riðlaði okkar leik. Það fór svolítið með þetta en þeir spiluðu líka flotta vörn og voru góðir. “ Leikurinn var æsispennandi undir lokin og Keflavík átti möguleika á að jafna eða komast yfir en að mati Péturs tapaðist leikurinn ekki þar. „Það var margt í þessu sem hefði getað farið öðruvísi og þá hefðum við unnið en það gerðist ekki. Þeir unnu þetta, stóðu sig vel og þetta var góður sigur hjá þeim. Þeir voru búnir að bíða lengi eftir þessu og Álftanes hefur aldrei unnið Keflavík í Keflavík. Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045 það er ágætt,“ sagði Pétur Ingvarsson að lokum.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla Mest lesið Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Enski boltinn Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Körfubolti Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfubolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Enski boltinn Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fleiri fréttir Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah með skot á Carragher á samfélagsmiðlum Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Græddi fjögur hundruð milljónir með því að grípa bolta í blálokin Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu Tik Tok stjarna ÓL í París rústaði áhorfendametinu Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Eftirmaður Belichicks rekinn eftir aðeins eitt tímabil Annað enskt barn heimsmeistari Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Hlín endursamdi við Kristianstad Broncos slátraði meisturunum og komst áfram Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira