Ef Instagram færslurnar birtast ekki er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni.
Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson sendir fylgjendum sínum kærleikskveðju.
Stórstjarnan Lafey Lín flaug til Íslands frá Bandaríkjunum til að fagna nýja árinu með fjölskyldu sinni.
Poppkongurinn Páll Óskar Hjálmtýsson kveðst aldrei hafa verið hamingjusamari.
Hildur Sif Hauksdóttir áhrifavaldur tók á móti nýja árinu í faðmi kærastans Páls Orra Pálssonar.
Sunneva Einars áhrifavaldur og raunveruleikastjarna kvaddi gamla árið með mágkonu sinni, Helgu Bjarnadóttur.
Hlaupakonan Mari Järsk og kærasti hennar, Njörður Lúðvígsson kvöddu gamla árið með bros á vör.
Helgi Ómarsson, áhrifavaldur og ljósmyndari, og Pétur Björgvin Sveinsson markaðssérfræðingur tóku á móti nýja árinu á nýju heimili. en parið festi kaup á fallegri íbúð við Sólvallargötu í gamla vesturbænum í Reykjavík síðastliðið vor.
Listakonan Elín Sif Hall kveðst þákklát fyrir árið sem leið.
„Ég væri ekki listamaður án þeirra sem þiggja afurðina - úr mér streymir bara þakklæti,“ segir meðal annars í færslu Elínar.
Áhrifavaldurinn og athafnakonan Elísabet Gunnars fór með fjölskyldunni til Madeira á Portúgal á milli jóla og nýárs til að fagna áramótunum.
Katrín Edda Þorsteinsdóttir, verkfræðingur og áhrifavaldur, fagnaði nýja árinu í Þýskalandi ásamt eiginmanni sínum og börnum.
Móeiður Lárusdóttir áhrifavaldur og Hörður Björgvin Magnússon knattspyrnumaður tóku á móti nýja árinu heima á Íslandi, en fjölskyldan er búsett á Grikklandi.
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal segir að nýja árið muni „reddast.“
Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, betur þekktur sem Gummi kíró, segir að liðið ár hafi verið frábært.
Hápunktur ársins hjá Evu Laufeyju Kjaran Hermannsdóttur, markaðs- og upplifunarstjóra Hagkaups og Haraldar Haraldssonar, deildarstjóra Icelandair Cargo, var koma þriðju dóttur þeirra, Margrét Maren, sem kom í heiminn í júní.
Camilla Rut Rúnarsdóttir áhrifavaldur fer með hálf fullt glas inn í nýja árið.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir segist alltaf hafa skemmt sér í vinnunni.
kærustuparið Heiður Ósk Eggertsdóttir og Davíð Rúnar njóta lífsins í Marokkó þessa dagana.
Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland og Eiður Birgisson fara ástfangin inn í nýja árið.