Lífið

KSI kýlir út í ís­lenska loftið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
KSI nýtur lífsins á klakanum.
KSI nýtur lífsins á klakanum. EPA-EFE/NEIL HALL

Breska samfélagsmiðlastjarnan og athafnamaðurinn KSI er staddur á Íslandi. Hann virðist njóta lífsins vel í íslenska loftinu á Reykjanesi.

Þetta má sjá á myndbandi sem kappinn birtir á TikTok. Þar má sjá hann í snjógalla merktum ferðaþjónustufyrirtækinu 4X4 Adventures Iceland sem sérhæfir sig í fjórhjólaferðum um Reykjanesið.

KSI, sem heitir réttu nafni Olajide Olayinka Williams Olatunji, gat sér frægðar á Youtube og var mikill vinur og síðar erkifjandi íslensku Youtube stjörnunnar Guðjóns Daníels 2013 til 2015. Þá heimsótti hann Guðjón til Íslands og því ljóst að þetta er ekki hans fyrsta Íslandsferð.

KSI er meðal þekktari Youtube stjarna í heimi en hann og kollegi hans og vinur Logan Paul mættust meðal annars í hnefaleikahringnum árið 2018. Þeir selja nú orkudrykkinn Prime saman sem selst hefur eins og heitar lummur í verslunum hér á landi.

@ksi

Shadow boxing in the snow

♬ Dirty - KSI

Tengdar fréttir

Aldrei séð annað eins ástand í Krónunni

Öngþveiti skapaðist í verslunum Krónunnar í dag þegar Prime vítamíns- og íþróttadrykkur var tekinn í sölu. Drykkurinn seldist hratt upp en hann er framleiddur af heimsfrægum áhrifavöldum og er hann að mestu auglýstur á samfélagsmiðlum og efnisveitum eins og TikTok, Instagram og Youtube og nýtur gífurlegra vinsælda meðal ungs fólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.