„En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. janúar 2025 10:00 Bjarni Benediktsson tók við sem formaður flokksins af Geir H. Haarde árið 2009. Vísir/Stefán Óhætt er að segja að kveðjum hafi rignt yfir Bjarna Benediktsson eftir að hann tilkynnti í gær að hann myndi ekki gefa kost á sér aftur sem formaður Sjálfstæðisflokksins og að hann hyggðist ekki taka sæti á þingi. Ýmsir fyrrverandi samherjar og andstæðingar hans hafa lagt orð í belg. Ljóst er að um söguleg tímamót er að ræða enda Bjarni verið formaður flokksins í fimmtán ár, frá árinu 2009. Bjarni hefur svo setið enn lengur sem þingmaður eða í tæplega 22 ár, frá árinu 2003. Meðal þeirra sem senda Bjarna kveðjur er fólk úr öllum áttum, fyrrverandi samherjar hans í pólitík en líka andstæðingar. Rifjar upp fyrsta framboðsfundinn „Innilegar þakkir fyrir að standa vaktina þennan langa tíma Bjarni,“ skrifar Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Hann rifjar upp að Bjarni hafi blásið til síns fyrsta framboðsfundar til formanns á Ísafirði. „Við höfum með einum eða öðrum hætti átt samleið allan tímann síðan á þínum fyrsta framboðsfundi til formanns á Ísafirði fyrir 15-16 árum. Þú hefur lagt mikið og gott framlag til stjórnmálanna og bættra kjara þjóðarinnar.“ Frétt Stöðvar 2 frá 29. mars árið 2009 þegar Bjarni Benediktsson tók við sem formaður. Þorsteinn Víglundsson forstjóri BM Vallá og fyrrverandi ráðherra Viðreisnar þakkar Bjarna sömuleiðis fyrir störf hans og það gerir Pawel Bartozsek þingmaður Viðreisnar sömuleiðis auk Árna Páls Árnasonar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Jón Ólafsson tónlistarmaður leggur jafnframt orð í belg og segir hlutskipti Bjarna ekki hafa verið öfundsvert. Feðginin Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dóttir hans Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi senda Bjarna líka kveðjur og þakkir. „Það eru fáir sem geta þolað það að standa í stafni stærsta stjórnmálaflokks landsins svona lengi. Það er til marks um ótrúlegan styrk. Takk fyrir kröftuga forystu. Hlakka til að fylgjast með góðum verkum framtíðarinnar.“ Önnur frétt Stöðvar 2 frá deginum Bjarni tók við sem formaður þann 29. mars árið 2009. Þá stingur Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, niður penna á bloggsíðu sinni í tilefni tímamótanna. „Stjórnmálaumræðurnar taka á sig annan svip á Íslandi vegna ákvörðunar Bjarna Benediktssonar. Hann hefur verið þungamiðja þessara umræðna um árabil. Til sögunnar hefur komið hópur undirmálsmanna sem þrífst á níði um hann. Sagan jarðar róginn en eftir stendur allt sem áunnist hefur á glæsilegum og mögnuðum stjórnmálaferli.“ Þá heyrist nokkuð í fólki vinstra megin á hinum pólitíska væng. „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson,“ segir Mörður Árnason. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður hefur gagnrýnt Bjarna harðlega í gegnum tíðina. Bjarni á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2022 þegar hann bar sigur úr býtum í formannskjöri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni.Vísir/Vilhelm „Það segir einhverja sögu um formannstíð Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðisflokknum að þau einu sem virðast sjá í alvöru eftir honum eru andstæðingar flokksins sem höfðu vonast til að hann færi enn neðar með flokkinn.“ Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, segir: „Tímabili sem kenna má við Bjarna og Katrínu er lokið, annað fólk mun móta stjórnmálin á næstu árum.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi í sama flokki, segir einfaldlega: „Bless, bless“. Lykilfólk í Sjálfstæðisflokknum og formannsefni eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig um tímamótin. Eru þau öll full af þakklætis og lýsa Bjarna sem einum mesta stjórnmálamanni síðari tíma á Íslandi. Sjá að neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. 6. janúar 2025 16:04 Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. 6. janúar 2025 15:35 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
Ljóst er að um söguleg tímamót er að ræða enda Bjarni verið formaður flokksins í fimmtán ár, frá árinu 2009. Bjarni hefur svo setið enn lengur sem þingmaður eða í tæplega 22 ár, frá árinu 2003. Meðal þeirra sem senda Bjarna kveðjur er fólk úr öllum áttum, fyrrverandi samherjar hans í pólitík en líka andstæðingar. Rifjar upp fyrsta framboðsfundinn „Innilegar þakkir fyrir að standa vaktina þennan langa tíma Bjarni,“ skrifar Halldór Halldórsson fyrrverandi bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Hann rifjar upp að Bjarni hafi blásið til síns fyrsta framboðsfundar til formanns á Ísafirði. „Við höfum með einum eða öðrum hætti átt samleið allan tímann síðan á þínum fyrsta framboðsfundi til formanns á Ísafirði fyrir 15-16 árum. Þú hefur lagt mikið og gott framlag til stjórnmálanna og bættra kjara þjóðarinnar.“ Frétt Stöðvar 2 frá 29. mars árið 2009 þegar Bjarni Benediktsson tók við sem formaður. Þorsteinn Víglundsson forstjóri BM Vallá og fyrrverandi ráðherra Viðreisnar þakkar Bjarna sömuleiðis fyrir störf hans og það gerir Pawel Bartozsek þingmaður Viðreisnar sömuleiðis auk Árna Páls Árnasonar fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Jón Ólafsson tónlistarmaður leggur jafnframt orð í belg og segir hlutskipti Bjarna ekki hafa verið öfundsvert. Feðginin Vilhjálmur Egilsson fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og dóttir hans Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi senda Bjarna líka kveðjur og þakkir. „Það eru fáir sem geta þolað það að standa í stafni stærsta stjórnmálaflokks landsins svona lengi. Það er til marks um ótrúlegan styrk. Takk fyrir kröftuga forystu. Hlakka til að fylgjast með góðum verkum framtíðarinnar.“ Önnur frétt Stöðvar 2 frá deginum Bjarni tók við sem formaður þann 29. mars árið 2009. Þá stingur Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, niður penna á bloggsíðu sinni í tilefni tímamótanna. „Stjórnmálaumræðurnar taka á sig annan svip á Íslandi vegna ákvörðunar Bjarna Benediktssonar. Hann hefur verið þungamiðja þessara umræðna um árabil. Til sögunnar hefur komið hópur undirmálsmanna sem þrífst á níði um hann. Sagan jarðar róginn en eftir stendur allt sem áunnist hefur á glæsilegum og mögnuðum stjórnmálaferli.“ Þá heyrist nokkuð í fólki vinstra megin á hinum pólitíska væng. „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson,“ segir Mörður Árnason. Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður hefur gagnrýnt Bjarna harðlega í gegnum tíðina. Bjarni á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins árið 2022 þegar hann bar sigur úr býtum í formannskjöri gegn Guðlaugi Þór Þórðarsyni.Vísir/Vilhelm „Það segir einhverja sögu um formannstíð Bjarna Benediktssonar í Sjálfstæðisflokknum að þau einu sem virðast sjá í alvöru eftir honum eru andstæðingar flokksins sem höfðu vonast til að hann færi enn neðar með flokkinn.“ Gunnar Smári Egilsson, framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins, segir: „Tímabili sem kenna má við Bjarna og Katrínu er lokið, annað fólk mun móta stjórnmálin á næstu árum.“ Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi í sama flokki, segir einfaldlega: „Bless, bless“. Lykilfólk í Sjálfstæðisflokknum og formannsefni eru meðal þeirra sem hafa tjáð sig um tímamótin. Eru þau öll full af þakklætis og lýsa Bjarna sem einum mesta stjórnmálamanni síðari tíma á Íslandi. Sjá að neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Tímamót Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. 6. janúar 2025 16:04 Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. 6. janúar 2025 15:35 Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Sjá meira
„Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að Bjarna Benediktssonar fráfarandi formanns flokksins verði minnst sem eins áhrifamesta stjórnmálaleiðtoga landsins. Hún verði honum ævinlega þakklát fyrir þau tækifæri sem hann hafi veitt henni. 6. janúar 2025 16:04
Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir tilkynningu Bjarna Benediktssonar hafa komið á óvart. Hann vill ekkert gefa upp um það hvort hann ætli að bjóða sig fram til formanns. Hann segist þó hugsa um það og að fólk hafi komið að máli við sig. Mikilvægast sé þó að Sjálfstæðismenn stilli saman sína strengi. 6. janúar 2025 15:35
Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, vill ekki ræða mögulegt formannsframboð sitt eftir að Bjarni Benediktsson tilkynnti að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér áfram í dag. Hún segir að dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna. 6. janúar 2025 14:40
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp