Norrie var í erfiðri stöðu gegn Facundo Díaz Acosta þegar hann kastaði spaðanum frá sér. Hann lenti á konu í stúkunni sem slapp þó ómeidd.
Cam Norrie forced this spectator to take evasive action after throwing his racquet into the stands at the Auckland Open. 😳 pic.twitter.com/F0CRaY73T7
— Eurosport (@eurosport) January 7, 2025
Norrie fékk viðvörun frá dómara leiksins en fékk að halda áfram að spila. Hann tapaði leiknum, 6-2 og 6-3.
„Ég ætlaði ekki að gera þetta en þetta var ekki gott og ég hef aldrei gert svona áður. Hún var hlæjandi og ég baðst bara afsökunar. Hún sagðist vera í góðu lagi,“ sagði Norrie.
„Þetta var ekkert stórmál. Ég ætlaði ekki að gera þetta og þetta var ekki í mínum anda. Ég var fljótur að biðjast afsökunar. Ég er ekki ánægður með hvernig ég hagaði mér.“
Hinn 29 ára Norrie hefur unnið fimm titla á ferlinum og komst í undanúrslit Wimbledon-mótsins fyrir þremur árum. Hann er í 49. sæti heimslistans.