Sport

Dag­skráin: Undan­úr­slit hjá Liverpool og Körfuboltakvöld kvenna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mohamed Salah fagnar marki á móti ottenham ásamt liðsfélögum sínum Luis Diaz og Dominik Szoboszlai.
Mohamed Salah fagnar marki á móti ottenham ásamt liðsfélögum sínum Luis Diaz og Dominik Szoboszlai. Getty/Harry Murphy

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á miðvikudögum.

Fyrri undanúrslitaleikurinn hjá Tottenham og Liverpool í enska deildabikarnum verður sýndur beint en þar er barist um sæti í fyrsta úrslitaleiknum í enska fótboltanum á leiktíðinni.

Kvennakarfan er kominn af stað eftir jólafrí og það er stutt á milli leikja. Fyrsta umferðin fór fram um síðustu helgi og í kvöld klárast önnur umferð eftir jólafrí.

Lokaleikur umferðarinnar er á milli sjóðheits Þórsliðs og Íslandsmeistara Keflavíkur. Hann er sýndur beint og svo verður umferðin gerð upp á eftir í Bónus Körfuboltakvöldi kvenna.

Það verður einnig sýnt frá Meistaradeildinni í snóker og NHL-deildinni í íshokkí.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Þór Ak. og Keflavíkur í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Klukkan 21.00 hefst þátturinn Bónus Körfuboltakvöld kvenna þar sem gerð verður upp þrettándu umferð Bónus deildar kvenna í körfubolta.

Vodafone Sport

Klukkan 11.00 hefst útsending frá Meistaradeildinni í snóker.

Klukkan 19.50 hefst útsending frá undanúrslitaleik Tottenham og Liverpool í enska deildabikarnum.

Klukkan 00.35 hefst útsending frá leik Washington Capitals og Vancouver Canucks í NHL-deildinni í íshokkí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×