Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. janúar 2025 20:03 Það er eðlilegt að sakna ástvinanna sem haldnir eru aftur út eftir jólafrí. Theodór Francis Birgisson klínískur félagsráðgjafi ráðleggur fólki að reyna að njóta núlíðandi stundar. Það sé eðlilegt að fyllast aðskilnaðarkvíða þegar ástvinir séu kvaddir eftir gott jólafrí. Sumir finni fyrir kvíðanum allan tímann á meðan ástvinurinn er á landinu. „Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“ Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira
„Söknuður er góð tilfinning því það þýðir bara að þú elskar. Það er það dýrmætasta sem við eigum þegar uppi er staðið og við getum ekki keypt það, við getum ekki leigt það, fengið það lánað. Við getum bara gefið það og þegið,“ segir Theodór Francis. Hann segir að það sé algengt að fólk fyllist aðskilnaðarkvíða um leið og ástvinurinn er mættur til landsins í fríið. Það sé mjög algengt og geti líka átt við um ástvininn sem kominn sé til Íslands og þurfi að tikka í box og hitta alla helstu ættingjana, vini og vandamenn. „Það er nú algengt að hverjum og einum af þessum einstaklingum finnist þeir fá svolítið lítið af þeim sem þeir elska. Það sem er jákvætt í því er að við eigum einhvern til þess að elska og að við eigum einhvern sem okkur hlakkar til að hitta og að við eigum einhvern sem við kvíðum svo fyrir að fari svo aftur í burtu. Það er ótrúlega stór gjöf.“ Erfiður tími fyrir marga Theodór segir að sá tími sem framundan sé, nú þegar tekið er að birta, sé erfiður fyrir marga. Ekki síst eftir gott jólafrí þar sem ástvinir hafi mögulega komið í heimsókn. „Janúar, febrúar, mars eru bara oft mjög erfiðir veðurfarslega séð hér og þá getur verið erfitt ef sólargeislinn er allt í einu floginn,“ segir Theodór. Hann segir tímamótin nú í janúar góða áminningu um það sem mestu máli skiptir í lífinu, það sé fólkið í lífum okkar. „Eitt erfiðasta tímabil fyrir marga þunglynda hér á Íslandi er ekki haustið þegar fer að dimma heldur vorið þegar fer að birta, því þá er svo stutt í að það fari að dimma aftur. Þetta er algengur kvíði. Og það kemur líka inn í það, við erum svolítið lítið upptekin af því að vera bara í því mómenti sem við höfum núna. Annað hvort erum við að kvíða því sem á eftir að gerast eða enn að bíta úr nálinni með það sem er búið að gerast.“ Þetta sé ágætis áminning um að lifa í núinu. „Um það að þetta móment akkúrat núna, andartakið hér, er það sem við ráðum yfir,“ segir Theodór sem bætir við dæmi úr eigin lífi. „Ég er með fullskipulagðan dag. Fer héðan og hitti mitt fyrsta par klukkan níu og verð svo bara að vinna í dag. Ég veit ekkert hvort það gengur eftir eða ekki en það er áætlunin sem ég hef. Svo það sem ég get núna er að njóta þess að vera hérna með ykkur, fá að koma hingað til ykkur, hitt ykkur og fá mér hér gott kaffi og geta svo montað mig við mömmu að ég hafi verið í útvarpinu.“
Ástin og lífið Áramót Fjölskyldumál Bítið Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Fleiri fréttir Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Sjá meira