Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 13. janúar 2025 07:01 Lífið á Vísi ræddi við nokkrar hressar konur um hvernig þær ætla að fara af stað inn í 2025. SAMSETT Janúar er mánuður markmiða hjá ótal mörgum og líkamsræktarstöðvar yfirfyllast á fyrstu dögum ársins. Þó getur reynst þrautinni þyngri að viðhalda markmiðum eða ásetningi fyrir árið. Sömuleiðis hentar markmiðasetning ekki öllum en Lífið á Vísi ræddi við nokkra einstaklinga um það hvernig þeim finnst best að byrja árið. Gerða InShape, þjálfari: View this post on Instagram A post shared by INSHAPE (@gerda_inshape) Ég er svolítið hætt að spá í þessum rútínum yfir höfuð. Mér finnst hins vegar gott að taka fyrstu dagana í janúar frí og gefa mér rými til þess að hugsa hvað mig langar að breyta og bæta á nýju ári. Það er svo hreinsandi að byrja nýtt ár og hugsa það eins og nýtt upphaf. Það gerir lífið meira spennandi og þroskar mann á ákveðin hátt að mínu mati. Anna Guðný Torfadóttir, jógakennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Heilsa og vellíðan: View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Vellíðan (@heilsaogvellidan) Í upphafi nýs árs þykir mér gott að taka lífinu með stakri ró og núvitund. Þó að daginn sé farið að lengja þá er enn þá myrkur stóran part úr deginum og finnst mér mikilvægt að ætla mér ekki um of á þessum tíma. Ég einblíni á að taka einn dag í einu, hlusta á hvað ég þarf á að halda og næri taugakerfið eins mikið og ég get. Góður svefn, plöntumiðað mataræði, göngutúrar í dagsljósi, nærandi samvera, hugleiðsla, jóga, sund og sauna er til dæmis eitthvað sem nærir taugakerfið mitt vel á þessum tíma. Að eiga rólega ársbyrjun gefur mér tækifæri til þess að fínstilla mig inn í árið ásamt því að skoða hvort, hvernig og hvað ég vil betrumbæta í lífsstílnum. Varðandi rútínu þá þykir mér best að grandskoða hvernig ég get hugsað sem best um mig og innleiði þá eina lífstílsvenju í einu til að sjá áhrif hennar. Þar er algjört lykilatriði fyrir mér að hlusta á líkamann minn, finna einstaklingsmiðaðar lausnir fyrir sjálfa mig sem hjálpa mér að finna fyrir auknu jafnvægi og lífsgleði. Ég lít heildrænt á heilsuna, margt sem spilar saman. Gott er að einblína á að hafa þætti eins og svefn, hreint mataræði, hreyfing, félagsleg næring, ástríða, náttúra, sambönd og fleira í góðu jafnvægi. Lykillinn er að mæta mér á þeim stað sem ég er hverju sinni, taka lítil skref þaðan og forðast allar öfgar, samanburð og/eða óraunhæf markmið. Þarna er sjálfsást algjört lykilatriði og að þykja það vænt um sjálfa mig að ég vil og forgangsraða því að hlúa sem best að mér. Sem heilsumarkþjálfi hef ég séð að ástæðan fyrir því að fólk nær kannski ekki markmiðum sínum, finnur hvorki ástríðu fyrir lífinu né því að hugsa vel um sig, liggur mögulega í því að það er mögulega að einhverju leyti aftengt sjálfu sér í hraða lífsins og öllu því áreiti sem fylgir. Þegar að maður gefur sér rými til að tengjast sér í sjálfsmýkt, kíkja undir yfirborðið og tækla það sem er ómeðvitað að hafa áhrif á líðan manns . Þá fara hjólin að snúast í öllum þáttum lífsins. Það hefur allavega gert mikið fyrir mig að skoða áföll, gömul hegðunarmynstur, niðurrífandi hugsanir og fleira sem hefur verið að takmarka mig í lífinu á ómeðvitaðan hátt. Sú vinna tekur klárlega á en hún gefur svo margfalt til baka. Andlega heilsan leggur að mínu mati grunninn að öllu sem þú gerir og vel þess virði að setja það í forgang að næra hana og það samband sem þú átt við þig. Fyrir lesendur væru þetta mín fyrstu fimm raunhæfu skref til þess að innleiða heilsubætandi lífsstílsvenjur: 1. Fara í 30 mínútna göngutúr daglega í náttúru 2. Innleiða hollan morgunverð sem að þér þykir góður. Grænn safi kemur sterkur inn eða góður krukkugrautur. 3. Minnka skjánotkun um 50% 4. Passa upp á að fá átta klst. svefn að lágmarki, helst meira 5. Taka eitt skref til þess að tækla andlega heilsu Lilja Björk Ketilsdóttir, jógakennari: View this post on Instagram A post shared by Lilja Bjork Ketilsdottir (@liljabjorkket) Ég reyni eins og ég get að hafa hlutina í sem mestri í rútínu og er þess vegna ekki endilega að fara af stað með neinar sérstakar áherslur eða breytingar í upphafi árs. En á þessum árstíma finnst mér samt gaman að horfa til baka á árið sem er að líða. Fara yfir það sem gekk vel og var gott og finna hvað það var sem nærði mig mest og setja mér þannig markmið fyrir nýja árið tengt því að finna leið til að gera meira af því sem raunverulega lætur mér líða vel og nærir sálina mína. Mér finnst rútínan skipta mestu máli, þegar við gerum hlutina af vana því að við finnum að það lætur okkur líða vel þá erum við á réttri leið. Þegar við erum búin að ná að setja venjurnar okkar inn í rútínu þá verður auðveldara að láta allt ganga upp. Þegar kemur að markmiðasetningu er mikilvægast að setja sér ekki of mörg eða of háleit markmið í upphafi árs. Við eigum það til að ofætla okkur í markmiðasetningu en missum fljótt dampinn, munum að sýna okkur mildi, mæta okkur þar sem við erum stödd hverju sinni og muna að hrósa okkur fyrir litlu sigrana. Stöðugleiki er svo mikilvægur og mér líður best þegar ég hreyfi mig daglega, þess vegna er ég frekar dugleg við það. Það sem ég legg alltaf áherslu á er að hafa alla mína hreyfingu sem fjölbreyttasta og stuðla þannig bæði að yin og yang. Þegar ég gæti jafnvægis þá líður mér hvað best og heilsan mín verður hvað best. View this post on Instagram A post shared by Lilja Bjork Ketilsdottir (@liljabjorkket) Á þessum árstíma er mikilvægt að vera eitthvað úti í dagsbirtu á hverjum degi og finnst mér gott að ganga eða hlaupa úti, þótt það sé kalt þá þarf maður bara að klæða sig betur. Síðasta sumar fengum við okkur hund og hann heldur mér líka við efnið í útiverunni sem er dásamlegt. Það getur verið svo freistandi að leggjast í dvala innandyra en útivera bætir svo sannarlega andann og heilsuna. Ég starfa sem þjálfari í Hreyfingu og er því svo heppin að starfa við það sem ég elska, að hreyfa mig og næra á líkama og sál og fá að hjálpa öðrum að gera það sama. Ég legg mikla áherslu á í minni þjálfun að læra að hlusta á líkamann sinn, að vera meðvituð um styrkinn okkar, hvar hann liggur, andlega, líkamlega og félagslega og finna okkar eigin takt. Að vera meðvituð um hvernig við berum okkur og hvernig við tölum til okkar, jákvætt hugarfar er stór lykill í mínu lífi. Mér finnst alltaf mikilvægt að að leggja áherslu á að huga vel að því hvernig ég byrja og enda dagana mína, hvernig morguninn fer af stað leggur línurnar fyrir daginn og þess vegna mikilvægt að hafa í huga hvernig ég haga hlutunum strax og ég vakna. Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og stemningskona: View this post on Instagram A post shared by Kamilla Einarsdóttir (@ekamillae) Ég gæti aldrei byrjað á nokkurri rútínu í janúar. Þá er allt svo dimmt og kalt að það nægir mér að reyna að lifa af. Ég á líka afmæli í janúar. Kannski er það þess vegna sem mér finnst þá öllu skemmtilegu vera lokið. Samfélagsmiðlar fara þá alltaf að senda mér svo mikið af auglýsingum um þrýstisokka, vatnsleikfimi og stólajóga og þannig á góðu tilboði. Miðlunum finnst slíkt henta fólki á mínum aldri. Þess vegna reyni ég allt til að gleyma rútínunni og hversdeginum. Best finnst mér að fara til útlanda ef ég á þess nokkurn kost. Þar er allt betra. Ég reyni líka að hitta vini mína og plana sumarið. Þó það sé ekki víst að við förum eftir því, þá erum við alla vega að hugsa um gott veður á meðan. Við Rúnar vinur minn erum með plön um að fara að skoða forna aftökustaði í kringum Kópavog og Þingvelli. Uppgötvuðum nýlega að við erum bæði áhugafólk um dysjar. Við höfum boðið Jafet Mána kærastanum hans og fullt af vinum okkar að koma með en fengið dræmar undirtektir. Ég fer líka alltaf extra mikið á uppistandssýningar í janúar. Ég er búin að fara á Ara Eldjárn og það var æði. Ég held ég ætli að reyna bara að lesa og hlusta á brandara þangað til það kemur aftur sól. Heilsa Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira
Gerða InShape, þjálfari: View this post on Instagram A post shared by INSHAPE (@gerda_inshape) Ég er svolítið hætt að spá í þessum rútínum yfir höfuð. Mér finnst hins vegar gott að taka fyrstu dagana í janúar frí og gefa mér rými til þess að hugsa hvað mig langar að breyta og bæta á nýju ári. Það er svo hreinsandi að byrja nýtt ár og hugsa það eins og nýtt upphaf. Það gerir lífið meira spennandi og þroskar mann á ákveðin hátt að mínu mati. Anna Guðný Torfadóttir, jógakennari, heilsumarkþjálfi og eigandi Heilsa og vellíðan: View this post on Instagram A post shared by Heilsa og Vellíðan (@heilsaogvellidan) Í upphafi nýs árs þykir mér gott að taka lífinu með stakri ró og núvitund. Þó að daginn sé farið að lengja þá er enn þá myrkur stóran part úr deginum og finnst mér mikilvægt að ætla mér ekki um of á þessum tíma. Ég einblíni á að taka einn dag í einu, hlusta á hvað ég þarf á að halda og næri taugakerfið eins mikið og ég get. Góður svefn, plöntumiðað mataræði, göngutúrar í dagsljósi, nærandi samvera, hugleiðsla, jóga, sund og sauna er til dæmis eitthvað sem nærir taugakerfið mitt vel á þessum tíma. Að eiga rólega ársbyrjun gefur mér tækifæri til þess að fínstilla mig inn í árið ásamt því að skoða hvort, hvernig og hvað ég vil betrumbæta í lífsstílnum. Varðandi rútínu þá þykir mér best að grandskoða hvernig ég get hugsað sem best um mig og innleiði þá eina lífstílsvenju í einu til að sjá áhrif hennar. Þar er algjört lykilatriði fyrir mér að hlusta á líkamann minn, finna einstaklingsmiðaðar lausnir fyrir sjálfa mig sem hjálpa mér að finna fyrir auknu jafnvægi og lífsgleði. Ég lít heildrænt á heilsuna, margt sem spilar saman. Gott er að einblína á að hafa þætti eins og svefn, hreint mataræði, hreyfing, félagsleg næring, ástríða, náttúra, sambönd og fleira í góðu jafnvægi. Lykillinn er að mæta mér á þeim stað sem ég er hverju sinni, taka lítil skref þaðan og forðast allar öfgar, samanburð og/eða óraunhæf markmið. Þarna er sjálfsást algjört lykilatriði og að þykja það vænt um sjálfa mig að ég vil og forgangsraða því að hlúa sem best að mér. Sem heilsumarkþjálfi hef ég séð að ástæðan fyrir því að fólk nær kannski ekki markmiðum sínum, finnur hvorki ástríðu fyrir lífinu né því að hugsa vel um sig, liggur mögulega í því að það er mögulega að einhverju leyti aftengt sjálfu sér í hraða lífsins og öllu því áreiti sem fylgir. Þegar að maður gefur sér rými til að tengjast sér í sjálfsmýkt, kíkja undir yfirborðið og tækla það sem er ómeðvitað að hafa áhrif á líðan manns . Þá fara hjólin að snúast í öllum þáttum lífsins. Það hefur allavega gert mikið fyrir mig að skoða áföll, gömul hegðunarmynstur, niðurrífandi hugsanir og fleira sem hefur verið að takmarka mig í lífinu á ómeðvitaðan hátt. Sú vinna tekur klárlega á en hún gefur svo margfalt til baka. Andlega heilsan leggur að mínu mati grunninn að öllu sem þú gerir og vel þess virði að setja það í forgang að næra hana og það samband sem þú átt við þig. Fyrir lesendur væru þetta mín fyrstu fimm raunhæfu skref til þess að innleiða heilsubætandi lífsstílsvenjur: 1. Fara í 30 mínútna göngutúr daglega í náttúru 2. Innleiða hollan morgunverð sem að þér þykir góður. Grænn safi kemur sterkur inn eða góður krukkugrautur. 3. Minnka skjánotkun um 50% 4. Passa upp á að fá átta klst. svefn að lágmarki, helst meira 5. Taka eitt skref til þess að tækla andlega heilsu Lilja Björk Ketilsdóttir, jógakennari: View this post on Instagram A post shared by Lilja Bjork Ketilsdottir (@liljabjorkket) Ég reyni eins og ég get að hafa hlutina í sem mestri í rútínu og er þess vegna ekki endilega að fara af stað með neinar sérstakar áherslur eða breytingar í upphafi árs. En á þessum árstíma finnst mér samt gaman að horfa til baka á árið sem er að líða. Fara yfir það sem gekk vel og var gott og finna hvað það var sem nærði mig mest og setja mér þannig markmið fyrir nýja árið tengt því að finna leið til að gera meira af því sem raunverulega lætur mér líða vel og nærir sálina mína. Mér finnst rútínan skipta mestu máli, þegar við gerum hlutina af vana því að við finnum að það lætur okkur líða vel þá erum við á réttri leið. Þegar við erum búin að ná að setja venjurnar okkar inn í rútínu þá verður auðveldara að láta allt ganga upp. Þegar kemur að markmiðasetningu er mikilvægast að setja sér ekki of mörg eða of háleit markmið í upphafi árs. Við eigum það til að ofætla okkur í markmiðasetningu en missum fljótt dampinn, munum að sýna okkur mildi, mæta okkur þar sem við erum stödd hverju sinni og muna að hrósa okkur fyrir litlu sigrana. Stöðugleiki er svo mikilvægur og mér líður best þegar ég hreyfi mig daglega, þess vegna er ég frekar dugleg við það. Það sem ég legg alltaf áherslu á er að hafa alla mína hreyfingu sem fjölbreyttasta og stuðla þannig bæði að yin og yang. Þegar ég gæti jafnvægis þá líður mér hvað best og heilsan mín verður hvað best. View this post on Instagram A post shared by Lilja Bjork Ketilsdottir (@liljabjorkket) Á þessum árstíma er mikilvægt að vera eitthvað úti í dagsbirtu á hverjum degi og finnst mér gott að ganga eða hlaupa úti, þótt það sé kalt þá þarf maður bara að klæða sig betur. Síðasta sumar fengum við okkur hund og hann heldur mér líka við efnið í útiverunni sem er dásamlegt. Það getur verið svo freistandi að leggjast í dvala innandyra en útivera bætir svo sannarlega andann og heilsuna. Ég starfa sem þjálfari í Hreyfingu og er því svo heppin að starfa við það sem ég elska, að hreyfa mig og næra á líkama og sál og fá að hjálpa öðrum að gera það sama. Ég legg mikla áherslu á í minni þjálfun að læra að hlusta á líkamann sinn, að vera meðvituð um styrkinn okkar, hvar hann liggur, andlega, líkamlega og félagslega og finna okkar eigin takt. Að vera meðvituð um hvernig við berum okkur og hvernig við tölum til okkar, jákvætt hugarfar er stór lykill í mínu lífi. Mér finnst alltaf mikilvægt að að leggja áherslu á að huga vel að því hvernig ég byrja og enda dagana mína, hvernig morguninn fer af stað leggur línurnar fyrir daginn og þess vegna mikilvægt að hafa í huga hvernig ég haga hlutunum strax og ég vakna. Kamilla Einarsdóttir, rithöfundur og stemningskona: View this post on Instagram A post shared by Kamilla Einarsdóttir (@ekamillae) Ég gæti aldrei byrjað á nokkurri rútínu í janúar. Þá er allt svo dimmt og kalt að það nægir mér að reyna að lifa af. Ég á líka afmæli í janúar. Kannski er það þess vegna sem mér finnst þá öllu skemmtilegu vera lokið. Samfélagsmiðlar fara þá alltaf að senda mér svo mikið af auglýsingum um þrýstisokka, vatnsleikfimi og stólajóga og þannig á góðu tilboði. Miðlunum finnst slíkt henta fólki á mínum aldri. Þess vegna reyni ég allt til að gleyma rútínunni og hversdeginum. Best finnst mér að fara til útlanda ef ég á þess nokkurn kost. Þar er allt betra. Ég reyni líka að hitta vini mína og plana sumarið. Þó það sé ekki víst að við förum eftir því, þá erum við alla vega að hugsa um gott veður á meðan. Við Rúnar vinur minn erum með plön um að fara að skoða forna aftökustaði í kringum Kópavog og Þingvelli. Uppgötvuðum nýlega að við erum bæði áhugafólk um dysjar. Við höfum boðið Jafet Mána kærastanum hans og fullt af vinum okkar að koma með en fengið dræmar undirtektir. Ég fer líka alltaf extra mikið á uppistandssýningar í janúar. Ég er búin að fara á Ara Eldjárn og það var æði. Ég held ég ætli að reyna bara að lesa og hlusta á brandara þangað til það kemur aftur sól.
Heilsa Uppskriftir Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Fleiri fréttir Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Sjá meira