„Ég borða allt nema lík og líkamsvessa“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 14. janúar 2025 15:00 Rósa Líf segir að ást sín á hestum hafi kveikt neistann í baráttu hennar fyrir dýravelferð. „Ég borða allt nema lík og líkamsvessa,“ segir Rósa Líf Darradóttir læknir og vegan aðgerðasinni. Hún stóð í stafni vitundavakningar í desember undir yfirskriftinni „Það á enginn að vera hryggur um jólin.“ Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“ Heilsa Vegan Matur Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira
Um er að ræða átak sem var á vegum Samtaka um dýravelferð á Íslandi þar sem Rósa er stofnmeðlimur. Í viðtali í nýju hlaðvarpi hjónanna Huldu Tölgyes og Þorsteins V, Hjónvarpinu, gagnrýnir Rósa Matvælastofnun og fullyrðir að hagsmunaaðilar í kjötframleiðslu haldi upplýsingum markvisst frá neytendum. Ástin á hestum kveikti neistann Rósa lýsir því að hún sé mikil hestakona og að hún hafi í raun hafið baráttu sína fyrir dýravelferð með því að sökkva sér í rannsóknir tengt blóðmerahaldi. Hún segir að rannsóknir sem Matvælastofnun hafi vísað til og áttu að sýna að blóðmerarhald hefðu ekki neikvæð áhrif á hryssur, hafi í reynd ekki verið til. Enginn hafi vitað hvaða áhrif blóðtakan hefði á hryssur sem Rósa segir að séu afar mikil. „Maður myndar tengsl við hestana og þeir eru svo stór hluti af lífinu mínu“ segir Rósa sem elskar að vera upp í hesthúsi og hlusta á þá borða. „Ég veit að það er ákveðin tegundahyggja í því en það voru í raun hestarnir sem hrintu mér út í þennan aktívisma. En ég þurfti að sjá meðferðina á dýrum sem mér þykir svo vænt um sem varð til þess að ég horfðist í augu við að allsstaðar sem dýraafurðir eru notaðar er þjáning og dýraníð.“ Rósa Líf ræddi málið í Reykjavík síðdegis í desember. Illa við athugasemdakerfin en les þau alltaf „Ég les sko öll comment […] og mér finnst svo hræðilegt þegar fólk er að saka mig um lygar, vera á launum hjá Samherja til að beina kastljósinu annað eða kalla mig klikkaða af því ég vil svo mikið að fólki líki bara vel við mig,“ viðurkennir Rósa og lýsir því að henni líki ekki vel við sviðsljósið né ágreining sem skapast vegna gagnrýni hennar og aðgerða fyrir dýrin. „En öll mín þjóning bliknar í samanburði við það sem dýrin þurfa að ganga í gegnum og það minnsta sem ég get gert er að nota röddina mína. Af því þau hafa enga rödd.“ Vill draga fram staðreyndir „Æ æ en leiðinleg aukaverkun,“ segir Rósa í hæðnistóni eftir að kona sem vatt sér upp að henni í teiti og sagðist vera hætt að borða svín ætti erfitt með að borða allt kjöt því hún færi alltaf að hugsa um dýrið. Rósa segir að um leið og fólk fer að spá í dýravelferð, hvort sem það sé út frá hvalveiðum, blóðmerahaldi eða svína- eða kjúklingaræktun að þá muni það vinda upp á sig. „Mitt markmið er bara að draga fram staðreyndir og miðla upplýsingum til almennings. Fólk getur svo bara vegið og metið sjálft hvað það vill gera við þær upplýsingar.“
Heilsa Vegan Matur Mest lesið Einhleypan: Grænkeri sem hrífst af hugrekki Makamál Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga Lífið Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Lífið „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Lífið Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Lífið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn Lífið 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Óvæntir gestir hjá Væb-bræðrum Saknar ekki fullrar innkeyrslu af glæsikerrum Selur fantaflotta íbúð sem hann keypti af Birni Braga „Kemur í ljós að þetta er í raun einhverfa“ Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn 340 fermetra listaverkahöll í Kópavogi Þriðja barn Gisele komið í heiminn Líkamsræktarfrömuður selur í Kópavogi Irv Gotti er látinn Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Sjá meira