Lífið

Glæsihús í Kópa­vogi með stór­brotnu út­sýni

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er var hannað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt árið 2015 og stendur á 577 fermetra eignarlóð í jaðri golfvallar GKG.
Húsið er var hannað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt árið 2015 og stendur á 577 fermetra eignarlóð í jaðri golfvallar GKG.

Við Austurkór í Kópavogi stendur reisulegt 296 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Húsið var byggt árið 2015 og hannað af Björgvini Snæbjörnssyni arkitekt. Ásett verð er 275 milljónir.

Gengið er inn á efri hæð hússins í bjarta og rúmgóða forstofu, sem leiðir inn í opið alrými með gólfsíðum gluggum og stórbrotnu útsýni yfir borgina, til sjávar, vestur að Snæfellsjökli og víðar.

Stofurýmið er hlýlega innréttað þar sem ljósir litatónar, stjónsteyptir veggir og stæðilegur arinn skapar notalega stemningu. Í eldhúsinu er sérsmíðuð innrétting með góðu vinnuplássi og granít á borðumi. Útgengt er úr ýminu er á rúmgóðar svalir.

Parketlagður stigi leiðir á neðri hæð hússins. Þaðan er útgengt á skólasæla verönd með heitum potti.

Í húsinu eru samtals sex svefnherbergi og þrjú baðherbegi.

Nánari upplýsingar má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.