Bað um nýtt herbergi í Zagreb Valur Páll Eiríksson skrifar 15. janúar 2025 23:00 Elliði Snær Viðarsson er laus við meiðsli og spenntur fyrir komandi heimsmeistaramóti. Vísir/Vilhelm Elliði Snær Viðarsson er klár í slaginn fyrir komandi heimsmeistaramót karla í handbolta. Hann tók út rauðu spjöldin fyrir mót og sefur eins og ungabarn á hótelinu í Zagreb. Aðspurður um aðstæðurnar grínast Elliði með það að hafa kvartað yfir herbergi hans og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar við Ívar Benediktsson, ritstjóra Handbolta.is. Herbergið sé eins og frá 1920, meðan aðrir landsliðsmenn hafi haft það betra. Full bjart sé þar innandyra og að þeir beðið um nýtt herbergi. „Manni er bara farið að líða eins og maður sé heima. Við fengum nýtt herbergi, ég og Gísli, ég var að kvarta yfir því við Ívar Ben í gær. Nei, nei, það var svolítið bjart í herberginu okkar, við drógum fyrir en þá var enn svo bjart. En manni líður bara vel hér,“ segir Elliði léttur um aðstæðurnar í króatísku höfuðborginni. Hann svaf þrátt fyrir það nokkuð vel. „Ég svaf reyndar frábærlega. Það var ekki nema maður hafði reynt við síðdegislúr, það hefði verið erfitt,“ segir Elliði. Klippa: Bað um nýtt herbergi Loksins komið að þessu Ísland lék tvo æfingaleiki við Svía í síðustu viku og hefur liðið æft frá því í lok desember. Elliði segir gott að þeim undirbúningi fari að ljúka og stóra stundin að bresta á. „Undirbúningurinn hefur verið rosalega góður. Við erum búnir að æfa ótrúlega vel og það er hellingur sem við getum tekið út úr þessum tveimur leikjum við Svía. Loksins er undirbúningurinn bara búinn og loksins komið að þessu,“ segir Elliði. Undirbúningur hans, persónulega, gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig þar sem hann fékk að líta rautt spjald í fyrri Svíaleiknum eftir að hafa verið á vellinum í örfáar mínútur. „Maður er ekki ennþá vaxinn upp úr þessu að fá þessi rauðu spjöld inn á milli. En er ekki fínt að klára það bara fyrir mót?“ Elliði var að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót en náði þó að spila einn leik fyrir félag sitt, Gummersbach í Þýskalandi, áður en hann kom til móts við landsliðið. Hann segist vera laus við þau meiðsli og er klár í slaginn. „Ég er orðinn alveg góður. Ég náði einum heilum leik með Gummersbach áður en ég kom hingað. Ég finn ekkert fyrir þessu eftir að ég byrjaði að æfa með landsliðinu. Ég er kominn með grænt ljós og hundrað prósent heill. Það eru engar afsakanir,“ Alltaf pressa á liðinu Hverjar eru væntingarnar fyrir komandi mót? „Bara góðar. Það er gamla góða klisjan: Einn leikur í einu. Ef við byrjum þetta vel á morgun, það er fyrsti leikur í milliriðli því við vitum ekki hvort liðanna kemur með okkur áfram. Þetta eru allt tveggja stiga leikir fyrir milliriðilinn en við þurfum að byrja að einbeita okkur að þessum verkefnum, klára þessa fyrstu þrjá leiki og sjá svo hvernig landið liggur,“ segir Elliði. En er pressa á liðinu? „Það er alltaf pressa að spila fyrir landsliðið. Það er bara gott. Það er tilfinning sem þú vilt hafa. Þú vilt ekki fara inn í leiki of léttur, það er gott að hafa þessa pressu,“ „Hún kemur úr öllum áttum. Við viljum spila betur og sýna okkur frá síðasta móti. Svo er alltaf pressa frá íslensku þjóðinni, sem er bara gott,“ segir Elliði. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 annað kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Aðspurður um aðstæðurnar grínast Elliði með það að hafa kvartað yfir herbergi hans og Gísla Þorgeirs Kristjánssonar við Ívar Benediktsson, ritstjóra Handbolta.is. Herbergið sé eins og frá 1920, meðan aðrir landsliðsmenn hafi haft það betra. Full bjart sé þar innandyra og að þeir beðið um nýtt herbergi. „Manni er bara farið að líða eins og maður sé heima. Við fengum nýtt herbergi, ég og Gísli, ég var að kvarta yfir því við Ívar Ben í gær. Nei, nei, það var svolítið bjart í herberginu okkar, við drógum fyrir en þá var enn svo bjart. En manni líður bara vel hér,“ segir Elliði léttur um aðstæðurnar í króatísku höfuðborginni. Hann svaf þrátt fyrir það nokkuð vel. „Ég svaf reyndar frábærlega. Það var ekki nema maður hafði reynt við síðdegislúr, það hefði verið erfitt,“ segir Elliði. Klippa: Bað um nýtt herbergi Loksins komið að þessu Ísland lék tvo æfingaleiki við Svía í síðustu viku og hefur liðið æft frá því í lok desember. Elliði segir gott að þeim undirbúningi fari að ljúka og stóra stundin að bresta á. „Undirbúningurinn hefur verið rosalega góður. Við erum búnir að æfa ótrúlega vel og það er hellingur sem við getum tekið út úr þessum tveimur leikjum við Svía. Loksins er undirbúningurinn bara búinn og loksins komið að þessu,“ segir Elliði. Undirbúningur hans, persónulega, gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig þar sem hann fékk að líta rautt spjald í fyrri Svíaleiknum eftir að hafa verið á vellinum í örfáar mínútur. „Maður er ekki ennþá vaxinn upp úr þessu að fá þessi rauðu spjöld inn á milli. En er ekki fínt að klára það bara fyrir mót?“ Elliði var að glíma við meiðsli skömmu fyrir mót en náði þó að spila einn leik fyrir félag sitt, Gummersbach í Þýskalandi, áður en hann kom til móts við landsliðið. Hann segist vera laus við þau meiðsli og er klár í slaginn. „Ég er orðinn alveg góður. Ég náði einum heilum leik með Gummersbach áður en ég kom hingað. Ég finn ekkert fyrir þessu eftir að ég byrjaði að æfa með landsliðinu. Ég er kominn með grænt ljós og hundrað prósent heill. Það eru engar afsakanir,“ Alltaf pressa á liðinu Hverjar eru væntingarnar fyrir komandi mót? „Bara góðar. Það er gamla góða klisjan: Einn leikur í einu. Ef við byrjum þetta vel á morgun, það er fyrsti leikur í milliriðli því við vitum ekki hvort liðanna kemur með okkur áfram. Þetta eru allt tveggja stiga leikir fyrir milliriðilinn en við þurfum að byrja að einbeita okkur að þessum verkefnum, klára þessa fyrstu þrjá leiki og sjá svo hvernig landið liggur,“ segir Elliði. En er pressa á liðinu? „Það er alltaf pressa að spila fyrir landsliðið. Það er bara gott. Það er tilfinning sem þú vilt hafa. Þú vilt ekki fara inn í leiki of léttur, það er gott að hafa þessa pressu,“ „Hún kemur úr öllum áttum. Við viljum spila betur og sýna okkur frá síðasta móti. Svo er alltaf pressa frá íslensku þjóðinni, sem er bara gott,“ segir Elliði. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í spilaranum. Leikur Íslands og Grænhöfðaeyja er klukkan 19:30 annað kvöld. Strákunum okkar verður fylgt vel á eftir á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni fram að leik.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03 Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Svona verður Ísland heimsmeistari Ísland hefur keppni á HM karla í handbolta á morgun og því löngu tímabært fyrir aðdáendur liðsins að fara fram úr sjálfum sér í vangaveltum um leiðina að heimsmeistaratitlinum. 15. janúar 2025 09:03
Utan vallar: Óróapúls óskast Jæja, nýtt ár og nýtt stórmót í handbolta. Strákarnir hefja leik á heimsmeistaramótinu á fimmtudaginn. Að baki eru tveir vináttulandsleikir gegn Svíþjóð en hvar stendur íslenska liðið eftir þá, svona korteri í mót? 14. janúar 2025 09:02
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti