Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2025 14:32 Justin Kluivert skoraði sína aðra þrennu á tímabilinu í dag. getty/Ed Sykes Með sigri í dag hefði Newcastle getað jafnað Nottingham Forest að stigum í 3. sæti deildarinnar. En það gekk ekki eftir og sigur Bournemouth var á endanum öruggur. Kluivert kom Bournemouth yfir strax á 6. mínútu eftir laglega sókn gestanna. Á 25. mínútu jafnaði Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle, metin. Kluivert var ekki hættur og mínútu fyrir hálfleik skoraði hann annað mark sitt og kom Bournemouth í 1-2. Í uppbótartíma skoraði Kluivert svo þriðja mark sitt með góðu skoti fyrir utan vítateig. Hann hefur verið drjúgur á tímabilinu, hefur skorað tvær þrennur og er kominn með tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Bournemouth-menn voru ekki hættir og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez fjórða mark liðsins með föstu skoti í fjærhornið. Lokatölur 1-4, gestunum í vil. Með sigrinum komst Bournemouth upp í 6. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum og gert fjögur jafntefli. Enski boltinn
Með sigri í dag hefði Newcastle getað jafnað Nottingham Forest að stigum í 3. sæti deildarinnar. En það gekk ekki eftir og sigur Bournemouth var á endanum öruggur. Kluivert kom Bournemouth yfir strax á 6. mínútu eftir laglega sókn gestanna. Á 25. mínútu jafnaði Bruno Guimaraes, fyrirliði Newcastle, metin. Kluivert var ekki hættur og mínútu fyrir hálfleik skoraði hann annað mark sitt og kom Bournemouth í 1-2. Í uppbótartíma skoraði Kluivert svo þriðja mark sitt með góðu skoti fyrir utan vítateig. Hann hefur verið drjúgur á tímabilinu, hefur skorað tvær þrennur og er kominn með tíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Bournemouth-menn voru ekki hættir og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði vinstri bakvörðurinn Milos Kerkez fjórða mark liðsins með föstu skoti í fjærhornið. Lokatölur 1-4, gestunum í vil. Með sigrinum komst Bournemouth upp í 6. sæti deildarinnar. Liðið hefur unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum og gert fjögur jafntefli.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti