Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. janúar 2025 21:03 Nýja hótelið verður allt hið glæsilegasta með 68 herbergjum. Pro-Ark teiknistofa Selfossi Fyrsta skóflustungan af nýju 68 herbergja lúxus hóteli hefur verið tekin á Hvolsvelli. Hótelið, sem mun kostar um tvo milljarða króna verður tekið í notkun í byrjun sumars. Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Fyrirtækið Hnullungur, sem er með aðsetur á Eyrarbakka og er jarðvegs- og gröfu fyrirtæki var með nýja gröfu, sem var notuð við fyrstu skóflustunguna en einn af starfsmönnum fyrirtækisins sá um verkið. Nýja hótelið, sem mun heita Hótel Lóa er strax á hægri hönd á þjóðvegi eitt þegar komið er á Hvolsvöll eða beint á móti Lava Centre, sem er ferðamannastaður. „Hér erum við að byrja að grafa fyrir nýju hóteli, 68 herbergja hóteli. Hvolsvöllur er staður, sem er á mikill uppleið og sveitarfélagið er mjög hlynnt fyrir því að hér sé verið að byggja hótel. Þetta verður lúxus hótel,” segir Þórarinn Gunnarsson, eigandi fyrirtækisins Hnullungs. Hér sést staðsetning nýja hótelsins vel á Hvolsvelli en það mun heita Hótel Lóa.Pro-Ark teiknistofa Selfossi Þórarinn segir að hópur fjárfesta sjái um að fjármagna nýja hótelið, sem mun kosta tæpa tvo milljarða króna. 30 ný störf verða til á Hvolsvelli með tilkomu hótelsins. Þórarinn segir að allskonar lúxus verði á hótelinu og alltaf eitthvað gott að borða. „Alveg örugglega, örugglega lambakjöt,” segir Þórarinn og skellihlær. Mjög öflug ferðaþjónusta er í Rangárþingi eystra og verður Hótel Lóa hluti af þeirri starfsemi. En er eitthvað vit í því að vera að byggja hóteli í dag eða hvað? „Já, já, þetta er það, sem koma skal. Hér er gríðarlega mikill ferðamannastraumur og á bara eftir að aukast,” segir Þórarinn. Starfsmenn Hnullungs á Hvolsvelli í morgun. Frá vinstri, Þórarinn Gunnarsson, Bergvin Þráinsson og Tayo. Bergvin tók fyrstu skóflustunguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú komst með nýja gröfu til að taka fyrstu skóflustunguna. „Já, þeir eru svo kröfuharðir hérna fyrir austan að þeir heimtuðu bara nýja gröfu.” En hvenær verður svo nýja hótelið tilbúið? „Væntanlega í júní eða júlí í sumar,” segir Þórarinn. Fyrsta skóflustungan tekin í dag með nýju gröfunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Ferðamennska á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Eyjólfur Árni hættir hjá SA Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Jón Ólafur í framboði til formanns SA Viðskipti innlent Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira