Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2025 11:33 Davíð Goði stefnir á að byggja sig aftur upp. Hann var hræddur um að lifa ekki til að sjá barnið sitt fæðast, vaxa og þroskast en vann baráttuna og er fullur af þakklæti í dag. Saga Davíðs Goða Þorvarðarsonar ætti að vera öllum innblástur um að grípa tækifærin og vera þakklát. Sindri Sindrason ræddi við Davíð í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Í dag er hann 27 ára en fyrir einu ári greindist hann með óútskýrðan sjúkdóm sem átti eftir að snúa veröld hans á hvolf. Í dag er hann að jafna sig en ljósið í myrkrinu er að hann og eiginkona hans Dagný Vala eiga von á barni. Davíð hefur mikinn áhuga á öllu sem kemur að kvikmyndagerð og stofnaði fyrirtækið Skjáskot ásamt föður sínum fyrir sex árum. „Snemma á síðasta ári fer ég til augnlæknis þar sem ég hafði verið að upplifa blinda bletti í augunum á mér. Þeir fóru stundum en í eitt skipti fór hann ekki úr auganu á mér. Fyrir mig sem vinn sem ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður þá skipta augun mín mestu máli,“ segir Davíð og heldur áfram. „Ég fer til augnlæknis og sem betur fer fæ ég tíma sex mánuðum áður en ég átti að fá tíma. Allir vita að það getur verið mjög erfitt að fá tíma hjá augnlækni. Þar skoða þeir allt, taka allar myndir og gera allar rannsóknir sem í boði eru. Þeir sjá að það eru æðar í auganu sem hafa drepist og gerist það vegna súrefnisskorts í auganu. Augað í raun fær blóðtappa. Ég vissi það ekki þá en þetta er sem sagt varanlegur skaði í auganu.“ Meðferðin fór að stórum hluta fram í Svíþjóð. Þarna vaknaði grunur um að um hjartavandamál væri að ræða. Læknum þótti það samt sem áður skrýtið sökum ungs aldurs. „Það kom ekkert óeðlilegt út úr blóðþrýstingsmælingum, ekkert úr hjartarannsóknum þannig að þeir senda mig í blóðprufu,“ segir Davíð. Niðurstaðan var ekki sú sem læknarnir vonuðust eftir. Hringt var í Davíð og honum sagt að koma strax á bráðamóttökuna. Fatta að þetta væri eitthvað alvarlegt „Það var rosalega mikið áfall að heyra þetta,“ segir Davíð sem þurfti í fyrsta skipti á ævi sinni að drífa sig á sjúkrahús. Hann hafði aldrei á ævinni upplifað veikindi. „Ég fer niður á spítala og bíð í langan tíma eins og allir þurfa gera, en enda þó að komast inn seint um kvöldið. Svo byrja þau að koma með sjúkrahúsfötin og þá rennur upp fyrir mér að ég er að fara að gista. Þá fatta ég að þetta er eitthvað alvarlegt. Þau fara síðan að taka fleiri blóðprufur og það eru komnar tíu blóðprufur um kvöldið. Ég enda síðan á því að vera þarna í tvo daga í allskonar tilraunum og verið var að prófa blóðið oft á dag, setja mig í skanna og fleira,“ segir Davíð. Hann segir að ekkert hafi fundist og þaðan hafi hann verið sendur upp á hjartadeild í Fossvoginum. Þar var hann einnig í tvo daga og ekkert kom í ljós þar. Davíð og Dagný eiga von á dreng á næstum dögum. Þau fengu glugga í miðri meðferð að reyna eignast barn. Líkur á ófrjósemi eftir meðferð sem Davíð fór í gegnum eru 95%. „Að lokum var ég sendur á krabbameinsdeildina sem er neðsta hæðin á Landspítalanum í Fossvoginum. Það voru ótrúlega þung skref að labba þar inn, sem heilbrigður einstaklingur og ótrúlega erfitt að heyra orðið krabbamein. Hvað þá að tengja það við sjálfan sig.“ Læknir kemur því næst inn til hans og tilkynnir honum að hann sé með sjúkdóm sem líkist krabbameini. „Það var eins og að vera kýldur í magann og sleginn í andlitið á sama tíma. Það er ekki eins og maður brotni niður í tilfinningum. Maður finnur í raun bara doða og verður stjarfur og hættir fúnkera.“ Davíð viðurkennir að hafa byrjað fljótlega að hugsa um dauðann. Það tók mikið á Davíð líkamlega að fara í gengum ferlið. „En í langflestum svona tilfellum fer þetta vel. Ég var þarna í mánuð en það gekk illa að greina þetta. Þetta er í raun ekki skilgreint sem krabbamein í dag en deilir einkennum þess sjúkdóms. Þetta er í raun hækkun á ákveðnum hvítum blóðkornum sem veldur skaða á líffærum ef það er ekki meðhöndlað. Tæknilega séð krabbamein en samt ekki.“ Við tók meðferð sem gekk mjög vel en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni og hvernig staðan er á Davíð í dag. Hann þurfti meðal annars að fara í beinmergskipti en hann fékk beinmerg frá bróður sínum. Krabbamein Ísland í dag Landspítalinn Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fleiri fréttir Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Sjá meira
Saga Davíðs Goða Þorvarðarsonar ætti að vera öllum innblástur um að grípa tækifærin og vera þakklát. Sindri Sindrason ræddi við Davíð í Íslandi í dag á Stöð 2 í vikunni. Í dag er hann 27 ára en fyrir einu ári greindist hann með óútskýrðan sjúkdóm sem átti eftir að snúa veröld hans á hvolf. Í dag er hann að jafna sig en ljósið í myrkrinu er að hann og eiginkona hans Dagný Vala eiga von á barni. Davíð hefur mikinn áhuga á öllu sem kemur að kvikmyndagerð og stofnaði fyrirtækið Skjáskot ásamt föður sínum fyrir sex árum. „Snemma á síðasta ári fer ég til augnlæknis þar sem ég hafði verið að upplifa blinda bletti í augunum á mér. Þeir fóru stundum en í eitt skipti fór hann ekki úr auganu á mér. Fyrir mig sem vinn sem ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður þá skipta augun mín mestu máli,“ segir Davíð og heldur áfram. „Ég fer til augnlæknis og sem betur fer fæ ég tíma sex mánuðum áður en ég átti að fá tíma. Allir vita að það getur verið mjög erfitt að fá tíma hjá augnlækni. Þar skoða þeir allt, taka allar myndir og gera allar rannsóknir sem í boði eru. Þeir sjá að það eru æðar í auganu sem hafa drepist og gerist það vegna súrefnisskorts í auganu. Augað í raun fær blóðtappa. Ég vissi það ekki þá en þetta er sem sagt varanlegur skaði í auganu.“ Meðferðin fór að stórum hluta fram í Svíþjóð. Þarna vaknaði grunur um að um hjartavandamál væri að ræða. Læknum þótti það samt sem áður skrýtið sökum ungs aldurs. „Það kom ekkert óeðlilegt út úr blóðþrýstingsmælingum, ekkert úr hjartarannsóknum þannig að þeir senda mig í blóðprufu,“ segir Davíð. Niðurstaðan var ekki sú sem læknarnir vonuðust eftir. Hringt var í Davíð og honum sagt að koma strax á bráðamóttökuna. Fatta að þetta væri eitthvað alvarlegt „Það var rosalega mikið áfall að heyra þetta,“ segir Davíð sem þurfti í fyrsta skipti á ævi sinni að drífa sig á sjúkrahús. Hann hafði aldrei á ævinni upplifað veikindi. „Ég fer niður á spítala og bíð í langan tíma eins og allir þurfa gera, en enda þó að komast inn seint um kvöldið. Svo byrja þau að koma með sjúkrahúsfötin og þá rennur upp fyrir mér að ég er að fara að gista. Þá fatta ég að þetta er eitthvað alvarlegt. Þau fara síðan að taka fleiri blóðprufur og það eru komnar tíu blóðprufur um kvöldið. Ég enda síðan á því að vera þarna í tvo daga í allskonar tilraunum og verið var að prófa blóðið oft á dag, setja mig í skanna og fleira,“ segir Davíð. Hann segir að ekkert hafi fundist og þaðan hafi hann verið sendur upp á hjartadeild í Fossvoginum. Þar var hann einnig í tvo daga og ekkert kom í ljós þar. Davíð og Dagný eiga von á dreng á næstum dögum. Þau fengu glugga í miðri meðferð að reyna eignast barn. Líkur á ófrjósemi eftir meðferð sem Davíð fór í gegnum eru 95%. „Að lokum var ég sendur á krabbameinsdeildina sem er neðsta hæðin á Landspítalanum í Fossvoginum. Það voru ótrúlega þung skref að labba þar inn, sem heilbrigður einstaklingur og ótrúlega erfitt að heyra orðið krabbamein. Hvað þá að tengja það við sjálfan sig.“ Læknir kemur því næst inn til hans og tilkynnir honum að hann sé með sjúkdóm sem líkist krabbameini. „Það var eins og að vera kýldur í magann og sleginn í andlitið á sama tíma. Það er ekki eins og maður brotni niður í tilfinningum. Maður finnur í raun bara doða og verður stjarfur og hættir fúnkera.“ Davíð viðurkennir að hafa byrjað fljótlega að hugsa um dauðann. Það tók mikið á Davíð líkamlega að fara í gengum ferlið. „En í langflestum svona tilfellum fer þetta vel. Ég var þarna í mánuð en það gekk illa að greina þetta. Þetta er í raun ekki skilgreint sem krabbamein í dag en deilir einkennum þess sjúkdóms. Þetta er í raun hækkun á ákveðnum hvítum blóðkornum sem veldur skaða á líffærum ef það er ekki meðhöndlað. Tæknilega séð krabbamein en samt ekki.“ Við tók meðferð sem gekk mjög vel en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni og hvernig staðan er á Davíð í dag. Hann þurfti meðal annars að fara í beinmergskipti en hann fékk beinmerg frá bróður sínum.
Krabbamein Ísland í dag Landspítalinn Mest lesið Einhleypan: „No bullshit týpa“ Makamál Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Lífið Belgísk verðlaunaleikkona látin Lífið Leitar enn að fallegasta stað í heimi Lífið Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Lífið Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi Lífið „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Lífið Fanney og Teitur eiga von á barni Lífið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Lífið Fleiri fréttir Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað að ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Sjá meira