Handbolti

HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnar­tólin lentu upp í sveit

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Henry og Valur í höllinni í gær.
Henry og Valur í höllinni í gær. vísir/vilhelm

Það er leikdagur á HM í Zagreb og ýmislegt sem þurfti að fara yfir í HM í dag.

Þáttur dagsins var tekinn upp í íþróttahöllinni glæsilegu á meðan strákarnir okkar voru á æfingu. Þar gerðist leiðindaatvik er Sveinn Jóhannsson meiddist í fótboltanum. Hann verður vonandi fljótur að jafna sig.

Einnig var farið yfir mögulegan leikþátt Egyptanna fyrir kvöldið.

Annar þáttastjórnenda tapaði síðan heyrnartólunum sínum í leigubíl en þau duttu úr töskunni á heimleið úr vinnunni. Þau fundust síðar upp í sveit en skiluðu sér blessunarlega aftur í bæinn.

Klippa: HM í dag #7 - Meiðsli og mögulegur leikþáttur Egypta



Fleiri fréttir

Sjá meira


×