Innlent

Fal­legustu bækur í heimi eru í Garða­bæ

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Þetta er bókin sem varð fyrir valinu.
Þetta er bókin sem varð fyrir valinu. Stöð 2

Fallegustu bækur í heimi má nú finna í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ en þar opnaði sýning þar sem þær má finna síðdegis.

Samkeppnin um Fallegustu bækur í heimi hefur verið haldin frá árinu 1963. Að þessu sinni var bókin Walking as Research Practice verðlaunuð, en hún hafði áður hlotið viðurkenningu í hollenskri og svissneskri samkeppni um bókahönnun. Hönnuðurinn er Jana Sofie Liebe og höfundur bókarinnar Lynn Gommes. Fyrr í dag hélt hönnuðurinn Hans Gremmen fyrirlestur í Safnahúsinu um bókahönnun en hann er margverðlaunaður fyrir verk sín.

Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands, segist fyrst hafa velt því fyrir sér hvers vegna þessi tiltekna bók hafi orðið fyrir valinu en áttaði sig fljótt á því þegar hún tók hana í hendurnar.

„Bókin er hönnuð til þess að geta lesið á göngu,“ segir hún.

„Maður þarf bara að passa sig að labba ekki á eitthvað á meðan maður er að lesa,“ segir Sigríður.

Hönnuður bókarinnar er, eins og kom fram, Jana Sofie Liebe og hún segir bókina hafa verið sérsniðna að tilteknum gönguhópi.

„Hún er með sveigjanlegan kjöl þannig maður geti alltaf haldið á henni samanbrotinni. Hún er fyrir gönguhóp þannig hún var hönnuð fyrir þennan tiltekna hóp til að geta tekið hana með í göngur. Þess vegna er textinn bara á blaðsíðunum hægra megin en allar aukaupplýsingar eru hinum megin. Þannig maður þarf ekki annað en að snúa henni við,“ segir Jana Sofie Liebe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×