Handbolti

Danir ó­stöðvandi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mathias Gidsel átti góðan leik að venju.
Mathias Gidsel átti góðan leik að venju. Sören Stache/Getty Images

Það verður ekki annað sagt en Danmörk sé líkleg til að landa fjórða heimsmeistaratitlinum í röð en liðið er hreinlega óstöðvandi sem stendur á HM karla í handbolta. Eftir tíu marka sigur á lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Þýskalandi síðast vann Danmörk ellefu marka sigur á Sviss í kvöld.

Leikurinn náði aldrei neinu flugi en það var snemma ljóst að Svisslendingar áttu ekki roð í Danina. Staðan 18-11 í hálfleik og lokatölur 39-28.

Lasse Anderson var markahæstur í liði Danmerkur með 8 mörk. Þar á eftir kom Mathias Gidsel með 6 mörk.

Danmörk er með fullt hús stiga og hefur þegar tryggt sér sæti í 8-liða úrslitum.

Í hinum kvöldleiknum vann Ungverjaland þriggja marka sigur á Austurríki 29-26. Ungverjar eru í 2. sæti milliriðils II og með annan fótinn í 8-liða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×