Lífið

Fann ástina og setur í­búðina á sölu

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Kittý fann nýverið ástina í örmum leiktjórans Egils Heiðars Antons Pálssonar en þau opinberuðu samband sitt í byrjun desember síðastliðinn.
Kittý fann nýverið ástina í örmum leiktjórans Egils Heiðars Antons Pálssonar en þau opinberuðu samband sitt í byrjun desember síðastliðinn.

Athafnakonan Kittý Johansen hefur sett íbúð sína við Hallakur í Garðabæ á sölu. Um er að ræða 117 fermetra eign í þriggja hæða fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2007. Ásett verð er 89,9 milljónir.

Kittý festi kaup á eigninni með þáverandi sambýlismanni sínum, Ágústi Reyni Þorsteinssyni, í september árið 2021 og greiddu þau 70, 5 milljónir fyrir.

Heimilið er smekklega innréttað með vönduðum húsgögnum og fallegum listaverkum. Í stofunni má sjá stærðarinnar svart málverk eftir Laufey Johansen sem gefur heimilinu mikinn karakter.

Eldhús, stofa og borðstofa er í opnu og björtu rými þar. Þaðan er útgengt á rúmgóðar suðursvalir með fallegu útsýni. Í eldhúsinu er dökk innrétting með ljósri borðplötu og klassískar hvítar Subway-flísar á veggnum. Í íbúðinni eru tvö svefnherbergi og eitt baðherbergi.

Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Fann ástina í örmum leikstjóra

Kittý hefur um árabil verið athafnakona í veitingabransanum og rekið veitingastaðinn Bombay Bazaar. Nú vinnur hún að opnun veitingastaðarins Indian Bites í Kringlunni.

Kittý fann nýverið ástina í örmum leikstjórans Egils Heiðars Antons Pálssonar en þau opinberuðu samband sitt í byrjun desember síðastliðinn.

Egill hefur undanfarin ár verið einn duglegasti leikstjóri landsins og komið að uppsetningu á hinum ýmsu leikhússýningum víða um Evrópu. Nú gegnir hann starfi leikhússtjóra í Hålogaland leikhúsinu í Trömsö í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.