„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 24. janúar 2025 21:51 Dagur Sigurðsson var annar af tveimur Íslendingum sem gladdist yfir sigri Króata í kvöld. Hann vonar samt að samlandar sínir komist áfram í átta liða úrslit. vísir / vilhelm „Við fengum rosa góða byrjun á leiknum, vörnin var alveg hrikalega sterk og markvarslan góð. Fengum ekkert hraðaupphlaup út úr því en náðum að komast í sóknirnar og klára þær ágætlega,“ sagði landsliðsþjálfari Króatíu, Dagur Sigurðsson, eftir sigurinn gegn Íslandi. „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo náum við einhvern veginn að halda út. Hjálpaði náttúrulega svakalega að markmaðurinn [Zdravko] Kuzmanović varði á mikilvægum augnablikum,“ hélt hann svo áfram og sagði stemningu í höllinni í kvöld hafa verið snælduvitlausa. Um þrettán þúsund Króatar studdu liðið til sigurs.vísir / vilhelm Íslendingar leyfðu sér að dreyma um sigur eftir að hafa unnið Egyptaland örugglega í fyrradag, lið sem hafði unnið Króatíu með fjórum mörkum fyrr á mótinu. Í kvöld endurheimti Króatía hins vegar mikilvægan varnarmann úr meiðslum. „Við höfum alveg spilað ágætlega, á mótinu og í undirbúningnum, en svo komu smá áföll. Bæði leikstjórnendurnir og David Mandic [voru frá vegna meiðsla]. Við sáum í dag hvað hann er mikilvægur. Þetta var vörnin sem að leit best út í undirbúningnum en svo misstum við hann út. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild hér að neðan. Úrslitin voru súrsæt fyrir Dag, sem er auðvitað Íslendingar og heldur iðulega með strákunum okkar en ekki í kvöld. „Jú [það var skrítið að vinna Ísland]… og ég vona auðvitað að þeir komist áfram, en við verðum að sjá hvað gerist.“ Dagur sagði 5-1 vörnina hafa verið lykilinn að sigri Króata í kvöld. Varnaraðgerðir hafi verið vel framkvæmdar og af mikilli ákefð, markvarslan hafi svo einnig hjálpað heilmikið. Sömuleiðis hjálpaði það Króötum hversu óskipulögð íslenska vörnin var og hvað markmenn Íslands vörðu lítið. „Það má ekki gleyma því þegar svona læti fara í gang, þá er auðvelt að blokkerast. Þegar þú ert kominn þrjú, fjögur, fimm mörk undir, þá fara menn að hugsa of mikið,“ sagði hann svo að lokum. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira
„Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær og svo náum við einhvern veginn að halda út. Hjálpaði náttúrulega svakalega að markmaðurinn [Zdravko] Kuzmanović varði á mikilvægum augnablikum,“ hélt hann svo áfram og sagði stemningu í höllinni í kvöld hafa verið snælduvitlausa. Um þrettán þúsund Króatar studdu liðið til sigurs.vísir / vilhelm Íslendingar leyfðu sér að dreyma um sigur eftir að hafa unnið Egyptaland örugglega í fyrradag, lið sem hafði unnið Króatíu með fjórum mörkum fyrr á mótinu. Í kvöld endurheimti Króatía hins vegar mikilvægan varnarmann úr meiðslum. „Við höfum alveg spilað ágætlega, á mótinu og í undirbúningnum, en svo komu smá áföll. Bæði leikstjórnendurnir og David Mandic [voru frá vegna meiðsla]. Við sáum í dag hvað hann er mikilvægur. Þetta var vörnin sem að leit best út í undirbúningnum en svo misstum við hann út. Mjög mikilvægt að fá hann til baka.“ Viðtalið við Dag má sjá í heild hér að neðan. Úrslitin voru súrsæt fyrir Dag, sem er auðvitað Íslendingar og heldur iðulega með strákunum okkar en ekki í kvöld. „Jú [það var skrítið að vinna Ísland]… og ég vona auðvitað að þeir komist áfram, en við verðum að sjá hvað gerist.“ Dagur sagði 5-1 vörnina hafa verið lykilinn að sigri Króata í kvöld. Varnaraðgerðir hafi verið vel framkvæmdar og af mikilli ákefð, markvarslan hafi svo einnig hjálpað heilmikið. Sömuleiðis hjálpaði það Króötum hversu óskipulögð íslenska vörnin var og hvað markmenn Íslands vörðu lítið. „Það má ekki gleyma því þegar svona læti fara í gang, þá er auðvelt að blokkerast. Þegar þú ert kominn þrjú, fjögur, fimm mörk undir, þá fara menn að hugsa of mikið,“ sagði hann svo að lokum.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Íslenski boltinn „Ómetanlegar“ minningar Nelson feðga Sport Fleiri fréttir Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Sjá meira