Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2025 10:17 Fréttmaaður gerir atlögu að því að „splitta G-inu“ í fyrsta sinn undir leiðsögn Rúnars, eiganda Irishman. Vísir/Rúnar Sala á Guinness-bjór hefur margfaldast á liðnum árum að sögn bareiganda, sem rekur auknar vinsældir að miklu leyti til samfélagsmiðlaæðis. Þá eru íslenskir djammarar farnir að stela Guinness-glösum í unnvörpum, þannig að borið hefur á glasaskorti á öldurhúsum borgarinnar. Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan. Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
Guinness er eitt rótgrónasta vörumerki heims. Bjórinn, sem er einkennandi dökkur að lit með þykkri froðu, var fyrst bruggaður í Dublin á Írlandi á átjándu öld. Og eftir næstum þrjú hundruð ár á markaði hefur mjöðurinn sjaldan verið vinsælli en einmitt nú. Varað var við Guinness-skorti í Bretlandi um jólin og hér heima hefur salan aukist gríðarlega síðustu tvö ár, í það minnsta hjá höfuðvígi hins írska Guinness-bjórs á Íslandi: Irishman pub. „Ég myndi giska á að hún hafi meira en tvöfaldast, þrefaldast jafnvel, þannig að það er búið að bæta aðeins við plássið sem Guinness-kútarnir taka,“ segir Rúnar Sigurðsson, einn eiganda Irishman. Rúnar segir að síðustu mánuði hafi salan að miklu leyti verið drifin áfram af samfélagsmiðlaæði: „Að splitta G-inu“. „Að splitta G-inu, það er aðalmálið,“ segir Rúnar, sem sýnir fréttamanni réttu handtökin við splittið í innslaginu hér fyrir neðan. Hvaðan kemur þetta eiginlega? Allt snýst þetta um fyrsta sopann sem teygaður er af Guinness, sem iðulega er borinn fram í glösum kirfilega merktum vörumerkinu. Taka skal sopann í nokkrum gúlsopum, þannig að yfirborð bjórsins (ath. ekki froðunnar) nemi við miðju upphafsstafsins, G, á glasinu að sopanum loknum. Yfirborðið skeri semsagt G-ið í tvennt. „Splitti G-inu.“ Uppruni hugtaksins er óljós en hann má að minnsta kosti ekki rekja ýkja langt aftur. Hugtakið var skilgreint í slangurorðabókinni Urban Dictionary árið 2018 og virðist smám saman hafa fest sig í sessi sem drykkjuleikur árin í kringum Covid. Það var svo á nýliðnu ári sem vinsældir hins hárnákvæma gúlsopa náðu hámarki - og auk Íra og Breta reyndumst við Íslendingar einna áhugasamastir þjóða um að splitta G-inu, samkvæmt Google Trends. Þrír „gúllarar“ Þá virðast vinsældirnar hafa vakið þjófseðlið í Íslendingum. Viðvarandi skortur á Guinness-glösum hefur ríkt á börum borgarinnar, að sögn starfsmanna á Irishman. Bargestir stela semsagt glösunum óhikað, að því er virðist til að spreyta sig á splittinu heima fyrir. „Við finnum alveg fyrir því líka en sem betur fer eigum við til alveg nóg af þessu,“ segir Rúnar. Rúnar segir unga sem aldna splitta G-inu á barnum, athöfnin er löngu orðin annað og meira en bara trend á samfélagsmiðlum, og sjálfur er hann í góðri æfingu. En hver er þá lykillinn að hinu fullkomna splitti? „Það eru þrír gúllarar, þrír gúlpar, það ætti að setja þig á nokkuð réttan stað. Svo er þetta bara æfing sko,“ segir Rúnar. Fréttamaður gerði loks atlögu að því að „splitta G-inu“ undir styrkri leiðsögn Rúnars. Afraksturinn má horfa á í innslaginu hér fyrir ofan.
Áfengi og tóbak Samfélagsmiðlar Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp