Handbolti

„Viljum sýna hvað við erum góðir“

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Viktor Gísli á hóteli landsliðsins í dag.
Viktor Gísli á hóteli landsliðsins í dag. vísir/vilhelm

„Þetta var svolítið skrýtin nótt og mikið að meðtaka,“ sagði landsliðsmarkvörðurinn Viktor Gísli Hallgrímsson svefnlítill er Vísir hitti á hann á hóteli landsliðsins í dag.

Magalendingin í leiknum gegn Króatíu var hörð. Það var því ekkert skrítið að strákarnir væru svefnvana og í raun í léttu áfalli í dag.

„Þetta voru tíu skítamínútur í upphafi leiks. Þeir fengu höllina og stemninguna með sér sem mátti ekki gerast,“ segir markvörðurinn en hið rómaða samspil varnar og markvarðar var ekki til staðar í fyrri hálfleik í gær.

„Fyrri hálfleikurinn var slakur þarna en seinni fínn. Ég veit ekki alveg hvað gerist í rauninni.“

Klippa: Viktor Gísli ekki af baki dottinn

Eins og staðan er þá mun Ísland líklega aðeins tapa einum leik á mótinu en samt fara heim. Það er í raun ótrúlegt.

„Það er alveg crazy. Við verðum bara að kyngja því. Við náum að þjappa okkur saman. Menn vilja sýna hvað við erum góðir. Við erum enn á HM og að spila fyrir Íslandi. Við munum koma í leikinn af fullum krafti og njóta þess að spila.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×