Lífið

Sjónvarpsbarn komið í heiminn

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Woods með drenginn í annarri og tebolla í hinni og Collard með Leo litla í fanginu.
Woods með drenginn í annarri og tebolla í hinni og Collard með Leo litla í fanginu.

Laura Woods, kynnir hjá TNT Sports og Adam Collard, raunveruleikastjarna, eignuðust sitt fyrsta barn á laugardag.

Nýbökuðu foreldrarnir greindu frá fréttunum á Instagram. Drengurinn hefur fengið nafnið Leo Ernie Collard.

Parið hefur verið saman frá því í október 2023 eftir nokkur stefnumót á pöbbnum Black Bull í Trimdon í Durham. Snemma í sambandinu fór parið til strandbæjarins St. Ives og er hann parinu sérstaklega dýrmætur því Collard bað Woods í bænum í september 2024. Tveimur mánuðum fyrr greindi Woods frá því að parið ætti von á barni.

Hin 37 ára Laura Woods hefur unnið sem íþróttafréttamaður og kynnir síðustu fimmtán ár, lengst af hjá Sky Sports en hún hætti þar árið 2022. Núna starfar hún sem kynnir hjá TNT Sports, ITV og Amazon Prime Video við að kynna meistaradeild Evrópu, heimsmeistaramót í fótbolta og NFL-deildina.

Hinn 29 ár Adam Elliott Collard hefur aðallega starfað sem líkamsræktarþjálfari en vann það sér síðan til frægðar að taka þátt í fjórðu seríu raunveruleikaþáttanna Love Island árið 2018. Hann var síðan einn sá fyrsti í þáttunum til að snúa aftur í villuna og gerði það í áttundu seríu árið 2022. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.