„Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Rakel Sveinsdóttir skrifar 26. janúar 2025 08:01 Það vill enginn festast í því feni sem útlitsþráhyggja getur verið segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðamiðstöðinni. Sú þráhyggja felur í sér að fólk er heltekið af ímynduðum ágöllum í eigin útliti, til dæmis nefi, húð, vöðvum eða hári. Vísir/Vilhelm „Það er í sjálfu sér ekki til neitt vandamál eða greiningarflokkur sem heitir „útlitsþráhyggja” en í kringum 2% fólks glímir við líkamsskynjunarröskun sem heyrir undir þráhyggju- og árátturófið,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni. Líkamsskynjunarröskun skilgreinist á ensku sem body dysmorphic disorder, eða BDD sem sumt fólk hefur heyrt um. „Þar er fólk er heltekið af ímynduðum ágöllum í eigin útliti, til dæmis nefi, húð, vöðvum eða hári. Það getur verið misjafnt eftir tímabilum hvaða líkamshluta áhyggjurnar beinast að, en þær geta líka beinst að fleiri en einum líkamshluta í einu,“ segir Sóley og bætir við: Fólk reynir að fela það sem um ræðir fyrir öðrum, til dæmis með farða, sólgleraugum eða klæðaburði. Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur. Það kýs auðvitað enginn að festast í þessu feni en fólk getur ekki annað.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fjöllum við um hvernig þráhyggja fyrir útlitinu getur gert okkur vansælli eða jafnvel staðið okkur fyrir þrifum. Ímyndaðir ágallar og þjáning Sóley er yfirsálfræðingur Kvíðameðferðarstöðvarinnar og kennari í sérnámi um hugræna atferlismeðferð. Sérsvið Sóleyjar er kvíði og þunglyndi, sem skiljanlega getur fylgt þeim sem glíma við þráhyggju og áráttu. Sóley hefur áður frætt okkur um þráhyggju og afleiðingar henni tengdar en þess skal getið að til þess að vinna bug á þráhyggju, þarf oft ekki langan tíma undir handleiðslu sálfræðings. En um hvað snýst útlitsþráhyggja, ef svo má kalla? Að sögn Sóleyjar snýst þessi tegund þráhyggju um einhverja ,,ímyndaða ágalla“ sem fólk sér í sínu eigin útliti og eru algjörlega á skjön við það sem aðrir sjá. „Og ef einhverjir ágallar eru, þá eru þeir minniháttar og áhyggjurnar mun meiri en tilefni er til.“ Sóley segir þá sem glíma við þessa þráhyggju vera nokkuð vissa í sinni sök; sannfæringin er algjör hjá sumum á meðan aðrir sjá að áhyggjurnar eru yfirdrifnar. Mikil orka og tími fer í þessar vangaveltur. Fólk eyðir miklum tíma í það að pæla í þessum líkamshlutum, bera sig saman við aðra og meirihlutinn er mikið að spegla sig þar sem einblínt er á líkamshlutann sem eykur enn á vanlíðanina. Oft fylgir þessu mikil einangrun, depurð og angist.“ Að þessu sögðu er ljóst að ofangreind lýsing á ekki við um fólk nýtur þess að líta vel út og dekstra við útlitið. „Það er auðvitað mun stærri hópur sem er upptekinn af eigin útliti en það telst ekki vera geðröskun nema það sé farið að skerða lífsgæði og valda þjáningu,“ segir Sóley og bætir við: „Sumir fara í fegrunaraðgerðir, til dæmis bótox og lipfillers og mín skoðun er sú að á meðan þetta skaðar ekki heilsuna, veitir fólki ánægju og það hefur efni á þessu og finnur sig ekki knúið til að gera þetta af einhverri þráhyggju, þá er það kannski meinlaust.“ Sóley segir fólk með útlitsþráhyggju (BDD á ensku) eyði miklum tíma í að hugsa um útlitið, bera sig saman við aðra, spegla sig og svo framvegis. Þegar á reynir er það þó ekki útlitið sem skiptir mestu. Fólk velur sér til dæmis ekki vini eftir útlitinu og rannsóknir hafa sýnt að afburðarfallegt fólk sem er eins og klippt út úr tískublaði kemur verr út úr atvinnuviðtölum. Vísir/Vilhelm Ekki útlitið sem telur þegar á reynir Sóley segir það ekkert nýtt að fólk eltist við tískufyrirbæri eða það sem telst fallegt hverju sinni. Það sé líka eðlilegt að áhuginn á útlitinu fylgi vissum æviskeiðum sérstaklega. „Til dæmis á unglingsárum og svo dvínar það eitthvað, þegar það fer að skipta fólk aðeins minna máli að falla í hópinn.“ Þegar andleg vanlíðan er hins vegar orsökin, eru forsendurnar hins vegar ekki réttar. „Til dæmis þegar fólk er með lágt sjálfsmat og reynir að bæta það upp með fegrunaraðgerðum. Þá getur auðvitað brugðið til beggja vona, enda er ekki sjálfgefið að sjálfsmyndin fylgi útlitinu.“ Að verða hamingjusamari með breyttu útilit er því engin trygging. „Sumir kannast við það að hafa náð langþráðu markmiði að grennast en líða samt enn eins og þeir séu of feitir. Þetta kemur auðvitað skýrast fram í átröskunum þar sem fólk verður sjaldnast ánægt þótt holdafarið breytist.“ Sóley segir það sorglegt þegar sjálfsmyndin hangir á þeim snaga að snúast um hvernig nefið, eyrun eða holdafarið er. Því þegar allt kemur til alls veljum við okkur ekki vini eftir útliti eða þyngd í kílóum. Við kunnum best við þá sem eru mannlegir eins og við sjálf og láta okkur líða vel með okkur. Við verðum frekar bara óörugg ef einhver er „of mikið af því góða.”“ Að líta ofurvel út getur til dæmis unnið gegn fólki í atvinnuleit. „Ein rannsóknin í sálfræði leiddi til dæmis í ljós að fólk kom verr út í atvinnuviðtölum ef það var bæði afburðafallegt og eins og klippt út úr tískublaði.“ Sóley bendir á að þegar við hittum fólk, metum við það eftir ýmsum eiginleikum. Vissulega sé útlit einn af þeim. „Það er hins vegar sorglegt þegar fólk leggur allt upp úr einhverjum einum eiginleika, til dæmis útliti, sem er í raun mjög yfirborðslegur eiginleiki.“ Sóley segir hið vestræna samfélag vera orðið svolítið narcissistikt að því leytinu til að fólk er endalaust að pæla í sjálfum sér og mætti mögulega gera minna að því. Sumir leggja hins vegar svo mikið upp úr rækt við líkama og útlit að það sé eins og þeir ætli að sniðganga öldrun. Vísir/Vilhelm Hættum að pæla svona mikið í okkur Janúar er sá mánuður ársins sem eflaust flestir taka sig til fyrir einhvers konar átak í hreyfingu. En erum við komin út í einhverjar öfgar? „Það hefur verið gríðarleg áhersla á sjálfsrækt í íslensku samfélagið undanfarin ár, það eru allir einhvern veginn að reyna að besta sig og allir eiga að vera í svo góðu formi og samfélagsmiðlar ýta undir þetta,“ segir Sóley og bætir við: ,,Það er enginn maður með mönnum nema hann hjóli eða hlaupi út í það óendanlega, sé stæltur og svo framvegis.“ Hjá fólki á fimmtugs eða sextugsaldri má stundum sjá merki um ofuráherslu á útlit eða hreysti. Auðvitað er gott að leggja rækt við líkama og sál upp að vissu marki. En hjá sumum er eins og þeir ætli sér að sniðganga öldrun, sýna sér og öðrum fram á þeir séu eilíflega ungir. Flýja hið óumflýjanlega, hlaupa frá því í bókstaflegri merkingu. Þetta gengur stundum út í öfgar, að það getur orðið skaðlegt heilsunni og kannski stundum gert til að ganga í augun á öðrum.“ Þessi staða sé þó ekki aðeins á Íslandi. „Það má segja að hið Vestræna samfélag sé svolítið narcissistiskt, fólk er endalaust að pæla í sjálfu sér og eigin útliti og líkamsformi. Stundum getur þetta orðið að taumlausu sjálfsdekri. Við erum endalaust að reyna að bæta okkur, til dæmis að vinna að því að fá sléttari maga, stærri rass, geta hlaupið lengra eða lyft þyngri lóðum en til hvers á endanum? Til að verða betri en aðrir? Eða bara betri útgáfa af sjálfum sér? Enn og aftur er fólk að pæla í sjálfu sér,“ segir Sóley og bætir við: „Kannski ættum við aðeins að pæla minna í okkur sjálfum og meira í öðrum. Reyna að láta gott af okkur leiða og láta peningana renna frekar til þeirra sem meira þurfa á þeim að halda en í endalausa fegrunarmiðla.“ Sóley segir svolítið skemmtilega pælingu að finna í Búddisma sem er á þá leið að það sé ekkert sjálf, heldur séum við öll hluti af okkar umhverfi. „Og ef ég og aðrir erum ekki aðskilin, heldur erum eitt og það sama, þá get ég ómögulega verið fallegri eða ljótari en aðrir, eða klárari eða vitlausari en aðrir. Allur samanburður við aðra dettur upp fyrir. Það hefur verið svolítið mikil áhersla í íslensku samfélagi undanfarin ár á líkamlegt atgervi og þar koma yfirborðslegir samfélagsmiðlar sterkir inn.“ Til að líða sem best og forða okkur frá endalausum pælingum um útlitið og mögulegum úrbótum á því segir Sóley: „Fólk mætti leggja meira upp úr því að næra sig andlega, til dæmis með lestri, dvöl í náttúrunni og fara út fyrir þessa vanalegu miðla þegar það er að kynna sér hluti. Kynnast fólki með öðruvísi bakgrunn, fara út fyrir þessar vanabundnu brautir í hugsun, hugsa og upplifa eitthvað annað, verða upptekin af öðru en sjálfum sér og eigin ágæti, eða oft ímynduðu ágöllum.“ Geðheilbrigði Útlit Tengdar fréttir Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Það fara fæstir í gegnum lífið án þess að takast á við nokkrar áskoranir og oftar en ekki eru það sérfræðingar og fagfólk sem leggja hönd á plóginn; leiðbeina okkur eða styrkja. 5. janúar 2025 08:03 „Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Líkamsskynjunarröskun skilgreinist á ensku sem body dysmorphic disorder, eða BDD sem sumt fólk hefur heyrt um. „Þar er fólk er heltekið af ímynduðum ágöllum í eigin útliti, til dæmis nefi, húð, vöðvum eða hári. Það getur verið misjafnt eftir tímabilum hvaða líkamshluta áhyggjurnar beinast að, en þær geta líka beinst að fleiri en einum líkamshluta í einu,“ segir Sóley og bætir við: Fólk reynir að fela það sem um ræðir fyrir öðrum, til dæmis með farða, sólgleraugum eða klæðaburði. Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur. Það kýs auðvitað enginn að festast í þessu feni en fólk getur ekki annað.“ Áskorun fjallar á mannlegan hátt um málin þar sem við tökumst á við okkur sjálf, mál innan fjölskyldunnar, önnur samskipta- og/eða tilfinningatengd mál, veikindi, fíkn, bata, sorg, dauða, aldurstengd mál og fleira. Í dag fjöllum við um hvernig þráhyggja fyrir útlitinu getur gert okkur vansælli eða jafnvel staðið okkur fyrir þrifum. Ímyndaðir ágallar og þjáning Sóley er yfirsálfræðingur Kvíðameðferðarstöðvarinnar og kennari í sérnámi um hugræna atferlismeðferð. Sérsvið Sóleyjar er kvíði og þunglyndi, sem skiljanlega getur fylgt þeim sem glíma við þráhyggju og áráttu. Sóley hefur áður frætt okkur um þráhyggju og afleiðingar henni tengdar en þess skal getið að til þess að vinna bug á þráhyggju, þarf oft ekki langan tíma undir handleiðslu sálfræðings. En um hvað snýst útlitsþráhyggja, ef svo má kalla? Að sögn Sóleyjar snýst þessi tegund þráhyggju um einhverja ,,ímyndaða ágalla“ sem fólk sér í sínu eigin útliti og eru algjörlega á skjön við það sem aðrir sjá. „Og ef einhverjir ágallar eru, þá eru þeir minniháttar og áhyggjurnar mun meiri en tilefni er til.“ Sóley segir þá sem glíma við þessa þráhyggju vera nokkuð vissa í sinni sök; sannfæringin er algjör hjá sumum á meðan aðrir sjá að áhyggjurnar eru yfirdrifnar. Mikil orka og tími fer í þessar vangaveltur. Fólk eyðir miklum tíma í það að pæla í þessum líkamshlutum, bera sig saman við aðra og meirihlutinn er mikið að spegla sig þar sem einblínt er á líkamshlutann sem eykur enn á vanlíðanina. Oft fylgir þessu mikil einangrun, depurð og angist.“ Að þessu sögðu er ljóst að ofangreind lýsing á ekki við um fólk nýtur þess að líta vel út og dekstra við útlitið. „Það er auðvitað mun stærri hópur sem er upptekinn af eigin útliti en það telst ekki vera geðröskun nema það sé farið að skerða lífsgæði og valda þjáningu,“ segir Sóley og bætir við: „Sumir fara í fegrunaraðgerðir, til dæmis bótox og lipfillers og mín skoðun er sú að á meðan þetta skaðar ekki heilsuna, veitir fólki ánægju og það hefur efni á þessu og finnur sig ekki knúið til að gera þetta af einhverri þráhyggju, þá er það kannski meinlaust.“ Sóley segir fólk með útlitsþráhyggju (BDD á ensku) eyði miklum tíma í að hugsa um útlitið, bera sig saman við aðra, spegla sig og svo framvegis. Þegar á reynir er það þó ekki útlitið sem skiptir mestu. Fólk velur sér til dæmis ekki vini eftir útlitinu og rannsóknir hafa sýnt að afburðarfallegt fólk sem er eins og klippt út úr tískublaði kemur verr út úr atvinnuviðtölum. Vísir/Vilhelm Ekki útlitið sem telur þegar á reynir Sóley segir það ekkert nýtt að fólk eltist við tískufyrirbæri eða það sem telst fallegt hverju sinni. Það sé líka eðlilegt að áhuginn á útlitinu fylgi vissum æviskeiðum sérstaklega. „Til dæmis á unglingsárum og svo dvínar það eitthvað, þegar það fer að skipta fólk aðeins minna máli að falla í hópinn.“ Þegar andleg vanlíðan er hins vegar orsökin, eru forsendurnar hins vegar ekki réttar. „Til dæmis þegar fólk er með lágt sjálfsmat og reynir að bæta það upp með fegrunaraðgerðum. Þá getur auðvitað brugðið til beggja vona, enda er ekki sjálfgefið að sjálfsmyndin fylgi útlitinu.“ Að verða hamingjusamari með breyttu útilit er því engin trygging. „Sumir kannast við það að hafa náð langþráðu markmiði að grennast en líða samt enn eins og þeir séu of feitir. Þetta kemur auðvitað skýrast fram í átröskunum þar sem fólk verður sjaldnast ánægt þótt holdafarið breytist.“ Sóley segir það sorglegt þegar sjálfsmyndin hangir á þeim snaga að snúast um hvernig nefið, eyrun eða holdafarið er. Því þegar allt kemur til alls veljum við okkur ekki vini eftir útliti eða þyngd í kílóum. Við kunnum best við þá sem eru mannlegir eins og við sjálf og láta okkur líða vel með okkur. Við verðum frekar bara óörugg ef einhver er „of mikið af því góða.”“ Að líta ofurvel út getur til dæmis unnið gegn fólki í atvinnuleit. „Ein rannsóknin í sálfræði leiddi til dæmis í ljós að fólk kom verr út í atvinnuviðtölum ef það var bæði afburðafallegt og eins og klippt út úr tískublaði.“ Sóley bendir á að þegar við hittum fólk, metum við það eftir ýmsum eiginleikum. Vissulega sé útlit einn af þeim. „Það er hins vegar sorglegt þegar fólk leggur allt upp úr einhverjum einum eiginleika, til dæmis útliti, sem er í raun mjög yfirborðslegur eiginleiki.“ Sóley segir hið vestræna samfélag vera orðið svolítið narcissistikt að því leytinu til að fólk er endalaust að pæla í sjálfum sér og mætti mögulega gera minna að því. Sumir leggja hins vegar svo mikið upp úr rækt við líkama og útlit að það sé eins og þeir ætli að sniðganga öldrun. Vísir/Vilhelm Hættum að pæla svona mikið í okkur Janúar er sá mánuður ársins sem eflaust flestir taka sig til fyrir einhvers konar átak í hreyfingu. En erum við komin út í einhverjar öfgar? „Það hefur verið gríðarleg áhersla á sjálfsrækt í íslensku samfélagið undanfarin ár, það eru allir einhvern veginn að reyna að besta sig og allir eiga að vera í svo góðu formi og samfélagsmiðlar ýta undir þetta,“ segir Sóley og bætir við: ,,Það er enginn maður með mönnum nema hann hjóli eða hlaupi út í það óendanlega, sé stæltur og svo framvegis.“ Hjá fólki á fimmtugs eða sextugsaldri má stundum sjá merki um ofuráherslu á útlit eða hreysti. Auðvitað er gott að leggja rækt við líkama og sál upp að vissu marki. En hjá sumum er eins og þeir ætli sér að sniðganga öldrun, sýna sér og öðrum fram á þeir séu eilíflega ungir. Flýja hið óumflýjanlega, hlaupa frá því í bókstaflegri merkingu. Þetta gengur stundum út í öfgar, að það getur orðið skaðlegt heilsunni og kannski stundum gert til að ganga í augun á öðrum.“ Þessi staða sé þó ekki aðeins á Íslandi. „Það má segja að hið Vestræna samfélag sé svolítið narcissistiskt, fólk er endalaust að pæla í sjálfu sér og eigin útliti og líkamsformi. Stundum getur þetta orðið að taumlausu sjálfsdekri. Við erum endalaust að reyna að bæta okkur, til dæmis að vinna að því að fá sléttari maga, stærri rass, geta hlaupið lengra eða lyft þyngri lóðum en til hvers á endanum? Til að verða betri en aðrir? Eða bara betri útgáfa af sjálfum sér? Enn og aftur er fólk að pæla í sjálfu sér,“ segir Sóley og bætir við: „Kannski ættum við aðeins að pæla minna í okkur sjálfum og meira í öðrum. Reyna að láta gott af okkur leiða og láta peningana renna frekar til þeirra sem meira þurfa á þeim að halda en í endalausa fegrunarmiðla.“ Sóley segir svolítið skemmtilega pælingu að finna í Búddisma sem er á þá leið að það sé ekkert sjálf, heldur séum við öll hluti af okkar umhverfi. „Og ef ég og aðrir erum ekki aðskilin, heldur erum eitt og það sama, þá get ég ómögulega verið fallegri eða ljótari en aðrir, eða klárari eða vitlausari en aðrir. Allur samanburður við aðra dettur upp fyrir. Það hefur verið svolítið mikil áhersla í íslensku samfélagi undanfarin ár á líkamlegt atgervi og þar koma yfirborðslegir samfélagsmiðlar sterkir inn.“ Til að líða sem best og forða okkur frá endalausum pælingum um útlitið og mögulegum úrbótum á því segir Sóley: „Fólk mætti leggja meira upp úr því að næra sig andlega, til dæmis með lestri, dvöl í náttúrunni og fara út fyrir þessa vanalegu miðla þegar það er að kynna sér hluti. Kynnast fólki með öðruvísi bakgrunn, fara út fyrir þessar vanabundnu brautir í hugsun, hugsa og upplifa eitthvað annað, verða upptekin af öðru en sjálfum sér og eigin ágæti, eða oft ímynduðu ágöllum.“
Geðheilbrigði Útlit Tengdar fréttir Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02 „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01 Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01 Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Það fara fæstir í gegnum lífið án þess að takast á við nokkrar áskoranir og oftar en ekki eru það sérfræðingar og fagfólk sem leggja hönd á plóginn; leiðbeina okkur eða styrkja. 5. janúar 2025 08:03 „Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskoranirnar í fyrra: „Ég hélt ekki að ég myndi lifa það“ Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Skýringar á jólastressinu margvíslegar Öðruvísi líf: „Hryllingurinn var meiri en villtustu hugmyndirnar“ Sjá meira
Þráhyggja og árátta: „Er ég barnaníðingur? Slökkti ég örugglega á eldavélinni?“ „Við fáum öll óþægilegar hugsanir öðru hvoru. Sumar eru virkilega ógeðfelldar eins og að henda ungabarninu sínu í gólfið eða farþega út úr bíl á ferð,“ segir Sóley Dröfn Davíðsdóttir sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og útskýrir að þótt hugsanirnar séu ógeðfelldar, þá sé eðlilegt að þær skjóti stundum upp kollinum. 8. september 2024 08:02
„Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn“ „Þetta er enginn helvítis félagskvíði, það bara þolir mig enginn. Ég er bara svona. Ég er svona vegna þess að það er meitlað í genin mín“ segir Ásmundur Gunnarsson, sérfræðingur í klínískri sálfræði hjá Kvíðamistöðinni vera dæmi um setningar sem félagskvíðinn segir við okkur. 11. febrúar 2024 08:01
Þyrftum að vera jafn undirbúin og við erum sem unglingar á kynþroskaskeiði Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir hefur boðað framhaldsnámskeið fyrir Sterkari í seinni hálfleik; Blásið í glæður nýrra drauma heitir það en námskeiðið verður haldið þann 20.janúar næstkomandi. 17. desember 2023 08:01
Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Það fara fæstir í gegnum lífið án þess að takast á við nokkrar áskoranir og oftar en ekki eru það sérfræðingar og fagfólk sem leggja hönd á plóginn; leiðbeina okkur eða styrkja. 5. janúar 2025 08:03
„Það er galið að sjá fimm manna fjölskyldu sitja saman en öll í símanum“ „Oft snýst málið um flókin samskipti. Eða jafnvel samskiptaleysi,“ segir Sunna Ólafsdóttir fjölskyldufræðingur, EMDR meðferðaraðili og klínískur félagsráðgjafi hjá Áfalla- og sálfræðimiðstöðinni. 29. september 2024 08:02