Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 26. janúar 2025 16:13 Arnór Atlason og Snorri Steinn Guðjónsson á hliðarlínunni í dag. VÍSIR/VILHELM „Einhvers staðar hef ég smá trú, en hafandi spilað við Króatana á þeirra heimavelli þá held ég að líkurnar séu ekki okkur í hag,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari, nú þegar biðin er hafin eftir því að vita hver örlög Íslands verða á HM í handbolta. Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri. Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Ísland gerði sitt með öruggum sigri gegn Argentínu í dag en þarf nú að treysta á að Egyptaland og Króatía vinni ekki bæði í dag, gegn Grænhöfðaeyjum og Slóveníu. „Við þurfum bara að bíða og sjá. Við höldum í vonina. Hún er ekki svakalega mikil. Ég á eftir að gera upp við mig hvort ég horfi á leikinn. Það getur vel verið að ég fari bara á crossfit-æfingu. Ef ég þekki sjálfan mig þá hef ég gott af því,“ sagði Snorri léttur. Snorri hafði engan áhuga á að fara að gera upp mótið núna, á meðan að enn er von um að mótið haldi áfram: „Mér finnst ekki við hæfi að tjá mig um mót sem er ekki búið. Það kemur að því að við gerum það upp. Ef það verður í kvöld þá verður það bara þannig,“ segir Snorri. Aðspurður um leikinn við Argentínu var þjálfarinn nokkuð sáttur, fyrir utan upphafskafla leiksins: „Það er bara gott að vinna leikinn og gera það sannfærandi. Það sáu allir hvernig byrjunin var og að einhverju leyti var ég búinn undir að þetta yrði hægt og erfitt í byrjun. Gærdagurinn var mjög erfiður fyrir alla og okkur sem lið. Mér fannst við ná að kveikja á þessu og gera nóg til að landa mjög þægilegum sigri. Ég er mjög ánægður með byrjunina á seinni hálfleik. Á nokkrum mínútum erum við búnir að ganga frá leiknum. Við hefðum getað siglt þessu betur heim en það eru alls konar ástæður fyrir því,“ segir Snorri. Viðtal Vals Páls Eiríkssonar við Snorra má sjá hér að neðan. Klippa: Snorri eftir sigurinn gegn Argentínu Eflaust hefur tapið gegn Króatíu enn setið í mönnum þegar leikurinn við Argentínu hófst í dag. „Við ætlum ekki að nota það sem einhverja afsökun en kannski var það raunin. Að einhverju leyti er það líka eðlilegt. En mér fannst við vinna okkur vel inn í leikinn. Gerðum góðar breytingar og fengum inn hraðara lið. Við vorum of hægir og þungir á okkur til að byrja með. Við brugðumst vel við því og strákarnir gerðu þetta vel,“ segir Snorri. „Við gerðum kjánaleg mistök og vorum bara hægari en þeir ef eitthvað er, í byrjun leiksins. Við stigum svo á bensíngjöfina, settum meiri gæði í þetta. Mér fannst þeir ströggla lungann af leiknum og Viktor heldur áfram sínum standard. Við eigum að geta nýtt það betur, sérstaklega í byrjun leiks,“ segir Snorri.
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43 Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Strákarnir okkar gerðu sitt í dag með því að vinna Argentínu í lokaleik sínum í milliriðlakeppni HM í handbolta. Nú þurfa þeir að treysta á hjálp frá Grænhöfðaeyjum eða Slóveníu til að komast áfram í 8-liða úrslit, en það er ljóst að þeir enda í versta falli í 9. sæti mótsins. 26. janúar 2025 15:43
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti