Áður höfðu komið fréttir af því að Bragi Guðmundsson sé hættur að spila með Campbell skólaliðinu og ætli að klára tímabilið með Grindavík.
Nú síðast sögðu Grindvíkingar síðan frá því að háloftafuglinn Arnór Tristan Helgason sé einnig mættur til landsins og ætli að klára tímabilið heima.
Arnór Tristan kemur heim reynslunni ríkari eftir að hafa spilað með ungmennaliði CB 1939 á Kanaríeyjum í vetur.
Arnór, sem er fæddur 2006, sló heldur betur í gegn með Grindavík í fyrra þar sem hann tróð oft með látum.
Hann er einn efnilegasti leikmaður Íslands í sínum aldursflokki og sannkallaður happafengur fyrir okkur að fá hann heim á þessum tímapunkti, segir í frétt Grindvíkinga.
Á síðustu leiktíð var Arnór með 4,9 stig að meðaltali en skoraði yfir tíu stig í leikjum við Tindastól (11), Breiðablik (11), Njarðvík (12) og Hauka (11).