Þau koma bæði úr fyrra sambandi og á Camilla tvö börn og Valli eitt. Þetta er því fimm manna fjölskylda. Valgeir átti húsið fyrir sambandið en það má með sanni segja að það sé í dag gjörbreytt.
Framkvæmdirnar tóku í heildina eitt og hálft á en til að fá enn meira pláss í þessu 140 fermetra húsi var ákveðið að breyta bílskúrnum í hjónasvítu sem heppnaðist sannarlega vel. Þar má meðal annars finna japanskt klósett sem hafði alltaf verið draumur Valla að eignast.
Hér að neðan sjá brot úr síðasta þætti af Heimsókn sem er á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum.