Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2025 08:02 Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Kraftur stuðningsfélag „Fyrst þegar við vissum að þetta væri krabbamein fengum við bæði áfall og það var ekki fyrr en ég fór að vinna í mínum málum einu og hálfu ári eftir lyfjameðferð að það fór að birta til hjá mér,“ segir Aron Bjarnason en hann og Dagbjört eiginkonan hans voru bæði 31 árs þegar hún greindist með eggjastokkakrabbamein í lok árs 2021. Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“ Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Þegar Dagbjört greindist voru börn þeirra aðeins 9 mánaða og þriggja ára og þau hjónin með eigið fyrirtæki með fjóra starfsmenn í fullri vinnu. Greiningin kom í miðjum Covid faraldri og var þeim ráðlagt að taka eldri dóttur þeirra af leiksskóla vegna hve veikt ónæmiskerfi Dagbjartar yrði í lyfjameðferðinni. Aron er einn af sex einstaklingum sem segja sögu sína í tengslum við árlegt fjáröflunar og vitundarátak Krafts sem nú stendur yfir. Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp. Yfirskrift fjáröflunar- og vitundarvakningar Krafts í ár er „Ég á lítinn skrítinn skugga – Lífið er núna“ og vísar til þeirra langtímaáhrifa sem það hefur að greinast ungur með krabbamein, ekki bara á þann sem greinist heldur einnig á aðstandendur. Jafningjastuðningurinn var ómetanlegur Aðstæðurnar neyddu Aron til að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis. Hann sá um börnin, studdi eiginkonu sína í erfiðri lyfjameðferð, sinnti spítalaferðum og hélt fyrirtækinu gangandi. Þetta álag, ásamt óvissunni um framtíðina, gerði það að verkum að fjölskyldan setti öll langtímamarkmið á ís. Aron segir að tímabilið eftir lyfjameðferð, uppbyggingartíminn sjálfur hafi hafi reynst honum erfiður. Hann sér í dag að hann fór í gegnum þennan tíma á hnefanum og byrjaði ekki að vinna almennilega úr áföllunum sem fylgdu þessi ferli fyrr en einu og hálfu ári eftir að lyfjameðferð lauk. Hann segir að Kraftur hafi hjálpað mikið til í hans sjálfsvinnu, meðal annars með aðstandendahittingum. Í dag er Dagbjört krabbameinslaus en er enn í endurhæfingu, sem hefur reynst lengri og erfiðari en þau áttu von á. Þau hjónin hafa verið bæði meðvituð um úrvinnsluna, að vinna í sjálfum sér og byggja sig upp saman og líta framtíðina björtum augum. „Kraftur hefur veitt bæði mér og konunni minni stað til þess að kynnast fólki í svipuðum aðstæðum og gefið okkur tækifæri til þess að ræða hlutina við fólk sem skilur það sem maður er að ganga í gegnum. Jafningjastuðningurinn hefur verið okkur báðum ómetanlegur.“
Krabbamein Ástin og lífið Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“